Fleiri fréttir

Svona var 196. upplýsingafundurinn vegna Covid-19
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn munu fara yfir stöðu mála í faraldrinum á upplýsingafundi almannavarna í dag klukkan 11:00.

Hilda Jana vill áfram leiða lista Samfylkingarinnar á Akureyri
Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp lista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara í maí næstkomandi. Þetta var ákveðið á almennum félagsfundi flokksins í gærkvöldi.

Björgunarskip í Sandgerðishöfn skemmdist í óveðrinu
Björgunarskipið Hannes Hafstein sem Björgunarbátasjóður Suðurnesja rekur skemmdist mikið í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær.

Biðtíminn styttist eitthvað en fyrri yfirlýsingar „alls ekki raunhæfar“
Landspítalinn mun hefja rannsóknir á leghálssýnum um næstu mánaðamót. Yfirlæknir Samhæfingarstöð krabbameinsskimana segir biðtímann eftir svörum mögulega munu styttast en fyrirheit sem gefin voru þegar skimanirnar fluttust frá Krabbameinsfélaginu hafi ekki verið raunhæf.

Slökkvilið sinnti fjölda útkalla vegna lægðarinnar
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla í gær vegna lægðarinnar sem gekk yfir landið með tilheyrandi roki á höfuðborgarsvæðinu.

Stöðvuðu fíkniefnaakstur ökumanns með Covid-19
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði skömmu eftir miðnætti ökumann sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn er auk þess Covid-smitaður og átti því að vera í einangrun.

3.000 Íslendingar fá ávísað mörgum ávanabindandi lyfjum á sama tíma
Aldrei hafa fleiri Íslendingar leyst út jafn margar tegundir af ávanabindandi lyfjum heldur en í fyrra. Íslenskur almenningur notar sömuleiðis mun meira af tauga- og geðlyfjum en fólk annars staðar á Norðurlöndum.

Tré rifnuðu og trampolín fuku
Björgunarsveitir víðs vegar af landinu hafa haft í nógu að snúast í dag vegna veðurofsans sem gekk yfir landið. Verkefnin snerust að miklu leyti um að koma í veg fyrir tjón af völdum foks.

Ragnhildur vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi
Ragnhildur Jónsdóttir, hagfræðingur og varabæjarfulltrúi, mun gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í prófkjöri flokksins þann 26. febrúar næstkomandi.

Formanni VG í Reykjavík finnst áform um landfyllingu galin
Formaður Vinstri grænna í Reykjavík leggst harðlega gegn áformum meirihlutans í borginni um að gera landfyllingu í náttúrulega fjöru í Skerjafirði. Þetta fari gegn náttúruverndaráherslum flokksins.

Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör
Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn.

Segir ljós við enda ganganna þrátt fyrir að mjög erfið staða blasi við
Víðir Reynisson segist uggandi yfir þeim breytingum sem voru kynntar í dag en telur engu að síður að um stórt og mikilvægt skref hafi verið að ræða. Gera má ráð fyrir að fleiri muni greinast smitaðir á næstunni og þarf fólk að vera undir það búið. Hann sér þó fram á bjartari tíma í vor.

Enn skelfur við Húsafell
Jarðskjálfti að stærð 3,3 mældist átján kílómetra suðvestan við Húsafell. Þetta er þriðji skjálftinn á skömmum tíma sem mælist yfir þrjá á svæðinu.

Segir mann sem misnotaði hana enn starfa innan SÁÁ
Fyrrum skjólstæðingur SÁÁ segir að starfsmaður samtakanna hafi misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Meintur gerandi er enn starfandi á vegum samtakanna.

Íslendingar alltaf duglegir að fá sér húðflúr
Ekkert lát er á vinsældum þess að fólk fái sér húðflúr á líkamann og þá eru konur að koma mjög sterkt inn, sem húðflúrarar.

„Staðreyndin er sú að við stöndum núna í skólum með fáar eða litlar varnir“
Nokkur þúsund Íslendingar losna úr sóttkví á miðnætti þegar miklu vægari reglur um sóttkví taka gildi. Um helmingur þeirra sem nú eru í sóttkví eru börn en formaður Félags grunnskólakennara óttast að mörg börn muni veikjast á næstu dögum. Fáar sem engar varnir séu nú í skólum landsins.

„Það er hvergi skjól að hafa“
Það hefur blásið kröftuglega víða um land í dag, svo kröftuglega að strompurinn á Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík þoldi ekki álagið. Veðurfræðingur segir vindáttina gera það að verkum að hvergi sé skjól að hafa á suðvesturhorninu. Það dettur þó allt í dúnalogn um allt land á miðnætti.

Margrét sækist eftir fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Margrét Bjarnadóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ sem fer fram þann fimmta mars næstkomandi. Margrét greinir frá framboðinu á Facebook síðu sinni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Þúsundir Íslendingar losna úr sóttkví á miðnætti þegar miklu vægari reglur um sóttkví taka gildi. Forsætisráðherra segir skrefið marka eðlisbreytingu á baráttunni við faraldurinn. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Engar breytingar á einangrun þrátt fyrir nýjar reglur um sóttkví
Breyttar reglur um sóttkví voru tilkynntar í dag en engu að síður er sóttvarnalæknir harður á því að breytingar verði ekki gerðar á lengd og framkvæmd einangrunar. Hann segir mikilvægt að aflétta í varfærnum skrefum en viðbúið er að fleiri muni greinast í skólum vegna þeirra breytinga sem kyntnar voru í dag.

Þríeykið verður á upplýsingafundi á morgun
Þríeykið mætir enn og aftur til leiks á upplýsingafundi á morgun en almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknir hafa boðað til fundar klukkan ellefu.

Sigurður Ingi segir Sundabraut tilbúna eftir níu ár
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur að Sundabraut geti orðið að veruleika eftir níu ár. Félagshagfræðileg greining sem skilað hafi verið til hans og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær sýni ótvíræðan ábata af mannvirkinu á fyrstu þrjátíu árum þess.

Rótin sendir yfirlýsingu vegna SÁÁ: „Brot Einars gegn konunni er nöturleg valdamisnotkun“
Rótin - félag um málefni kvenna, segist harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁÁ hefur lýst að Einar Hermannsson, fráfarandi formaður félagsins, hafi valdið henni. Brotin séu nöturleg valdamisnotkun stjórnarmannsins.

Veðurofsinn gengur yfir í kvöld og nótt
Millilandaflug fór úr skorðum í morgun vegna vonskuveðurs. Sjö flugferðum var aflýst og sex flugferðum seinkað fram á kvöld. Einnig hefur orðið röskun á innanlandsflugi en spáð er vondu veðri víðast hvar í dag.

Kynna afléttingaáætlun fyrir Ísland á föstudag
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra minnir á að Landspítalinn starfi enn á neyðarstigi. Gæta þurfi bæði jafnræðis og meðalhófs við ákvarðanir. Tíu manna samkomubann er áfram í gildi í landinu en Willum boðar kynningu á afléttingaráætlun á föstudag.

Miklar breytingar á sóttkví
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á sóttkví hér á landi. Frá og með miðnætti mun fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát.

Vissi ekki af vændiskaupunum og furðar sig á umfjöllun Stundarinnar
Starfsfólk embættis landlæknis var ekki kunnugt um vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ. Talsmaður embættisins furðar sig á að það sé dregið inn í þetta mál í umfjöllun Stundarinnar.

Stjórnin fundi um málið á næstu dögum
Stjórnarmaður SÁÁ segir að stjórnin hafi fengið upplýsingar um vændiskaup þáverandi formanns samtakanna á föstudaginn. Stjórnin mun funda um málið á næstu dögum.

Íslendingar nota mest af hættulegum lyfjum
Íslendingar nota langmest af tauga- og geðlyfjum af öllum Norðurlandaþjóðunum. Fíknigeðlæknir segir það séríslenskt, og mjög banvænt, að blanda saman mörgum ávanabindandi lyfjum en halda sig ekki við eitt kjörefni. Þetta gerir afeitrun og meðferð sömuleiðis flóknari og fólk fellur frekar vegna þess að freistingarnar eru út um allt.

Þingmaður VG segist hafa verið misnotaður af starfsmanni SÁÁ
Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa verið misnotuð af starfsmanni á Staðarfelli, sem var meðferðarheimili SÁÁ í Dölum. Hún segir sína sögu ekki einsdæmi og segir hallarbylltingu og yfirmannahrókeringar ekki duga til, breyta þurfi menningunni innan samtakanna.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum greinum við frá ákvörðun ráðherra um breytingar á reglum í kórónuveirufaraldrinum en búist er við tíðindum af ríkisstjórnarfundi sem enn stendur yfir.

Í basli á leið yfir Hellisheiði
Appelsínugul viðvörun er á suðvesturhorni landsins en afar hvasst er á þessum hluta landsins. Öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun var aflýst og bílar eiga sumir hverjir í basli með að komast yfir Hellisheiðina.

1.558 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri
1.558 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 55 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst innanlands á einum sólarhring hér á landi frá upphafi faraldursins, en fyrri metdagur var 30. desember síðastliðinn þar sem 1.553 greindust innanlands.

Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu
Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku.

37 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19
37 sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél.

Andlát vegna Covid-19
Karlmaður á áttræðisaldri lést vegna Covid-19 á gjörgæslu Landspítalans í gær.

Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu
Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið.

Riða greindist í kind sem send var til slátrunar
Nýverið barst Matvælastofnun tilkynning um að riða hafi greinst í sýni úr fé sem sent var til slátrunar. Um var að ræða sýni úr kind frá bænum Sporði á Vatnsnesi en sauðfjárbússkap var hætt þar í haust og ekkert fé lengur á bænum.

Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs
Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring.

Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag”
Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs.

Ísland í 13. til 18. sæti á nýjum spillingarlista Transparency International
Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland lækkar þar um eitt sæti og skipar nú 13. til 18. sætið á listanum. Danmörk, Finnland og Nýja-Sjáland skipa efstu þrjú sætin, það er að minnst spilling mælist þar samkvæmt mælingu TI.

Umferðarslys á Bústaðarvegi, Kringlumýrarbraut og Nýbýlavegi í gærkvöldi
Nokkuð var um umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Um klukkan hálf níu í gærkvöldi var tilkynnt um bílveltu á Bústaðarvegi en þar urðu þó ekki slys á fólki.

Elsti St. Bernhards hundur landsins elskar banana og ætlar að verða hundgamall
Næst kynnumst við elsta St. Bernhards hundi landsins sem átti tíu ára afmæli fyrir helgi. Hann kýs banana fram yfir kjöt og á stóran aðdáendahóp.

Lögin skýr um að það beri að aflétta þegar forsendurnar eru brostnar
Fjármálaráðherra segir að heilbrigðisráðherra beri skylda til að líta til fleiri þátta heldur en sóttvarnalæknir telur upp þegar kemur að takmörkunum. Hann bendir að þróunin sé jákvæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir, forsendur fyrri aðgerða séu brostnar, og því beri að aflétta.

Hálfdapurleg viðtöl úr fyrri hálfleik í Laugardalshöll
Bjartsýnin réð ríkjum þegar nokkur fjöldi fólks var bólusettur yfir leik landsliðsins gegn Króötum í dag. Enda lokaði í bólusetningunni í hálfleik.