Fleiri fréttir

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Neyðarstigi almannavarna verður lýst yfir á þriðjudag vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið, í annað sinn frá upphafi faraldurs. Við ræðum við yfirlögregluþjón hjá almannavörnum og heilbrigðisráðherra um stöðu mála í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Bréf varaþingmannsins sé hræðsluáróður

Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi á dögunum langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. Annar varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segir bréfið hræðsluáróður.

„Það eru engin mann­réttindi að vera í stjórnum fyrir­tækja“

Bryndís Haraldsdóttir og Andrés Ingi Jónsson alþingismenn auk Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, voru í viðtali á Sprengisandi í morgun. Rætt var um afsagnir eða tímabundið leyfi nokkurra manna sem áttu sér stað í liðinni viku í tengslum við ásakanir um kynferðisbrot.

Ekkert brunavarnarkerfi og engir reykskynjarar hjá slökkviliðinu í Vík

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gert fjölmargar athugasemdir við aðbúnað slökkviliðsins í Vík í Mýrdal, meðal annars að það sé ekkert brunavarnarkerfi á slökkvistöðinni og engir reykskynjarar. Oddviti Mýrdalshrepps hefur ekki áhyggjur af athugasemdum og segir að þeim verði öllum kippt í liðinn.

Lægðin fletti klæðningu af Nes­vegi

Kröftug lægð sem kom að landinu sunnaverðu í vikunni fletti vegklæðningu af um þrjú hundruð metra kafla Nesvegar sem liggur milli Grindavíkur og Reykjanesvita.

„Því meiri samgangur, því meiri útbreiðsla“

Heilbrigðisráðherra væntir þess að fá minnisblað frá sóttvarnalækni um næstu aðgerðir innanlands seinni partinn í dag eða á morgun. Hann segir ljóst að farið sé að hrikta í stoðum og starfsemi samfélagsins og að aukinn samgangur auki líkur á enn frekari útbreiðslu

Enn versnar veðrið: Fleiri gular við­varanir

Allt þangað til í morgun var útlit fyrir að lægð sem gengur yfir landið í kvöld myndi eingöngu láta til sín taka á suðvesturhorninu og Suðurlandi en nú er ljóst að fleiri landshlutar eru undir.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Miklum stormi er spáð á nær öllu landinu í kvöld. Björgunarsveitir eru enn og aftur í viðbragðsstöðu eftir sögulega lægð í vikunni. Farið verður yfir stöðuna í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hefjast á slaginu 12.

Tveir á níræðisaldri létust af Covid-19 í gær

Tveir karlmenn á níræðisaldri létust í gær á Landspítala af völdum Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítala í dag. 41 hefur nú látist af völdum kórónuveirunnar hér á landi frá upphafi faraldurs.

915 greindust með kórónu­veiruna innan­­­lands í gær

Í gær greindust 915 einstaklingar smitaðir af Covid-19 innanlands og 134 á landamærunum. Það eru því aðeins færri en greindust í fyrradag en þá greindust 1.044 með kórónuveiruna innanlands. Ásókn er í sýnatöku þó er oft minni um helgar.

„Enn einn sólar­hringurinn að baki“

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins virðist orðið nokkuð þreytt á ástandi síðustu vikna ef marka má færslu slökkviliðsins á Facebook. Flugeldar koma við sögu enn sem áður.

Ruddist inn í íbúð eldri konu

Maður í mjög annarlegu ástandi ruddist inn í íbúð hjá aldraðri konu í Hlíðunum í Reykjavík í gærkvöldi. Lögregla var kölluð til og maðurinn var handtekinn á staðnum. 

„Verðum að standa upp úr þessu þó veiran slái okkur niður“

Vonast er til að hægt verði að opna sjúkrahúsið Vog á fimmtudag en því var lokað eftir að 33 starfsmenn og sjúklingar greindust þar með Covid-19. Þetta er í fyrsta skipti frá stofnun sem sjúkrahúsinu er lokað og þurftu starfsmenn að bregðast skjótt við þegar fólk byrjaði að greinast síðasta fimmtudag.

Skóla­stjórn­endur upp­lifi bréf Arnars Þórs sem hótun

Skólastjórnendur upplifa kröfu varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að þeir verði kallaðir til ábyrgðar vegna bólusetninga barna, sem hótun, að sögn sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Um sé að ræða hræðsluáróður sem ekki eigi að taka mark á.

Einn heppinn miða­eig­andi hlaut fyrsta vinning

Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í kvöld og vann 9.919.800 krónur í fyrsta vinning. Miðinn var seldur í áskrift en annar áskrifandi nældi sér í bónusvinninginn sem var að andvirði 435 þúsund króna í þetta skiptið.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forstjóri Landspítala telur rétt að sett verði á viðbúnaðarstig almannavarna á landsvísu vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Kórónuveirusmituðum hafi fjölgað ískyggilega og að herða þurfi samkomutakmarkanir enn frekar til að sporna við frekari innlögnum. Rætt verður við forstjórann í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

„Foss­vogs­hrellirinn“ skelfir íbúa í Efsta­leiti

Íbúi í Efstaleiti í Reykjavík lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að rekast á innbrotsþjóf í bílakjallara í húsi sínu í gær. Hann gaf sig á tal við þjófinn sem réðst þá á hann í kjölfarið, en íbúar í Fossvoginum kannast vel við kauða. Innbrotsþjófurinn virðist nú hafa fært sig um set.

MS ætlar í miklar framkvæmdir á Selfossi og á Akureyri

Mjólkursamsalan (MS) ætlar að ráðast í nokkra milljarða króna framkvæmdir á Akureyri og á Selfossi á nýju ári með byggingu nýrra húsa og endurnýjun véla og tækja á stöðunum. Afkoma Mjólkursamsölunnar var með allra besta móti á nýliðnu ári.

Dæmi um að ekki takist að útskrifa fólk vegna álags

Dæmi eru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á covid-göngudeildinni, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum. Hann segir stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú.

„Kölluðum þetta bara líkamsrækt dagsins“

Björgunarsveitarfólk þurfti að handlanga gríðarlegt magn af frosnum fiski úr flutningabíl sem valt á hliðina norður af Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ seint í gærkvöld, þar sem ekki var hægt að afferma bílinn með eðlilegum hætti. Aðgerðir stóðu yfir frá klukkan 23 í gærkvöld til um sjö í morgun, í myrkri og óveðri.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Dæmi eru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á réttum tíma sökum álags á Covid-göngudeild. Staðan á Landspítala hefur sjaldan verið verri. Við ræðum við yfirlögregluþjón hjá almannavörnum um stöðu faraldursins í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Ung­menni iðin við að kasta flug­eldum í hús

Ungmenni voru gripin við að kasta flugeldum í hús í Grafarvogi í gærkvöldi. Lögregla var kölluð til og hafði hún afskipti af einhverjum vegna athæfisins. Ungmennin lofuðu „bót og betrun.“

Grunur um í­kveikju í Borgar­túni

Eldur kviknaði í húsnæði Þjóðskrár í Borgartúni laust eftir kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða.

Allra veðra von næstu daga

Spáð er miklu austan hvassviðri í nótt og verða gular viðvaranir í gildi á Suðausturlandi, suðurlandi og Faxaflóa.

Sjá næstu 50 fréttir