Fleiri fréttir

Erlendir ferðamenn greiði gjald en ekki Íslendingar
Meirihluti landsmanna vill að gjald verði tekið af erlendum ferðamönnum fyrir aðgang að íslenskum náttúruperlum. Á sama tíma er meirihluti mótfallinn því að Íslendingum verði gert að greiða fyrir slíkan aðgang.

Fyrstu tömdu hreindýrin á Íslandi til sýnis
Fyrsti hreindýradýragarður landsins hefur verið opnaður en hann er á bænum Vínlandi á Héraði rétt við Egilsstaði. Í garðinum eru þeir Garpur og Mosi, rúmlega eins árs gamlir en þeim var bjargað agnarsmáum móðurlausum uppi á heiði. Garpur var þá þriggja daga gamall og Mosi átta daga.

Til skoðunar hvort auglýsing Áslaugar sé lögmæt
Menningarráðherra skoðar nú hvort starfsauglýsing annars ráðuneytis þar sem ekki er krafist íslenskukunnáttu stangist á við lög. Forsætisráðherra hefur miklar áhyggjur af stöðu tungumálsins og gagnrýnir þá þróun að innlend fyrirtæki velji sér ensk heiti í ríkari mæli.

Sóttu slasaðar konur í Hvalfirði og á Snæfellsnesi
Útkall barst til björgunarsveita á Vesturlandi á fjórða tímanum í dag vegna konu sem hafði hrasað og slasað sig á fæti í Hvalfirði. Hún hafði verið á göngu í Síldarmannagötum innst í firðinum þegar hún slasaðist og gat hún ekki gengið.

Allt að þrefalt dýrara í hárri verðbólgu að taka verðtryggt húsnæðislán
Höfuðstóll verðtryggðra húsnæðislána hækkar hratt þessa dagana vegna mikillar verðbólgu. Umboðsmaður skuldara segir afar mikilvægt að lántakendur séu meðvitaðir um áhættuna sem felist í slíkum lánum. Stærsti hluti húsnæðislána hjá lífeyrissjóðum er verðtryggður.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum okkar greinum við frá því hvernig höfuðstóll verðtryggðra lána getur margfaldast í verðbólgubálinu. Þannig getur höfuðstóll á algengri lásfjárhæð hækkað um allt að fjögur hundruð prósent á þrjátíu ára lánstíma.

Glúmur og Karl Gauti sækja einnig um í Rangárþingi ytra
Tuttugu og fimm sóttu um stöðu sveitarstjóra Rangárþings ytra. Fimm þeirra sem sóttu um drógu umsóknir sínar þó til baka.

Skipstjórinn hafi brugðist hárrétt við
Eigandi strandveiðibátsins Gosa KE-102, sem brann í morgun skammt frá Rifi, segir skipstjórann hafa brugðist hárrétt við.

Elkem þarf ekki að greiða skatt af rúmum milljarði króna
Elkem Ísland ehf., sem rekur kísilver á Grundartanga, lagði íslenska ríkið í héraðsdómi í dag þegar úrskurður ríkisskattstjóra var felldur úr gildi. Með úrskurðinum var fjárhæð frádráttarbærra gjaldfærðra vaxta í skattskilum Elkem lækkuð um ríflega átta hundruð milljónir og 25 prósent álagi bætt við.

Ófremdarástandið gæti varað fram á haust
Ófremdarástandið sem ríkir á flugvöllum víða í Evrópu gæti varað fram á haust að sögn forstjóra þýska flugfélagsins Lufthansa því erfitt hefur reynst að manna stöður eftir faraldurinn. Ritstjóri Túrista segir að það sé ekki skynsamlegt að bóka tengiflug í sumar því viðbúið sé að miklar breytingar verði á flugáætlunum.

Sjúkratryggingar hækka endurgreiðslu aksturskostnaðar nýrnasjúklinga
Þeir nýrnasjúklingar sem þurfa að ferðast milli sveitarfélaga til að komast í blóðskiljun geta nú fengið endurgreitt 95 prósent af aksturskostnaði. Sjúklingar þurfa að fara í blóðskilun þrisvar sinnum í viku í þrjá til fjóra tíma í senn.

„Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“
Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“

Iða Marsibil nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum í morgun að ráða Iðu Marsibil Jónsdóttur í starf sveitarstjóra.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum Bylgjunnar greinum við frá mannbjörg þegar eldur kom upp í smábáti á Breiðafirði í morgun. Eini skipverjinn kom sér sjálfur í björgunarbát.

Katrín um endurgreiðslu launa: „Ef einhver ætti að ráða við það þá erum það við“
Forsætisráðherra segir eðlilegt að þeir embættismenn sem hafi fengið ofgreidd laun síðustu þrjú ár endurgreiði hluta þeirra til ríkisins, sérstaklega í ljósi þess að þeir hafi hve hæst laun hjá hinu opinbera.

Segir skipta höfuðmáli að lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það algjört grundvallaratriði í sínum huga að vinna að því að gera kerfið betra. „Við þurfum að vinna á öllum þeim áskorunum sem koma upp og ekki síst þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks.“

Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerði
Nítján sóttu um stöðu bæjarstjóra í Hveragerðisbæ en staðan var auglýst á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir er fráfarandi bæjarstjóri en hún mun taka við sem sveitarstjóri Hrunamannahrepps.

Aldís fær 1,78 milljón á mánuði og 217 þúsund króna akstursstyrk
Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, fær 1,78 milljónir í mánaðarlaun og akstursstyrk upp á 217 þúsund samkvæmt oddvita hreppsins. Aldís var bæjarstjóri Hveragerðis síðastliðin sextán ár en náði ekki inn í kosningunum í vor þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta. Fulltrúar Hrunamannahrepps heyrðu í henni í kjölfarið.

Meirihluti sveitarfélaga uppfyllti ekki lágmarksviðmið um skuldahlutfall
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendi í júní bréf til 43 sveitarfélaga, sem uppfylltu ekki lágmarksviðmið nefndarinnar um skuldahlutfall. Það var gert eftir að nefndin hafði yfirfarið ársreikninga allra sveitarfélaga fyrir árið 2021 fyrir A-hluta eða A- og B-hluta.

Eldur í báti norður af Hellissandi
Eldur kom upp í smábáti rétt norður af Hellissandi rétt í þessu. Einn var um borð í bátnum en hann er kominn heill á húfi í björgunarbátinn Björgu.

Eldur í hraðbanka á Bíldshöfða í nótt
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt en frá klukkan 17:00 til 05:00 í morgun hefur lögreglan sinnt 64 málum.

Hyggst leggja fram frumvarp um svæðisskiptingu á kvóta strandveiða
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný.

Rannsaka hverastrýtur í Eyjafirði til að öðlast skilning á upphafi lífs
Alþjóðlegur hópur vísindamanna, kostaður af geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, rannsakar nú hverastrýturnar í Eyjafirði í því skyni að kanna hvort líf hafi getað þróast á Mars og til undirbúnings frekari könnunarleiðöngrum til reikistjörnunnar. Jafnframt er vonast til að strýturnar gefi svör um líkur á lífi á öðrum hnöttum í sólkerfinu.

Björguðu hundi sem féll um tuttugu metra
Björgunarsveitir á Sauðárkróki og Mývatni voru kallaðar út með stuttu millibili á áttunda tímanum í kvöld. Fyrsta útkallið sneri að hundi sem lenti féll um tuttugu metra fram af kletti í Skagafirði og hið seinna var vegna mótorhjólaslys við afleggjarann að Herðubreiðalindum.

Yrðlingur og hundur bestu vinir á Mjóeyri á Eskifirði
Tíkin Skotta og nokkra vikna yrðlingur á bænum Mjóeyri við Eskifjörð eru bestu vinir og leika sér mikið saman. Þá er mjög gæf maríuerla líka á bænum og heiti potturinn á staðnum vekur sérstaka athygli.

„Við verðum að gera betur“
Loftslagsráð og Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna stjórnvöld fyrir óskýr markmið í loftslagsmálum á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda eykst gríðarlega hratt eftir heimsfaraldur. Ráðherra tekur undir þetta og vill gera betur.

Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flugvöll Evrópu
Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Loftslagsráð og Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna stjórnvöld fyrir óskýr markmið í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda eykst mjög eftir heimsfaraldur. Ráðherra tekur undir gagnrýnina og vill gera betur.

Áhrifafólk í Miðflokknum ósammála formanninum um kynrænt sjálfræði
Varaþingmaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins skrifa grein á Vísi í dag þar sem þau segja samþykkt laga um kynrænt sjálfræði „enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokks þeirra, hefur lengi talað opinberlega gegn frumvarpinu sem hann hefur kallað „ómanneskjulegt og fornaldarlegt öfgamál“.

Næturstrætó snýr aftur um helgina
Næturstrætó úr miðbæ Reykjavíkur snýr aftur aðfaranótt laugardags 9. júlí eftir um tveggja ára hlé.

Sóttu slasaðan skipverja á þyrlunni
Skömmu fyrir hádegi í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar aðstoðarbeiðni frá erlendu skipi sem var um 100 sjómílur suðvestur af Reykjanesi, vegna slasaðs skipverja.

Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“
Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati.

Vélarvana bátur dreginn í höfn á Drangsnesi
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust upplýsingar um vélarvana bát norðan við Drangsnes á Ströndum um hádegisbil í dag. Nálægum fiskibát tókst að draga bátinn í land með aðstoð stýrimanns þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Áttatíu ár liðin frá mesta sjóslysi við Íslandsstrendur
Áttatíu ár eru í dag liðin frá mesta sjóslysi við Íslandsstendur þegar um 240 manns fórust við það að skipalestin QP-13 sigldi í þoku inn í belti tundurdufla sem hafði verið lagt til varnar óvinaskipum norður af Aðalvík á Vestfjörðum.

Starfsmaður stal 1,7 milljón króna af Bónus
Kona var nýverið dæmd til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa, yfir tæplega fjögurra ára tímabil, stolið um 1,7 milljón króna af vinnuveitanda sínum Högum hf. en hún starfaði í Bónus.

Smitáhrif af skotárásum: „Margir þeirra þrá þessa athygli og þessa frægð“
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og dósent í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, segir að nýlegar rannsóknir í afbrotafræðum bendi til þess að smitáhrif verði þegar umfangsmikil fjölmiðlaumfjöllun skapast um fjöldaárásir.

Unnur Valborg ráðin sveitarstjóri í Húnaþingi vestra
Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur ráðið Unni Valborgu Hilmarsdóttur í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára.

Sara Elísabet endurráðin sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps
Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum þann 30. júní síðastliðinn að Sara Elísabet Svansdóttir yrði ráðin sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps frá 2022 til ársins 2026.

Lilja gagnrýnir miklar arðgreiðslur á sama tíma og verð hækkar
Viðskiptaráðherra segir alla þurfa að leggja sitt af mörkum til þess að draga úr verðbólguþrýstingi. Hún tekur undir gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar á miklar arðgreiðslur fyrirtækja á sama tíma og verð hækkar.

Hundrað bókanir eftir Michelin-stjörnuna
Stofnandi Óx segir það mikinn heiður að hljóta Michelin-stjörnu eftir áralanga þróun og vinnu með veitingastaðinn. Tveir íslenskir staðir státa nú af stjörnunni eftirsóttu.

Hyggjast stórefla hinsegin fræðslu í Garðabæ
Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að fela fræðslu- og menningarsviði að ganga til viðræðna við Samtökin ’78 um samstarfssamning, með það fyrir augum að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu.

Háskólanám Kvikmyndaskólans í sjónmáli
Væntingar Kvikmyndaskóla Íslands standa til þess að úttektarferli fyrir BA námsbraut skólans, í samstarfi við Háskóla Íslands, ljúki í september á þessu ári. BA námsbraut í Kvikmyndaskólanum gæti því orðið að veruleika í haust.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra tekur undir gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar á miklar arðgreiðslur fyrirtækja á sama tíma og verðlag hækkar.

Viðsnúningur í losun gróðurhúsalofttegunda
Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,3% á árinu 2021 og nálgast sama stig og fyrir faraldur.

Báðir forsjáraðilar fá nú sjálfkrafa aðgang að Heilsuveru barna sinna
Báðir forsjáraðilar barna sem búa á tveimur heimilum tengjast nú sjálfkrafa Heilsuveru barna sinna. Hingað til hefur aðgangurinn verið bundinn við lögheimili barnsins þó að forsjárforeldri, sem er ekki með lögheimili barnsins skráð hjá sér, hafi til þessa getað sótt sérstaklega um aðgang.