Fleiri fréttir

Segir Vítalíu ekki hafa kært þre­menningana

Lögmaður Þórðar Más Jóhannessonar, eins þeirra sem Vítalía Lazareva hefur sakað um kynferðisbrot gegn sér, segir að engin kæra liggi fyrir í málinu, þvert á yfirlýsingar Vítalíu. Þeir þrír sem Vítalía sakaði um að hafa brotið gegn henni í sumarbústað í október 2020 hafa nú kært Vítalíu og Arnar Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. 

Lands­virkjun hefur föngun kol­tví­sýrings

Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025.

Bjargey kemur þeim sem á þurfa að halda til bjargar

Bjargey, nýtt meðferðarheimili ætlað börnum og stúlkum, var formlega opnað í Eyjafjarðarsveit í gær. Meðferðin sem þar er veitt er lífspursmál fyrir þá sem á henni þurfa að halda að mati aðstandenda heimilisins.

Flúði af vett­vangi eftir um­ferðar­ó­happ

Ökumaður má eiga von á sekt eftir að hafa flúið af vettvangi eftir umferðaróhapp á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla hafði uppi á ökumanninum og segir að hann megi eiga von á sekt fyrir að hafa yfirgefið vettvang án þess að gera ráðstafanir.

Hækka afurðaverð um 31 prósent

Sláturfélag Vopnafjarðar hefur hækkað afurðaverð sláturleyfishafa um 31 prósent. Þetta kemur fram í nýbirtri verðskrá félagins.

Tugir jarð­vísinda­manna mættir í Mý­vatns­sveit að rann­saka Kröflu

Á fjórða tug vísindamanna vinna þessa dagana í Mývatnssveit að miklu mælingaverkefni í Kröflu, sem Jarðvísindastofnun Háskólans leiðir hérlendis í samvinnu við Landsvirkjun, erlendar rannsóknastofnanir og háskóla. Kanna á ítarlegar en áður hefur verið gert ýmis atriði í byggingu Kröflueldstöðvarinnar og varpa þannig frekara ljósi á samband jarðhita og kviku.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rússar eru sakaðir um stríðsglæpi eftir árás á verslunarmiðstöð í Úkraínu. Hið minnsta tíu eru látnir og fjörutíu slasaðir en óttast er að talan verði mun hærri.

Drógu tvo vélar­vana báta að landi og björguðu ör­­magna göngu­­mönnum

Tvisvar þurfti að kalla út björgunarskip Landsbjargar í dag, Gísli Jóns var kallaður út frá Ísafirði vegna vélarvana strandveiðibáts og Sjöfn í Reykjavík var kölluð út vegna vélarvana skemmtibáts við Viðey. Björgunarsveitarmenn þurftu einnig að bjarga örmagna göngumönnum á Sprengisandsleið og aðstoða mann sem hrasaði við Hengifoss.

Sex sjúkra­bílar biðu í röð fyrir utan Land­spítala

Á dögunum kom upp sú leiðinlega staða að sjúkraflutningamenn gátu ekki skilað af sér sjúklingum þar sem ekki var pláss fyrir þá inni á Landspítala. Því þurftu þeir einfaldlega að bíða í röð fyrir utan.

Bjóða ung­lingum frítt í Strætó út júlí

Ungmennum á aldrinum tólf til sautján ára stendur til boða svokallað „Sumarkort Strætó“ sem er frítt strætókort sem gildir á höfuðborgarsvæðinu út júlímánuð 2022.

Fjöldi sjálfs­víga 2021 svipaður og síðustu ár

Alls sviptu 38 manns sig lífi á Íslandi á árinu 2021, eða 10,2 á hverja 100 þúsund íbúa. Fjöldinn er áþekkum þeim á síðustu árum, en að meðaltali voru 38 sjálfsvíg á ári síðustu fimm árin, 2017 til 2021, eða 10,7 á hverja 100 þúsund íbúa.

Stelpurnar komast á heims­meistara­mótið í tæka tíð

Búið er að tryggja öllum dansstelpunum frá danskólanum JSB flugfar frá Íslandi í dag eða á morgun. Að sögn aðstoðarskólastjóra skólans komast þær á áfangastað í tæka tíð til að keppa á heimsmeistaramóti í dansi, þótt litlu hafi mátt muna.

Lögregla leitar manns

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir að ná tali af manni sem birtist á myndum sem fylgja fréttinni og má sjá að ofan.

Slegnir yfir fyrir­hugaðri lækkun afla­marks þorsks

Sjómönnum og útgerðarmönnum líst illa á fyrirhugaða lækkun aflamarks þorks. Uppbygging þorksstofnsins hefur staðnað síðustu ár og afrakstur minni en áætlað var. Margir telja að tími sé kominn til að endurskoða nálgun Hafrannsóknarstofnunar.

Um tuttugu prósent fleiri sóttu um leik­skóla­kennara­nám

Um tuttugu prósent aukning er í umsóknum í nám leikskólakennarafræði milli ára en sjötíu leikskólakennarar tóku við brautskráningarskírteinum sínum þann 25. júní síðastliðinn, sem er veruleg aukning frá síðustu árum.

Leika sér ekki að því að aflýsa flugi

Vél flugfélagsins Play er komin í gagnið á ný eftir að ekið var á hana fyrir helgi. Tafir urðu á viðgerð sem varð til þess að aflýsa þurfti flugferðum til og frá Madrid, flugfarþegum til mikils ama. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir flugfélagið ekki leika sér að því að aflýsa flugi - allt sé reynt áður en gripið sé til þess ráðs.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um mikilvægi þess að fólk velji sér raforkusala en um 700 manna hópur er í hættu á að lokað verði fyrir rafmagnið hjá þeim innan tíðar.

Dans­stelpur óttast að missa af keppni eftir að flugi þeirra var af­lýst

Hópur stelpna frá danslistarskóla JSB lenti í því að flugi hans til Madrídar með flugfélaginu Play var aflýst. Stelpurnar, sem eru á aldrinum fimmtán til sautján ára, eru miður sín enda stefnir í að þær missi af alþjóðlegri danskeppni sem þær hafa æft fyrir í fleiri mánuði.

Ríkið leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur

Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt í málinu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Rúmlega 540 þúsund gölluðum fínagnagrímum fargað

Landspítalinn festi kaup á tæplega fimmtán milljónum eininga af hlífðarbúnaði á síðustu tveimur árum vegna Covid-19 heimsfaraldursins, kostnaður hlífðarbúnaðarins nemur rúmlega 1,5 milljarði íslenskra króna. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu.

Sendi borgarstjóra Oslóar samúðarkveðjur

Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, sendi Marianne Borgen, borgarstjóra Oslóar og íbúum borgarinnar samúðarkveðjur vegna skotárásinnar þar í gær. Tveir létust í árásinni sem hófst fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks.

Ís­­­lendingar of ó­þolin­móðir gagn­vart er­­lendum hreim

Prófessor í ís­lensku hvetur Ís­lendinga til að sýna út­lendingum sem tala ó­full­komna ís­lensku eða ís­lensku með sterkum hreim þolin­mæði. Hann var á­nægður með á­varp fjall­konunnar í ár sem flutti ís­lenskt ljóð á þjóð­há­tíðar­daginn með sterkum pólskum hreim.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Rússar vörpuðu sprengjum á Kænugarð í fyrsta sinn í þrjár vikur. Við ræðum við Íslending í borginni sem er langþreyttur á stríðinu. Leiðtogar G7-ríkjanna koma saman á mikilvægum fundi í dag. Við fjöllum um stöðu mála í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Alls konar íslenska og kvótakerfið í Sprengisandi

Rætt verður um alls konar íslensku, réttu leiðina í landbúnaðarmálum, hvað teljist eðlilegt afgjald fyrir aðgang að fiskimiðum og börn sem þurfa á sérstakri þjónustu að halda í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni.

Sérsveit kölluð til eftir að maður mundaði hníf

Sérsveitarmenn handtóku mann í Veghúsum í Grafarvogi í gærkvöldi sem dregið hafði fram hníf í samskiptum við fólk í íbúðinni. Maðurinn var einn í íbúðinni þegar lögregla handtók hann. Heimilisfólk hafði yfirgefið íbúðina fyrr um kvöldið.

Réðst á stúlkur og reyndi að ræna þær

Ungur drengur í annarlegu ástandi réðst á tvær stúlkur og reyndi að ræna þær í gærkvöldi. Sló hann aðra stúlkuna með krepptum hnefa í andlitið en stúlkurnar náðu að komast undan til foreldra sinna.

Nettó-ræninginn handtekinn eftir eltingaleik

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann sem réðst á kassastarfsmann og stal peningum úr verslun Nettó í Lágmúla eftir að hafa veitt honum eftirför í gærkvöldi. Ræninginn stakk af á bíl og ók meðal annars á aðra bíla og á móti umferð.

Sjá næstu 50 fréttir