Fleiri fréttir

1.191 greindist innan­lands í gær

1.191 greindist með kórónuveiruna innan­lands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 41 greindist á landamærum. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum greinum við frá ákvörðun ráðherra um nýjustu sóttvarnaaðgerðir, að því gefnu að ríkisstjórnarfundi verði lokið í tíma.

Inga skaut fast í ýmsar áttir í fjörugu viðtali

Nýr heilbrigðisráðherra, stjórnvöld, þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni, fjölmiðlamaðurinn Einar Þorsteinsson og kaffið í Bylgjustúdíóinu á Suðurlandsbraut fengu að heyra það þegar Inga Sæland mætti í viðtal í Bítið í morgun.

Viðbrögð Willum við minnisblaði Þórólfs

Ríkisstjórnin situr á reglulegum þriðjudagsfundi sínum í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu þar sem til umræðu er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tillögur vegna stöðunnar í faraldrinum hér á landi.

39 nú á Land­spítala með Co­vid-19

39 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um tvo síðan í gær. Sjö eru á gjörgæslu líkt og í gær og af þeim eru fjórir í öndunarvél. Eitt barn á fyrsta ári liggur inni vegna Covid-19.

Skúli vill þriðja sætið

Skúli Þór Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Skúli skipaði þriðja sætið á lista flokksins fyrir fjórum árum.

Ferðaþjónustuaðilar frekar bjartsýnir

Þeir sem reka ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi virðast frekar bjartsýnir fyrir árið sem nú er nýhafið ef marka má nýja könnun. Þar segist forsvarsfólk ferðaþjónustufyrirtækja telja að samkeppnisstaða Íslands sem áfangastaðar muni styrkjast, eða standa í stað á milli ára.

Fjórða andlátið á árinu af völdum Covid-19

Einstaklingur lést af völdum Covid-19 í gær. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Björn Inga Hrafnsson sem sýnt var frá á Facebook-síðu Viljans.

Með allt niður um sig í vinnunni eftir 30 daga sótt­kví

Maður sem losnaði um helgina úr tæplega þrjátíu daga sóttkví segist hæstánægður með að vera kominn aftur á kreik. Hann telur ekki ólíklegt að hann eigi Íslandsmet í sóttkví og vill taka upp titilinn sóttkvíar-celeb.

Stefnir í litla endur­nýjun í for­ystu flokkanna í borginni

Það verður mikið um kunnugleg andlit í baráttunni um borgina þegar kosið verður til sveitarstjórna eftir 125 daga. Dagur B. Eggertsson tilkynnti í morgun að hann ætlaði að taka slaginn - og láta reyna á þriðja kjörtímabilið sem borgarstjóri.

Kæru Frelsis og ábyrgðar á hendur Lyfjastofnun vísað frá

Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru samtakanna Frelsi og ábyrgð á hendur Lyfjastofnun. Samtökin kærðu ákvörðun stofnunarinnar um að afturkalla ekki markaðsleyfi bóluefnis Pfizer sem ætlað er börnum á aldrinum 5 til 12 ára.

Að­stoðar fólk að nálgast orma­lyf ó­lög­lega

Einn helsti andstæðingur sóttvarnaaðgerða á Íslandi hefur aðstoðað fólk við að nálgast lyfið Ivermektín til meðferðar við Covid-19. Lyfið er lyfseðilskylt og ekki ætlað til meðferðar við Covid-19.

Barnið í bráðri hættu í öðru landi þar sem yfirvöld hafa slökkt á netinu

Barn frá Kastakstan er talið vera í bráðri hættu í heimalandi sínu á meðan foreldrar þess bíða upp á von og óvon á Íslandi eftir ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Barnið er hjá frænku sinni á meðan sýslumaðurinn neitar að flýta meðferð málsins. Enginn veit hvernig eldfimt ástandið þróast í Kasakstan á næstu dögum.

Mæting barna í bólu­setningu langt fram úr vonum

Um fimmtán hundruð grunnskólabörn á aldrinum fimm til ellefu ára mættu í Laugardalshöll í dag til að þiggja bólusetningu gegn Covid-19. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mætinguna hafa farið fram úr björtustu vonum.

Bundinn niður og rændur í Kópavogi

Lögregla var kölluð út um klukkan hálf tólf í dag eftir að ráðist hafði verið á mann inni á heimili hans, hann bundinn og verðmætum rænt. 

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Bólusetning barna hófst í Laugardalshöll í dag. Börnin vor misánægð með sprautuna en virtust öll hrifin af skemmtiatriði ræningjanna þriggja úr Kardemommubænum sem voru mættir á svæðið. Við litum við í höllinni í dag og kíkjum á þau í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna

Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. 

Hélt því fram að fjölskyldan væri bara með veiruna en ekki Covid-19

Sóttvarnalæknir gekk ekki lengra en nauðsyn krefur til að aftra útbreiðslu Covid-19 faraldursins þegar einn af fjölskyldumeðlimum fjölskyldu, sem smitaðist nær öll af Covid-19, var skikkaður í sóttkví. Lögmaður fjölskyldunnar hélt því fram að þeir fjölskyldumeðlimir sem hafi smitast hafi ekki verið með Covid-19 sjúkdóminn, heldur einungis með veiruna sem geti valdið slíkum sjúkdómi.

Reyna að létta stemmninguna fyrir börnin

Lím­miðar, sápu­kúlur og leik­at­riði eru notuð til að reyna að létta stemmninguna við bólu­setningar barna á höfuðborgarsvæðinu sem hófust með skipu­legum hætti í há­deginu í dag. Allt hefur gengið vel fyrir sig þar en tals­vert meiri tími fer í að bólu­setja börn en full­orðna.

Sigursteinn telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mála Hreggviðs

Sigursteinn Másson kvikmyndagerðarmaður með meiru telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mála sem snúa að Hreggviði Jónssyni. Þetta er vegna sama nafns á tveimur óskildum fyrirtækjum: Veritas ehf og Veritas Capital en hér er um tvennt ólíkt að ræða.

Sóttvarnareglubrjótar og heimilisátök á Suðurlandi

Tvö mál komu upp í vikunni í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi þar sem aðilar sem áttu að vera í einangrun vegna Covid-19 eru grunaðir um að hafa virt þá skyldu að vettugi. Málin eru bæði komin á borð ákærusviðs.

„Ég held að þetta geti orðið hörð barátta“

Dagur B. Eggertsson hefur setið lengur í borgarstjórn en nokkur annar sem situr þar nú. Hann hefur verið borgarfulltrúi í 20 ár og þar af átta ár borgarstjóri, og nú segist hann ekki geta hætt við hálfklárað verk.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á kórónuveirufaraldrinum en deilur hafa risið á milli sóttvarnalæknis og fyrrverandi yfirlæknis á Covid-göngudeild Landspítalans um áherslur í baráttunni við veiruna. 

Fjölgar mest í Sið­mennt

Frá byrjun desember hefur fjölgun meðlima í trúfélögum verið mest hjá Siðmennt, en þar hefur fjölgað um 649 meðlimi eða 16,1 prósent.

Árni Þórður enn sofandi í öndunarvél

Líðan Árna Þórðar sonar Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, sem betur er þekktur sem veðurfréttamaðurinn Siggi stormur, er óbreytt. En faðir hans og fjölskylda heldur í vonina.

„Ég sagði aldrei að við ættum að hætta að skima með öllu“

Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, segir að með vangaveltum sínum um hvort vit væri í því að framkvæma jafn mörg PCR-próf og raun ber vitni á hverjum degi hafi hann viljað setja fram vangaveltu um hvernig hægt væri að tækla faraldurinn til lengri tíma litið. Hann hafi hvergi lagt til að hætt yrði að beita PCR-prófum með öllu.

Sinntu tveimur út­köllum í nótt

Bjögunarsveitir voru tvívegis kallaðar út í nótt, en gular viðvaranir voru í gildi á sunnanverðu landinu vegna hvassviðris.

„Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vanga­veltur“

„Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“

Dagur áfram í pólitíkinni

Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu.

Sjá næstu 50 fréttir