Fleiri fréttir

Flestir strikuðu yfir Þórhall Jónsson

Á Akureyri voru það aðallega kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem strikuðu yfir nöfn frambjóðenda í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Strikað var yfir nöfn þeirra alls 120 sinnum. Af frambjóðendunum var það Þórhallur Jónsson í þriðja sæti listans sem fékk flestar útstrikanir, 81 talsins. 

Hlut­kesti skilaði Jóni Inga í sveitar­stjórn í Tálkna­firði

Óbundnar kosningar til sveitarstjórnar í Tálknafjarðarhreppi fóru fram á laugardaginn sem þýðir að allir íbúar voru í framboði. Jóhann Örn Hreiðarsson hlaut flest atkvæði, en hlutkesti réði ríkjum hver tók fimmta sætið í nýrri sveitarstjórn.

Ný sýn hélt meiri­hluta sínum í Vestur­byggð

N-listi Nýrrar sýnar hélt meirihluta sínum í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru á laugardag. Listinn fékk fjóra menn kjörna líkt og í kosningunum 2018, og D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra þrjá kjörna.

Jón Páll á­fram bæjar­stjóri þrátt fyrir valda­skiptin

Jón Páll Hreinsson verður endurráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík þrátt fyrir að Sjálfstæðismenn hafi misst meirihlutann í bæjarstjórn. K-listi Máttar meyja og manna bættu við sig manni og náðu inn fjórum mönnum af sjö í bæjarstjórn í kosningunum um helgina.

Þorgeir sneri aftur til Strandabyggðar og vann sigur

T-listi Strandabandalagsins vann sigur í sveitarstjórnarkosningum í Strandabyggð á laugardaginn. Oddviti listans er Þorgeir Pálsson, fyrrverandi sveitarstjóri Standabyggðar, sem var sagt upp í apríl 2020.

Sterkasta vígi Sjálf­stæðis­flokksins er í Ölfusi

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, fagnar niðurstöðunum í sveitarstjórnarkosningunum um helgina. Elliði hefur lagst yfir tölurnar og fundið út úr því að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst hærra í sveitarfélaginu.

Ræðir íslensku við Apple, Amazon og Microsoft

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hélt í gærkvöldi til Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hann leiðir íslenska sendinefnd á fund bandarískra stórfyrirtækja í tækniiðnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu.

Eins og búið sé að taka pólitík úr stjórn­málunum

Kjörsókn var ljómandi framan af í gær en þegar líða fór á dagin dró úr henni. Í tíu stærstu sveitarfélögum landsins var kjörsókn rétt um og yfir sextíu prósent. Prófessor í stjórnmálafræði telur rólega kosningabaráttu og breytt kosningalög skýra dræma kjörsókn.

Eldur í ruslagámi við Ánanaust

Eldur kviknaði í ruslagámi við Ánanaust í morgun. Engin hætta skapaðist samkvæmt varðstjóra hjá Slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu. 

„Við fórum yfir stöðuna og á­kváðum að halda saman“

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir að oddvitar meirihlutaflokkanna hafi á fundi í gær ákveðið að „halda saman“. Miklar vangaveltur eru uppi um hvaða flokkar muni mynda meirihluta í borgarstjórn en meirihlutinn féll í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. 

Mun byrja á því að ræða við Rósu

Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði, segir að Framsóknarmenn muni fyrst eiga viðræður við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar og oddvita Sjálfstæðismanna, í vikunni um hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi meirihlutasamstafi flokkanna í bæjarstjórn.

Réðst á ökumann undir stýri

Tilkynnt var um líkamsárás í Kópavogi á ellefta tímanum í gærkvöldi þar sem kona og maður virðast hafa ráðist á þriðja mann.

Stærsti skjálftinn 3,0 að stærð í nótt

Heldur rólegra var um að litast á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar í nótt eftir ákafa hrinu á Reykjanesskaga síðustu dag sem olli því að lýst var yfir óvissustigi Almannavarna.

Ók á 200 kílómetra hraða og komst undan

Lögreglan veitti ökumanni bifreiðar eftirför um klukkan sjö í gærkvöldi. Atburðarrásin hófst í miðbænum þar sem tilkynnt var um ölvaðan ökumann.

„Þetta var ofbeldi, ekki einhver andleg vinna“

Áróra Helgadóttir, heilbrigðisverkfræðingur og jógakennari, sagði í Kompás frá reynslu sinni af eins konar sértrúarsafnaðarsamfélagi utan borgarmarkanna þar sem hún var beitt ítekuðu ofbeldi, gaslýsingu og kærleikskæfingu. Hún komst loks í burtu með klækjum, eftir að hafa misst tengslin við raunveruleikann og hætt að trúa sínu eigin innsæi.

Ó­vissu­stigi lýst yfir vegna skjálftanna á Reykja­nesi

Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar á Reykjanesskaga. Nokkurrar skjálftavirkni hefur gætt þar að undanförnu, en í dag mældist til að mynda einn skjálfti af stærðinni 4,3.

Líf úti­lokar þátt­töku í meiri­hluta­sam­starfi

Líf Magneudóttir, oddviti og eini borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík, hefur tjáð samstarfsfélögum sínum í fráfarandi meirihluta að Vinstri græn muni ekki sækjast efir því að taka þátt í viðræðum um meirihlutasamstarf.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna. Meirihlutinn í Reykjavík er falinn. Við fjöllum ítarlega um kosningarnar í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30. Við ræðum við Eirík Bergmann prófessor í stjórnmálafræði um dræma kjörsókn.

Konurnar sem skráðu sig á spjöld sögunnar í nótt

Tímamót urðu á að minnsta kosti tveimur vígstöðvum eftir að talið var upp úr kjörkössunum í nótt. Yngsti borgarfulltrúi sögunnar náði kjöri í Reykjavík og gamalreyndur bæjarfulltrúi verður fyrst kvenna bæjarstjóri á Ísafirði. Þær eru spenntar fyrir komandi verkefnum.

Göngunum lokað vegna bilaðs bíls

Hvalfjarðargöngunum var lokað um tíma í dag eftir að bíll bilaði þar. Kalla þurfti til dráttarbíl en samkvæmt vegfarendum mynduðust langar biðraðir við göngin.

Fjóla og Bragi bæjarstjórar í Árborg?

Sjálfstæðismenn í Árborg hafa náð völdum sínum á ný því þeir náðu hreinum meirihluta með sex menn í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningunum. Oddviti Samfylkingarinnar segir aldrei gott að hafa hreinan meirihluta. Oddviti Miðflokksins segir gott að fá frí frá pólitíkinni og geta sinnt börnum sínum meira.

Pawel segir Viðreisn vilja í starfhæfan meirihluta

Pawel Bartoszek datt út úr borgarstjórn í nýafloknum sveitarstjórnarkosningum. Hann var annar maður á lista Viðreisnar sem náði einungis einum manni inn. Hann segir að ekki fyrirfinnist sá stjórnmálamaður sem er sáttur við að fá minna fylgi en síðast.

Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi

Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag.

Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni:  Máni Péturs vann kosningarnar

Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag.

Afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi

Hik í uppbyggingu í samgöngumálum og afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi fyrir metnað Íslendinga í loftslagsmálum, að sögn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Ráðherra Sjálfstæðisflokks segir úrslitin í Reykjavík kröfu um breytingar.

Framsókn sigurvegari á landsvísu

Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta.

Sjá næstu 50 fréttir