Fleiri fréttir Útsýnispallur á Bolafjalli opni vonandi á næstunni Útsýnispallur á Bolafjalli hefur ekki enn opnað sökum þess að öryggismál á pallinum eru ekki fyllilega frágengin. Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir lokafrágang á pallinum hefjast í næstu viku og hann opni í kjölfarið. Viðhald á veginum upp á fjallið hefur einnig gengið erfiðlega í vetur en Landhelgisgæslan fer með umsjá hans. 16.6.2022 13:02 Seðlabankinn gæti aftur gripið í taumana á fasteignamarkaði Varaseðlabankastjóri útilokar ekki að gripið verði til frekari aðgerða á fasteignalánamarkaði haldi ójafnvægið þar áfram. Hefði hann getað séð inn í framtíðina hefði Seðlabankinn fyrr þrengt lánsskilyrði fyrstu kaupenda 16.6.2022 13:00 „Þessir gömlu stálfákar eru eins og að setjast í mjúkan lazyboy“ Að setjast undir stýri í gömlum stálfáki er líkt og að láta sig sökkva ofan í mjúkan hægindastól. Þetta segir formaður Bílaklúbbs Akureyrar um hina haganlega smíðuðu fornbíla. Þrjú hundruð af glæsilegustu bílum landsins, gömlum og nýjum, verða á hátíðarsýningu á bíladögum á Akureyri. 16.6.2022 12:02 Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16.6.2022 11:53 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum gerum við upp þinglokin í nótt og förum yfir hvaða mál voru samþykkt á lokametrum þingsins. 16.6.2022 11:32 Aukning í alvarlegum veikindum vegna Covid 27 einstaklingar liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19. Tveir eru á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda. 16.6.2022 11:06 Bessastaðir opnir almenningi á laugardaginn Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi á laugardaginn. Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid munu þar taka á móti gestum og býðst fólki að skoða staðinn milli klukkan 13 og 16. 16.6.2022 11:05 John Grant fær ríkisborgararétt Alls fengu tólf einstaklingar íslenskan ríkisborgararétt eftir að frumvarp til laga frá allsherjar- og menntamálanefnd var samþykkt á Alþingi í gær. Söngvarinn John Grant er meðal þeirra sem hlýtur ríkisborgararétt. 16.6.2022 07:29 Þingi frestað fram í september Fundum Alþingis hefur verið frestað fram í september en það var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem gerði það um klukkan hálftvö í nótt. 16.6.2022 07:08 Fann fyrir létti þegar eiginmaðurinn kvaddi eftir fimmtán ára baráttu við alzheimer Vinkonurnar Ragnheiður Kristín Karlsdóttir og Gunnhildur Skaftadóttir kynntust í gegnum Alzheimersamtökin fyrir rúmum áratug eftir að eiginmenn þeirra greindust með sjúkdóminn. Báðir höfðu þeir þurft að bíða í mörg ár frá því að fyrstu einkenni komu þar til þeir voru greindir, sem fékk mjög á fjölskyldur þeirra. 16.6.2022 07:00 Braut glas á höfði manns Tilkynnt var um líkamsárás á veitingastað rétt fyrir miðnætti niðri í bæ. Kona braut þá glas á höfði manns og var lögregla kölluð til. Konan var komin á annað veitingahús þegar lögregla mætti á staðinn en þar var hún handtekin. Hún var með sár á fingrum og því fyrst flutt til aðhlynningar á bráðadeild áður en hún var vistuð í fangageymslu lögreglu. 16.6.2022 06:23 Endurgreiðslur til kvikmyndaframleiðenda verða 35 prósent Alþingi samþykkti í kvöld frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra sem kveður á um 35 prósent endurgreiðslu til kvikmyndaframleiðenda. 16.6.2022 00:49 Mega selja áfengi á framleiðslustað um mánaðamótin Frumvarp um að heimila sölu á áfengi á framleiðslustað var samþykkt sem lög á Alþingi nú í kvöld. Lögin taka gildi um mánaðamótin. 15.6.2022 23:59 Kalla eftir auknum stuðningi við aðstandendur Alzheimersjúklinga Dæmi eru um að makar alzheimersjúklinga hafi misst heilsu og jafnvel dáið á undan mökum sínum vegna óhóflegs álags. Þeir kalla eftir auknum stuðningi frá heilbrigðisyfirvöldum. 15.6.2022 21:00 Össur vill kalla Kristrúnu til forystu Össur Skarphéðinsson, fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, kallar eftir því í færslu á Facebook að Samfylkingin geri Kristrúnu Frostadóttur að formanni sínum. Hann segir Kristrúnu vera einu manneskjuna sem andstæðingar flokksins vilji ekki sem formann. 15.6.2022 19:38 Milljónir tapist vegna hvatakerfis fasteignasala Haukur Viðar Alfreðsson, doktorsnemi í hagfræði, hefur undanfarnar vikur vakið máls á slæmri stöðu á fasteignamarkaði og gagnrýnt feitar söluþóknanir fasteignasala. Í skoðanagrein sem Haukur birti á Vísi í dag bendir hann á að hvatakerfi fasteignasala sé þannig uppbyggt að betra sé fyrir fasteignasala að selja eignir hratt á lágu verði fremur en að bíða lengur og fá betra verð. 15.6.2022 19:25 „Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“ Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. 15.6.2022 19:01 „Kaupfélag Skagfirðinga virðist í sérstökum verndarflokki hjá þessari ríkisstjórn“ Alþingi samþykkti í dag þriðja áfanga rammaáætlunar með 34 atkvæðum. Sjö greiddu atkvæði á móti en fimmtán sátu hjá. Bjarni Jónsson í Vinstri grænum greiddi atkvæði gegn áætluninni, einn stjórnarliða. 15.6.2022 18:08 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. 15.6.2022 18:01 Lúðvík fær ekki að áfrýja dómi í meiðyrðamáli sínu til Hæstaréttar Hæstiréttur hafnaði ósk Lúðvíks Bergvinssonar um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn ritstjóra Viðskiptablaðsins og útgáfufélags þess. Málið var ekki talið hafa verulegt almennt gildi. 15.6.2022 17:30 Byggja hagkvæmt húsnæði í Reykjavík, fyrir fugla Tólf fuglahúsum hefur verið komið fyrir við göngugötur, græn svæði og torg í miðborg Reykjavíkur. Staðsetning húsanna er hugsuð til að skapa sýnileika fyrir almenning og vekja athygli á fuglum í umhverfinu. 15.6.2022 17:05 Flúor ekki mælst meiri í lofti og lömbum við Grundartanga Magn flúors var óvenjuhátt í kringum iðnaðarsvæðið á Grundartanga á seinasta ári þar sem Norðurál, Alur Álvinnsla og Elkem eru meðal annars með starfsemi. Þá var styrkur brennisteinstvíoxíðs og brennisteinsvetnis með því hæsta sem mælst hefur. 15.6.2022 16:28 Vilja henda bragðbanni út úr baggfrumvarpi Willums Meirihluti velferðarnefndar Alþingis hefur lagt til að ákvæði í frumvarpi heilbrigðisráðherra um bann við innflutningi, framleiðslu og sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni verði fellt á brott. 15.6.2022 16:17 Jón Magnús leiðir viðbragðsteymið um bráðaþjónustuna Jón Magnús Kristjánsson hefur verið ráðinn í tímabundið verkefni til að leiða viðbragðstreymi heilbrigðisráðuneytisins um bráðaþjónustu í landinu vegna alvarlegrar stöðu innan hennar. 15.6.2022 14:42 Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. 15.6.2022 13:48 Edda Hermannsdóttir nýr stjórnarformaður UNICEF Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, er nýr stjórnarformaður landsnefndar UNICEF á Íslandi. Edda tekur við af Óttarri Proppé sem hefur verið stjórnarformaður frá júní 2021 og setið í stjórn UNICEF á Íslandi frá árinu 2019. 15.6.2022 13:29 Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15.6.2022 13:09 Rammaáætlun í gegnum þingið í fyrsta skipti í níu ár Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á Alþingi rétt í þessu. 34 greiddu atkvæði með málinu, sjö greiddu atkvæði á móti því en fimmtán sátu hjá. Einn stjórnarþingmaður, Bjarni Jónsson í Vinstri grænum, greiddi atkvæði gegn áætluninni. 15.6.2022 12:41 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra en tilkynnt var um það í morgun að veðsetningarhlutfall fyrir fyrstu kaupendur yrði lækkað úr 90% í 85%. 15.6.2022 11:33 Landsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum í nóvember Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda landsfund flokksins í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Á landsfundi er stefna flokksins mótuð og kosið í embætti formanns, varaformanns og ritara. 15.6.2022 11:10 Taka fyrir 25 af 70 umsóknum um ríkisborgararétt Þingflokkar hafa náð saman um að taka fyrir 25 af 70 umsóknum um ríkisborgararétt sem Alþingi hefur borist. Því virðist búið að ná samkomulagi um öll atriði í þinglokasamningum sem þýðir að þinglokin ættu að ganga smurt fyrir sig. Þingið klárast í kvöld eða í fyrramálið. 15.6.2022 10:13 Bólusetning við bólusótt veiti 85 prósent vernd gegn apabólu Bólusetning við bólusótt virðist veita í það minnsta 85 prósent vernd gegn apabólu. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar á Vísindavefnum við spurningunni: „Eru þeir sem fengu bólusetningu við kúabólu með ónæmi við apabólu?“. 15.6.2022 09:47 Þingfundur stóð fram á nótt og fram haldið í dag Þingfundur stóð fram til klukkan 1:30 í nótt en nú styttist í að þingið fari í sumarfrí. 15.6.2022 07:42 Framsóknarflokkurinn bætir við sig Framsóknarflokkurinn bætir við sig fimm prósentum á milli kannanna hjá Fréttablaðinu en í nýjustu könnun blaðsins sem Prósent framkvæmdi mælist flokkurinn með 17,3 prósent. 15.6.2022 06:45 Svínaði fyrir lögreglubíl númerslaus, undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda Það var nóg um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt samkvæmt dagbók lögreglu. Þónokkrir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. 15.6.2022 06:20 „Ég er algjörlega sammála, þetta er bara viðbjóðslegt“ Forstjóri flugfélagsins Play tekur undir að hótel sem farþega var boðið eftir að flugferð félagsins var aflýst hafi verið óboðlegt. Hann segir lítið annað hægt að gera en að biðjast afsökunar og læra af reynslunni. 14.6.2022 23:40 Vill láta fjarlægja minnisvarða um borgaralega óhlýðni Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hvatti Birgi Ármannson, forseta Alþingis, til að fjarlægja listaverkið Svörtu keiluna sem er staðsett fyrir utan Alþingishúsið í ræðu sinni á þinginu í dag. Listaverkið er eftir Santiago Sierra og var sett niður árið 2012 sem minnisvarði um borgaralega óhlýðni. 14.6.2022 22:50 Enginn fær þá rammaáætlun sem hann vill Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að enginn fái það sem hann vill í þeim breytingum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á rammaáætlun. Hún vísar því á bug að tillögunar séu aðför að náttúrunni. 14.6.2022 22:00 Hálft ár síðan verkinu átti að ljúka og vegfarendur bíða spenntir eftir verklokum Mikil óánægja er meðal íbúa og vegfarenda í Hlíðahverfi vegna frágangs á hjóla- og göngustíg við Litluhlíð, semátti að klára átti í byrjun árs en er enn ekki hægt að nota. Hjólreiðamaður segir aðförina að einkabílnum ekkert miðað við þá að reiðhjólum. 14.6.2022 21:31 Segir skyldu félagsins að reyna að sporna við hækkun á vöruverði til neytenda Framkvæmdastjóri Krónunnar segir það skyldu félagsins að reyna að sporna við hækkun á vöruverði til neytenda. 14.6.2022 21:00 Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. 14.6.2022 19:50 „Ekkert sérstakt veður“ á þjóðhátíðardaginn Útlit er fyrir blautt veður býsna víða á landinu á þjóðhátíðardaginn 17. júní sem haldinn verður hátíðlegur næsta föstudag. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni segir allt benda til þess að ekkert sérstakt veður muni leika við landsmenn á föstudag. 14.6.2022 19:23 Ósætti um veitingu ríkisborgararéttar gæti sett þinglok í uppnám Þó þingflokkar hafi náð saman um heildarramma þingloka standa örfá mál eftir sem ekki hefur enn tekist að ná sátt um. Samkvæmt heimildum fréttastofu er veiting ríkisborgararéttar þar stærst og enn lengst á milli flokkanna í því. Nái þeir ekki saman um það í kvöld eða snemma á morgun gæti þetta sett þinglok í algert uppnám. 14.6.2022 19:22 Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld. 14.6.2022 19:00 Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. 14.6.2022 18:36 Sjá næstu 50 fréttir
Útsýnispallur á Bolafjalli opni vonandi á næstunni Útsýnispallur á Bolafjalli hefur ekki enn opnað sökum þess að öryggismál á pallinum eru ekki fyllilega frágengin. Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir lokafrágang á pallinum hefjast í næstu viku og hann opni í kjölfarið. Viðhald á veginum upp á fjallið hefur einnig gengið erfiðlega í vetur en Landhelgisgæslan fer með umsjá hans. 16.6.2022 13:02
Seðlabankinn gæti aftur gripið í taumana á fasteignamarkaði Varaseðlabankastjóri útilokar ekki að gripið verði til frekari aðgerða á fasteignalánamarkaði haldi ójafnvægið þar áfram. Hefði hann getað séð inn í framtíðina hefði Seðlabankinn fyrr þrengt lánsskilyrði fyrstu kaupenda 16.6.2022 13:00
„Þessir gömlu stálfákar eru eins og að setjast í mjúkan lazyboy“ Að setjast undir stýri í gömlum stálfáki er líkt og að láta sig sökkva ofan í mjúkan hægindastól. Þetta segir formaður Bílaklúbbs Akureyrar um hina haganlega smíðuðu fornbíla. Þrjú hundruð af glæsilegustu bílum landsins, gömlum og nýjum, verða á hátíðarsýningu á bíladögum á Akureyri. 16.6.2022 12:02
Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16.6.2022 11:53
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum gerum við upp þinglokin í nótt og förum yfir hvaða mál voru samþykkt á lokametrum þingsins. 16.6.2022 11:32
Aukning í alvarlegum veikindum vegna Covid 27 einstaklingar liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19. Tveir eru á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda. 16.6.2022 11:06
Bessastaðir opnir almenningi á laugardaginn Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi á laugardaginn. Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid munu þar taka á móti gestum og býðst fólki að skoða staðinn milli klukkan 13 og 16. 16.6.2022 11:05
John Grant fær ríkisborgararétt Alls fengu tólf einstaklingar íslenskan ríkisborgararétt eftir að frumvarp til laga frá allsherjar- og menntamálanefnd var samþykkt á Alþingi í gær. Söngvarinn John Grant er meðal þeirra sem hlýtur ríkisborgararétt. 16.6.2022 07:29
Þingi frestað fram í september Fundum Alþingis hefur verið frestað fram í september en það var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem gerði það um klukkan hálftvö í nótt. 16.6.2022 07:08
Fann fyrir létti þegar eiginmaðurinn kvaddi eftir fimmtán ára baráttu við alzheimer Vinkonurnar Ragnheiður Kristín Karlsdóttir og Gunnhildur Skaftadóttir kynntust í gegnum Alzheimersamtökin fyrir rúmum áratug eftir að eiginmenn þeirra greindust með sjúkdóminn. Báðir höfðu þeir þurft að bíða í mörg ár frá því að fyrstu einkenni komu þar til þeir voru greindir, sem fékk mjög á fjölskyldur þeirra. 16.6.2022 07:00
Braut glas á höfði manns Tilkynnt var um líkamsárás á veitingastað rétt fyrir miðnætti niðri í bæ. Kona braut þá glas á höfði manns og var lögregla kölluð til. Konan var komin á annað veitingahús þegar lögregla mætti á staðinn en þar var hún handtekin. Hún var með sár á fingrum og því fyrst flutt til aðhlynningar á bráðadeild áður en hún var vistuð í fangageymslu lögreglu. 16.6.2022 06:23
Endurgreiðslur til kvikmyndaframleiðenda verða 35 prósent Alþingi samþykkti í kvöld frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra sem kveður á um 35 prósent endurgreiðslu til kvikmyndaframleiðenda. 16.6.2022 00:49
Mega selja áfengi á framleiðslustað um mánaðamótin Frumvarp um að heimila sölu á áfengi á framleiðslustað var samþykkt sem lög á Alþingi nú í kvöld. Lögin taka gildi um mánaðamótin. 15.6.2022 23:59
Kalla eftir auknum stuðningi við aðstandendur Alzheimersjúklinga Dæmi eru um að makar alzheimersjúklinga hafi misst heilsu og jafnvel dáið á undan mökum sínum vegna óhóflegs álags. Þeir kalla eftir auknum stuðningi frá heilbrigðisyfirvöldum. 15.6.2022 21:00
Össur vill kalla Kristrúnu til forystu Össur Skarphéðinsson, fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, kallar eftir því í færslu á Facebook að Samfylkingin geri Kristrúnu Frostadóttur að formanni sínum. Hann segir Kristrúnu vera einu manneskjuna sem andstæðingar flokksins vilji ekki sem formann. 15.6.2022 19:38
Milljónir tapist vegna hvatakerfis fasteignasala Haukur Viðar Alfreðsson, doktorsnemi í hagfræði, hefur undanfarnar vikur vakið máls á slæmri stöðu á fasteignamarkaði og gagnrýnt feitar söluþóknanir fasteignasala. Í skoðanagrein sem Haukur birti á Vísi í dag bendir hann á að hvatakerfi fasteignasala sé þannig uppbyggt að betra sé fyrir fasteignasala að selja eignir hratt á lágu verði fremur en að bíða lengur og fá betra verð. 15.6.2022 19:25
„Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“ Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. 15.6.2022 19:01
„Kaupfélag Skagfirðinga virðist í sérstökum verndarflokki hjá þessari ríkisstjórn“ Alþingi samþykkti í dag þriðja áfanga rammaáætlunar með 34 atkvæðum. Sjö greiddu atkvæði á móti en fimmtán sátu hjá. Bjarni Jónsson í Vinstri grænum greiddi atkvæði gegn áætluninni, einn stjórnarliða. 15.6.2022 18:08
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. 15.6.2022 18:01
Lúðvík fær ekki að áfrýja dómi í meiðyrðamáli sínu til Hæstaréttar Hæstiréttur hafnaði ósk Lúðvíks Bergvinssonar um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn ritstjóra Viðskiptablaðsins og útgáfufélags þess. Málið var ekki talið hafa verulegt almennt gildi. 15.6.2022 17:30
Byggja hagkvæmt húsnæði í Reykjavík, fyrir fugla Tólf fuglahúsum hefur verið komið fyrir við göngugötur, græn svæði og torg í miðborg Reykjavíkur. Staðsetning húsanna er hugsuð til að skapa sýnileika fyrir almenning og vekja athygli á fuglum í umhverfinu. 15.6.2022 17:05
Flúor ekki mælst meiri í lofti og lömbum við Grundartanga Magn flúors var óvenjuhátt í kringum iðnaðarsvæðið á Grundartanga á seinasta ári þar sem Norðurál, Alur Álvinnsla og Elkem eru meðal annars með starfsemi. Þá var styrkur brennisteinstvíoxíðs og brennisteinsvetnis með því hæsta sem mælst hefur. 15.6.2022 16:28
Vilja henda bragðbanni út úr baggfrumvarpi Willums Meirihluti velferðarnefndar Alþingis hefur lagt til að ákvæði í frumvarpi heilbrigðisráðherra um bann við innflutningi, framleiðslu og sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni verði fellt á brott. 15.6.2022 16:17
Jón Magnús leiðir viðbragðsteymið um bráðaþjónustuna Jón Magnús Kristjánsson hefur verið ráðinn í tímabundið verkefni til að leiða viðbragðstreymi heilbrigðisráðuneytisins um bráðaþjónustu í landinu vegna alvarlegrar stöðu innan hennar. 15.6.2022 14:42
Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. 15.6.2022 13:48
Edda Hermannsdóttir nýr stjórnarformaður UNICEF Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, er nýr stjórnarformaður landsnefndar UNICEF á Íslandi. Edda tekur við af Óttarri Proppé sem hefur verið stjórnarformaður frá júní 2021 og setið í stjórn UNICEF á Íslandi frá árinu 2019. 15.6.2022 13:29
Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15.6.2022 13:09
Rammaáætlun í gegnum þingið í fyrsta skipti í níu ár Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á Alþingi rétt í þessu. 34 greiddu atkvæði með málinu, sjö greiddu atkvæði á móti því en fimmtán sátu hjá. Einn stjórnarþingmaður, Bjarni Jónsson í Vinstri grænum, greiddi atkvæði gegn áætluninni. 15.6.2022 12:41
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra en tilkynnt var um það í morgun að veðsetningarhlutfall fyrir fyrstu kaupendur yrði lækkað úr 90% í 85%. 15.6.2022 11:33
Landsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum í nóvember Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda landsfund flokksins í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Á landsfundi er stefna flokksins mótuð og kosið í embætti formanns, varaformanns og ritara. 15.6.2022 11:10
Taka fyrir 25 af 70 umsóknum um ríkisborgararétt Þingflokkar hafa náð saman um að taka fyrir 25 af 70 umsóknum um ríkisborgararétt sem Alþingi hefur borist. Því virðist búið að ná samkomulagi um öll atriði í þinglokasamningum sem þýðir að þinglokin ættu að ganga smurt fyrir sig. Þingið klárast í kvöld eða í fyrramálið. 15.6.2022 10:13
Bólusetning við bólusótt veiti 85 prósent vernd gegn apabólu Bólusetning við bólusótt virðist veita í það minnsta 85 prósent vernd gegn apabólu. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar á Vísindavefnum við spurningunni: „Eru þeir sem fengu bólusetningu við kúabólu með ónæmi við apabólu?“. 15.6.2022 09:47
Þingfundur stóð fram á nótt og fram haldið í dag Þingfundur stóð fram til klukkan 1:30 í nótt en nú styttist í að þingið fari í sumarfrí. 15.6.2022 07:42
Framsóknarflokkurinn bætir við sig Framsóknarflokkurinn bætir við sig fimm prósentum á milli kannanna hjá Fréttablaðinu en í nýjustu könnun blaðsins sem Prósent framkvæmdi mælist flokkurinn með 17,3 prósent. 15.6.2022 06:45
Svínaði fyrir lögreglubíl númerslaus, undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda Það var nóg um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt samkvæmt dagbók lögreglu. Þónokkrir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. 15.6.2022 06:20
„Ég er algjörlega sammála, þetta er bara viðbjóðslegt“ Forstjóri flugfélagsins Play tekur undir að hótel sem farþega var boðið eftir að flugferð félagsins var aflýst hafi verið óboðlegt. Hann segir lítið annað hægt að gera en að biðjast afsökunar og læra af reynslunni. 14.6.2022 23:40
Vill láta fjarlægja minnisvarða um borgaralega óhlýðni Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hvatti Birgi Ármannson, forseta Alþingis, til að fjarlægja listaverkið Svörtu keiluna sem er staðsett fyrir utan Alþingishúsið í ræðu sinni á þinginu í dag. Listaverkið er eftir Santiago Sierra og var sett niður árið 2012 sem minnisvarði um borgaralega óhlýðni. 14.6.2022 22:50
Enginn fær þá rammaáætlun sem hann vill Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að enginn fái það sem hann vill í þeim breytingum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á rammaáætlun. Hún vísar því á bug að tillögunar séu aðför að náttúrunni. 14.6.2022 22:00
Hálft ár síðan verkinu átti að ljúka og vegfarendur bíða spenntir eftir verklokum Mikil óánægja er meðal íbúa og vegfarenda í Hlíðahverfi vegna frágangs á hjóla- og göngustíg við Litluhlíð, semátti að klára átti í byrjun árs en er enn ekki hægt að nota. Hjólreiðamaður segir aðförina að einkabílnum ekkert miðað við þá að reiðhjólum. 14.6.2022 21:31
Segir skyldu félagsins að reyna að sporna við hækkun á vöruverði til neytenda Framkvæmdastjóri Krónunnar segir það skyldu félagsins að reyna að sporna við hækkun á vöruverði til neytenda. 14.6.2022 21:00
Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. 14.6.2022 19:50
„Ekkert sérstakt veður“ á þjóðhátíðardaginn Útlit er fyrir blautt veður býsna víða á landinu á þjóðhátíðardaginn 17. júní sem haldinn verður hátíðlegur næsta föstudag. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni segir allt benda til þess að ekkert sérstakt veður muni leika við landsmenn á föstudag. 14.6.2022 19:23
Ósætti um veitingu ríkisborgararéttar gæti sett þinglok í uppnám Þó þingflokkar hafi náð saman um heildarramma þingloka standa örfá mál eftir sem ekki hefur enn tekist að ná sátt um. Samkvæmt heimildum fréttastofu er veiting ríkisborgararéttar þar stærst og enn lengst á milli flokkanna í því. Nái þeir ekki saman um það í kvöld eða snemma á morgun gæti þetta sett þinglok í algert uppnám. 14.6.2022 19:22
Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld. 14.6.2022 19:00
Klökknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu við rammaáætlun Stjórnarþingmaðurinn Bjarni Jónsson klöknaði í ræðustól þegar hann lýsti andstöðu sinni við breytingar á rammaáætlun í umræðum um málið á Alþingi nú síðdegis. Hann sagði dapurlegt að sterkari náttúruverndartaug væri ekki að finna í samstarfsflokkum Vinstri grænna í ríkisstjórn. 14.6.2022 18:36