Íslendingar nota mest af hættulegum lyfjum Sunna Valgerðardóttir skrifar 25. janúar 2022 12:00 Vísir/Adelina Íslendingar nota langmest af tauga- og geðlyfjum af öllum Norðurlandaþjóðunum. Fíknigeðlæknir segir það séríslenskt, og mjög banvænt, að blanda saman mörgum ávanabindandi lyfjum en halda sig ekki við eitt kjörefni. Þetta gerir afeitrun og meðferð sömuleiðis flóknari og fólk fellur frekar vegna þess að freistingarnar eru út um allt. Svíar nota næst-mest á eftir Íslendingum af ávanabindandi lyfjum á Norðurlöndunum, en við notum samt 30 prósent meira heldur en þeir. Íslendingar eru langefstir þegar kemur að morfínskyldum verkjalyfjum, eða ópíóíðum, þunglyndislyfjum, róandi og örvandi lyfjum. Og hafa ber í huga að þetta eru tölur úr gagnagrunnum heilbrigðisyfirvalda sem byggja á ávísunum frá læknum, en nær ekki til ólöglega markaðarins. Banvænn kokteill Sigurður Örn Hektorsson, fíknigeðlæknir og fyrrverandi yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans, segir þessa lyfjaneyslu Íslendinga ekki bara flókna, heldur stórhættulega. „Ef fólk ætlar að hafa það hugfast þegar það er að neyta þessara efna, að nota saman þessi svokölluðu bensólyf, eins og valíum eða stesólíd eða xanax eða alprasólam, með ópíóíðum. Það er dálítið banvænn kokteill, því miður.” Fjallað var um hinn nýja ópíóíðafaraldur á Íslandi í fréttaskýringaþættinum Kompás í gær. Við vinnslu þáttarins var rætt við fjölda sérfræðinga um þróun faraldursins hér síðustu ár. Sumir sögðu það nokkra einföldun að tala um faraldur vegna ópíóíða eingöngu. Vandamálið væri enn stærra og flóknara og snúi að ofneyslu blandaðra lyfja. Og fjöllyfjanotkun með ávanabindandi lyfjum er alltaf að aukast. Við eigum okkur ekki kjörefni í neyslunni Sigurður Örn vann lengi í Kaliforníu í Bandaríkjunum, meðal annars í fangelsum. Fíklarnir þar eiga langflestir sitt kjörefni, eins og heróín, amfetamín eða róandi. „Á Íslandi er miklu meira um blandaða neyslu, þar sem er blandað saman kókaíni, ópíóíðum, bensólyfjum, kannabis, áfengi. Það gerir meðferðina ennþá flóknari, afeitrunin er flóknari og erfiðari, og líka held ég að þetta hafi þau áhrif að fólk fellur fyrr þegar það fellur,” segir hann. Fólk byrjar ekkert ósjaldan á því að drekka áfengi. Svo kemur kókaínið, svo bensó svo ópíóíðarnir. Þetta getur verið í öllum samsetningum, en þetta er mjög sláandi. „Því efnin þín eru út um allt. Það er svo mikið framboð og hætta á því að þegar þú byrjar að nota eitt efni þá ertu farinn að nota annað efnið og svo þriðja efnið og fjórða efnið. Og það getur endað illa.” Kompás Heilbrigðismál Fíkn Lyf Tengdar fréttir Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Svíar nota næst-mest á eftir Íslendingum af ávanabindandi lyfjum á Norðurlöndunum, en við notum samt 30 prósent meira heldur en þeir. Íslendingar eru langefstir þegar kemur að morfínskyldum verkjalyfjum, eða ópíóíðum, þunglyndislyfjum, róandi og örvandi lyfjum. Og hafa ber í huga að þetta eru tölur úr gagnagrunnum heilbrigðisyfirvalda sem byggja á ávísunum frá læknum, en nær ekki til ólöglega markaðarins. Banvænn kokteill Sigurður Örn Hektorsson, fíknigeðlæknir og fyrrverandi yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans, segir þessa lyfjaneyslu Íslendinga ekki bara flókna, heldur stórhættulega. „Ef fólk ætlar að hafa það hugfast þegar það er að neyta þessara efna, að nota saman þessi svokölluðu bensólyf, eins og valíum eða stesólíd eða xanax eða alprasólam, með ópíóíðum. Það er dálítið banvænn kokteill, því miður.” Fjallað var um hinn nýja ópíóíðafaraldur á Íslandi í fréttaskýringaþættinum Kompás í gær. Við vinnslu þáttarins var rætt við fjölda sérfræðinga um þróun faraldursins hér síðustu ár. Sumir sögðu það nokkra einföldun að tala um faraldur vegna ópíóíða eingöngu. Vandamálið væri enn stærra og flóknara og snúi að ofneyslu blandaðra lyfja. Og fjöllyfjanotkun með ávanabindandi lyfjum er alltaf að aukast. Við eigum okkur ekki kjörefni í neyslunni Sigurður Örn vann lengi í Kaliforníu í Bandaríkjunum, meðal annars í fangelsum. Fíklarnir þar eiga langflestir sitt kjörefni, eins og heróín, amfetamín eða róandi. „Á Íslandi er miklu meira um blandaða neyslu, þar sem er blandað saman kókaíni, ópíóíðum, bensólyfjum, kannabis, áfengi. Það gerir meðferðina ennþá flóknari, afeitrunin er flóknari og erfiðari, og líka held ég að þetta hafi þau áhrif að fólk fellur fyrr þegar það fellur,” segir hann. Fólk byrjar ekkert ósjaldan á því að drekka áfengi. Svo kemur kókaínið, svo bensó svo ópíóíðarnir. Þetta getur verið í öllum samsetningum, en þetta er mjög sláandi. „Því efnin þín eru út um allt. Það er svo mikið framboð og hætta á því að þegar þú byrjar að nota eitt efni þá ertu farinn að nota annað efnið og svo þriðja efnið og fjórða efnið. Og það getur endað illa.”
Kompás Heilbrigðismál Fíkn Lyf Tengdar fréttir Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00