Fleiri fréttir

Rúta fór út af við Efstadal

Rúta fór út af veginum við Efstadal austur af Laugarvatni upp úr klukkan eitt eftir hádegi í dag. Hópur fólks var í bílnum en allir sluppu óhultir og bílstjórinn var einn fluttur til læknisskoðunar. 

Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak

Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum.

Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti

Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag.

Fjölgar at­vinnu­leyfum fyrir leigu­bíla um hundrað

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að fjölga atvinnuleyfum fyrir leigubifreiðaakstur um hundrað á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, eða svokölluðu „takmörkunarsvæði I“.

Styttan aftur á stall við hátíðlega athöfn á morgun

Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur verður sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á morgun. Henni var stolið í vor og komið fyrir í öðru listaverki. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ segir gjörninginn hafa vakið meiri áhuga á sögu Guðríðar.

D'Hondt haukur í horni xD í Garðabæ

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins bar sig vel eftir sveitarstjórnarkosningar þrátt fyrir tap flokksins víðs vegar um landið. Bjarni nefndi höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ til vitnis um sterka stöðu flokksins en þá stöðu getur Bjarni meðal annars þakkað D'Hondt.

Þurfa að segja upp öllum hjúkrunar­fræðingum fyrir mánaðar­mót

Öllum hjúkrunarfræðingum á Læknavaktinni verður sagt upp fyrir mánaðarmót þar sem til stendur að færa símaráðgjöf yfir til Heilsugæslunnar. Fagstjóri hjúkrunar hjá Læknavaktinni á Læknavaktinni segir það óskiljanlegt að yfirvöld ætli að færa þjónustuna á milli staða í ljósi stöðunnar innan heilbrigðiskerfisins.

Segir skýringar ráð­herra á laga­grund­velli brott­vísana villandi

Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna.

„Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“

Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma sé haturso. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um niðurstöður Barnaþings sem haldið var á dögunum en skýrla þingsins var afhent ríkisstjórninni í morgun.

Þrír nýir skrif­stofu­stjórar í nýja ráðu­neytinu

Sigríður Valgeirsdóttir, Ari Sigurðsson og Jón Vilberg Guðjónsson hafa öll tekið við stöðum skrifstofustjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Ráðherrann Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skipaði þau Sigríði og Ara að undangenginni auglýsingu og þá hefur Jón Vilberg verið fluttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu yfirstjórnar í ráðuneytinu.

Davíð Þór biðst afsökunar á ummælum um Katrínu

Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og fyrrverandi sambýliskonu, í samtali við mbl.is í gærkvöldi.

Mis­steig sig illa á Úlfars­felli

Starfsmenn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu komu konu til aðstoðar sem hafði misstigið sig illa í göngu á Úlfarsfelli í gær.

Vill dusta rykið af áformum um nýja flugstöð í Reykjavík

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir tímabært að dusta rykið af áformum um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Nærri tvö ár eru síðan áform um að byggja nýja flugstöð voru kynnt en gert er ráð fyrir að hún verði um sextán hundruð fermetrar að stærð.

Dásamlegt að vera sauðfjárbóndi

Botnótt og golsótt lömb eru í miklu uppáhaldi hjá sauðfjárbónda á Bjarnarhöfn í Helgafellssveit á Snæfellsnesi en á búin eru fjögur hundruð og tuttugu fjár. Lömbin eru mörkuð tveggja daga gömul.

„Við ætlum bara að vanda okkur og láta verkin tala“

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu í dag meirihluta í Kópavogi en Sjálfstæðismenn halda bæjarstjórnarstólnum. Verðandi bæjarstjóri kveðst spennt fyrir verkefninu og segir góðan samhljóm milli flokkanna. Meirihlutaviðræður standa enn yfir í nokkrum sveitarfélögum víða um land, tólf dögum eftir kjördag. 

Rjómablíða í borginni liðkaði fyrir viðræðum

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að meirihlutaviðræður í Reykavík gangi vel. Hún leyfir sér að vera bjartsýn á að flokkarnir nái saman, en treystir sér ekki til að segja hvenær það verði.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Meirihlutar hafa verið myndaðir í flestum sveitarfélögum landsins. Nýr meirihluti hefur verið myndaður á Akureyri og Ásdís Kristjánsdóttir var kynnt sem nýr bæjarstjóri í Kópavogi í dag.

Al­þingi verði að koma á­fengis­lög­gjöf til nú­tímans

Í formála ársskýrslu ÁTVR skrifar forstjóri ríkisfyrirtækisins, Ívar Arndal, að ef vefverslun einkaaðila með áfengi verði leyfð á Íslandi, sé smásala innanlands í raun gefin frjáls. Dómsmálaráðherra telur nauðsynlegt að stigin verði skref í átt að frjálsari sölu áfengis.

Flóttamönnum gengið misvel að finna leiguhúsnæði

Misjafnlega hefur gengið hjá flóttamönnum frá Úkraínu að finna leiguhúsnæði en hópi fólks var gert að yfirgefa Hótel Sögu í vikunni til að rýma fyrir komu annarra. Aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna segir fólkið fá aðstoð við leitina en staðan á leigumarkaði sé slæm. Verið er að finna fleiri lausnir til að bregðast við auknum fjölda.

Ás­dís verður bæjar­stjóri

Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, verður bæjarstjóri Kópavogs samkvæmt nýjum málefnasamningi flokksins við Framsókn.

Kynntu mál­efna­samning í Kópa­vogi

Klukkan í dag þrjú hefst blaðamannafundur í Gerðasafni í Kópavogi þar oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bænum kynna nýjan málefnasamning.

Drógu vélarvana bát í land

Björgunarsveit í Hafnarfirði var kölluð út snemma í morgun vegna vélarvana báts sem rak hratt að landi.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Maður sem myrti fjölda barna í skotárás í skóla í Texas í Bandaríkjunum greindi frá fyrirætlunum sínum á samfélagsmiðlum. Aðgerðaleysi lögreglu er gagnrýnt. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Hvergerðingar gera ráð fyrir rúmlega hundrað milljónum króna í bætur

Fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðis segir framtíð Hamarshallarinnar, sem varð mikið bitbein í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum, alfarið vera í höndum nýrrar bæjarstjórnar. Þá segir hann að gert sé ráð fyrir því að tjónabætur vegna hallarinnar muni nema 108 milljónum króna.

Fimm á slysa­deild eftir að eldur kom upp

Fimm voru fluttir á slysadeild eftir að eldur kom upp í herbergi í fjölbýlishúsi við Miklubraut um klukkan níu í morgun. Enginn er þó alvarlega slasaður en grunur er um að fólkið hafi fengið reykeitrun.

Ók rafhlaupahjóli á kyrrstæða bifreið

Klukkan rétt rúmlega tvö í nótt voru tvö rafhlaupaslys í miðbænum tilkynnt til lögreglu. Í því fyrra hafði rafhlaupahjóli verið ekið á kyrrstæða bifreið og í því seinna hafði ökumaður misst stjórn á farartækinu þegar hann var með farþega á hjólinu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Sjá næstu 50 fréttir