Fleiri fréttir

Með allt niður um sig í vinnunni eftir 30 daga sóttkví
Maður sem losnaði um helgina úr tæplega þrjátíu daga sóttkví segist hæstánægður með að vera kominn aftur á kreik. Hann telur ekki ólíklegt að hann eigi Íslandsmet í sóttkví og vill taka upp titilinn sóttkvíar-celeb.

Stefnir í litla endurnýjun í forystu flokkanna í borginni
Það verður mikið um kunnugleg andlit í baráttunni um borgina þegar kosið verður til sveitarstjórna eftir 125 daga. Dagur B. Eggertsson tilkynnti í morgun að hann ætlaði að taka slaginn - og láta reyna á þriðja kjörtímabilið sem borgarstjóri.

Vildi takmarka skjátíma barna og bjó til spil fyrir örmagna fjölskyldur í sóttkví
Faðir sem missti vinnuna í fyrstu bylgju Covid-19 ákvað að afla sér tekna með því að hanna og framleiða samveruspilið Hvað í pabbanum ert þú að gera, þar sem aðal leikendur eru húsgögn á heimilinu. Hann segir mikilvægt að foreldrar skipuleggi skjálausar stundir með börnum sínum.

Kæru Frelsis og ábyrgðar á hendur Lyfjastofnun vísað frá
Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru samtakanna Frelsi og ábyrgð á hendur Lyfjastofnun. Samtökin kærðu ákvörðun stofnunarinnar um að afturkalla ekki markaðsleyfi bóluefnis Pfizer sem ætlað er börnum á aldrinum 5 til 12 ára.

Netþrjótar komust í gögn um notendur akstursþjónustu Strætó
Netþrjótar, sem réðust inn í tölvukerfi Strætó í desember, komust yfir kerfi Strætó sem hýsir gögn sem tengjast akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra. Komust þeir meðal annas yfir nöfn, kennitölur og heimilisföng þeirra sem nota þjónustuna.

Aðstoðar fólk að nálgast ormalyf ólöglega
Einn helsti andstæðingur sóttvarnaaðgerða á Íslandi hefur aðstoðað fólk við að nálgast lyfið Ivermektín til meðferðar við Covid-19. Lyfið er lyfseðilskylt og ekki ætlað til meðferðar við Covid-19.

Barnið í bráðri hættu í öðru landi þar sem yfirvöld hafa slökkt á netinu
Barn frá Kastakstan er talið vera í bráðri hættu í heimalandi sínu á meðan foreldrar þess bíða upp á von og óvon á Íslandi eftir ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Barnið er hjá frænku sinni á meðan sýslumaðurinn neitar að flýta meðferð málsins. Enginn veit hvernig eldfimt ástandið þróast í Kasakstan á næstu dögum.

Segir ungar konur hvatningu og greinir frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn
Kona á sextugsaldri sem greindi frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn óttast að konur á hennar aldri veigri sér við því að stíga fram og skila skömminni. Hún dáist að ungum konum sem séu smátt og smátt að breyta samfélaginu.

Mæting barna í bólusetningu langt fram úr vonum
Um fimmtán hundruð grunnskólabörn á aldrinum fimm til ellefu ára mættu í Laugardalshöll í dag til að þiggja bólusetningu gegn Covid-19. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mætinguna hafa farið fram úr björtustu vonum.

Bundinn niður og rændur í Kópavogi
Lögregla var kölluð út um klukkan hálf tólf í dag eftir að ráðist hafði verið á mann inni á heimili hans, hann bundinn og verðmætum rænt.

Willum kominn með minnisblaðið frá Þórólfi sem verður tekið fyrir á morgun
Sóttvarnalæknir hefur nú skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum að sóttvarnaráðstöfunum innanlands en núgildandi reglugerð rennur út á miðvikudag. Ríkisstjórnin mun fara yfir tillögur Þórólfs á fundi sínum á morgun.

Tekin undir áhrifum fíkniefna með barnið í bílnum
Talsvert hefur verið um umferðalagabrot á höfuðborgarsvæðinu í dag. Ung kona var handtekin síðdegis í dag grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna en barn hennar var í bílnum með henni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Bólusetning barna hófst í Laugardalshöll í dag. Börnin vor misánægð með sprautuna en virtust öll hrifin af skemmtiatriði ræningjanna þriggja úr Kardemommubænum sem voru mættir á svæðið. Við litum við í höllinni í dag og kíkjum á þau í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna
Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19.

Hélt því fram að fjölskyldan væri bara með veiruna en ekki Covid-19
Sóttvarnalæknir gekk ekki lengra en nauðsyn krefur til að aftra útbreiðslu Covid-19 faraldursins þegar einn af fjölskyldumeðlimum fjölskyldu, sem smitaðist nær öll af Covid-19, var skikkaður í sóttkví. Lögmaður fjölskyldunnar hélt því fram að þeir fjölskyldumeðlimir sem hafi smitast hafi ekki verið með Covid-19 sjúkdóminn, heldur einungis með veiruna sem geti valdið slíkum sjúkdómi.

Tafir á rannsókn þar sem kalla hafi þurft eftir nýjum og fleiri upplýsingum
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu vinnur enn að rannsókn á andláti sem varð á geðdeild Landspítala í ágúst síðastliðinn þar sem hjúkrunarfræðingur er grunaður um að hafa orðið sjúklingi að bana.

Birta ítarlegri upplýsingar: Greina á milli „vegna Covid“ og „með Covid“
Landspítalinn hefur í fyrsta skipti gefið út yfirlit yfir inniliggjandi sjúklinga með Covid-19 með upplýsingum um hvernig þeir eru flokkaðir eftir veiruafbrigði, bólusetningastöðu og því hvort ástæða innlagnar er Covid-19, hvort sjúklingar eru með Covid-19 eða hvort óvíst er um orsakasamhengi.

Reyna að létta stemmninguna fyrir börnin
Límmiðar, sápukúlur og leikatriði eru notuð til að reyna að létta stemmninguna við bólusetningar barna á höfuðborgarsvæðinu sem hófust með skipulegum hætti í hádeginu í dag. Allt hefur gengið vel fyrir sig þar en talsvert meiri tími fer í að bólusetja börn en fullorðna.

Sigursteinn telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mála Hreggviðs
Sigursteinn Másson kvikmyndagerðarmaður með meiru telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mála sem snúa að Hreggviði Jónssyni. Þetta er vegna sama nafns á tveimur óskildum fyrirtækjum: Veritas ehf og Veritas Capital en hér er um tvennt ólíkt að ræða.

Sóttvarnareglubrjótar og heimilisátök á Suðurlandi
Tvö mál komu upp í vikunni í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi þar sem aðilar sem áttu að vera í einangrun vegna Covid-19 eru grunaðir um að hafa virt þá skyldu að vettugi. Málin eru bæði komin á borð ákærusviðs.

„Ég held að þetta geti orðið hörð barátta“
Dagur B. Eggertsson hefur setið lengur í borgarstjórn en nokkur annar sem situr þar nú. Hann hefur verið borgarfulltrúi í 20 ár og þar af átta ár borgarstjóri, og nú segist hann ekki geta hætt við hálfklárað verk.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á kórónuveirufaraldrinum en deilur hafa risið á milli sóttvarnalæknis og fyrrverandi yfirlæknis á Covid-göngudeild Landspítalans um áherslur í baráttunni við veiruna.

Fjölgar mest í Siðmennt
Frá byrjun desember hefur fjölgun meðlima í trúfélögum verið mest hjá Siðmennt, en þar hefur fjölgað um 649 meðlimi eða 16,1 prósent.

Árni Þórður enn sofandi í öndunarvél
Líðan Árna Þórðar sonar Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, sem betur er þekktur sem veðurfréttamaðurinn Siggi stormur, er óbreytt. En faðir hans og fjölskylda heldur í vonina.

926 greindust innanlands í gær
926 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 170 greindust á landamærum.

„Ég sagði aldrei að við ættum að hætta að skima með öllu“
Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, segir að með vangaveltum sínum um hvort vit væri í því að framkvæma jafn mörg PCR-próf og raun ber vitni á hverjum degi hafi hann viljað setja fram vangaveltu um hvernig hægt væri að tækla faraldurinn til lengri tíma litið. Hann hafi hvergi lagt til að hætt yrði að beita PCR-prófum með öllu.

37 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19
37 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19, en þeir voru 36 í gær.

Sinntu tveimur útköllum í nótt
Bjögunarsveitir voru tvívegis kallaðar út í nótt, en gular viðvaranir voru í gildi á sunnanverðu landinu vegna hvassviðris.

„Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur“
„Ég held að Ragnar sé ekki á réttri leið með þessar vangaveltur, því miður. Hann hugsar dæmið ekki alveg til enda. Ef við hættum að taka þessi sýni úti í bæ, þá vitum við ekki hver er smitaður og hver ekki. Þá getum við ekki lengur beitt þessari sóttkví og einangrun sem þó er að halda í horfinu og að tempra útbreiðslu smitsins.“

Dagur áfram í pólitíkinni
Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu.

Slökkviliðið hvetur fólk til að huga að niðurföllum í morgunsárið
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt í vatnsveðrinu sem gekk yfir borgina.

Bólusetningar barna 5 til 11 ára hefjast í Laugardalshöll
Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára hefjast í dag. Á höfuðborgarsvæðinu fara þær fram í Laugardalshöll, á milli klukkan 12 og 18. Börn mæta með fylgdarmanni, sem er með barninu allan tímann og bíður með því eftir bólusetningu.

Farþegar sátu fastir í vélinni í einn og hálfan tíma
Farþegar frá Kaupmannahöfn sátu fastir í flugvél Play þar sem ekki var hægt að nota landganga. Farþegar fá ekki töskur sínar fyrr en á morgun. Icelandair aflýsti tveimur flugferðum í kvöld vegna veðurs.

Verkalýðshreyfingin ætlar í mál við ríki og sveitarfélög
Verkalýðshreyfingin hyggst fara í mál við ríki og sveitarfélög vegna ágreinings um nýtingu orlofsréttar þegar starfsmenn lenda í sóttkví.

Hefur áhyggjur af vetrinum og vill varnarvegg til að sporna við frekari skemmdum
„Þetta er eiginlega meira tilfinningalegt tjón heldur en eitthvað annað,” segir Sigrún Harpa Harðardóttir, sem varð fyrir gríðarlegu eignartjóni í óveðrinu á fimmtudag. Fjárhús hennar við Grindavík stórskemmdist og hún þakkar fyrir að hafa farið með allar 25 kindur sínar í skjól áður en óveðrið skall á. Hún hefur áhyggjur af veðrinu og vill að varnarveggur verði settur upp á svæðinu.

Kláraði viðskiptin fyrir utan eftir að hann æsti sig vegna grímuskyldu
Óskað var eftir aðstoð lögreglu í ónefndri verslun í Reykjavík í dag þegar viðskiptavinur neitaði að bera andlitsgrímu inn í verslunarhúsnæðinu. Maðurinn sinnti ekki tilmælum starfsmanna og stóð fyrir utan verslunina þegar lögregla kom á staðinn.

Lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna stöðu faraldursins
Ríkislögreglustjóri hyggst á þriðjudag lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið. Þetta er í annað sinn í faraldrinum sem hæsta viðbúnaðarstigi er lýst yfir vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Neyðarstigi almannavarna verður lýst yfir á þriðjudag vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið, í annað sinn frá upphafi faraldurs. Við ræðum við yfirlögregluþjón hjá almannavörnum og heilbrigðisráðherra um stöðu mála í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Bréf varaþingmannsins sé hræðsluáróður
Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi á dögunum langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. Annar varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segir bréfið hræðsluáróður.

„Það eru engin mannréttindi að vera í stjórnum fyrirtækja“
Bryndís Haraldsdóttir og Andrés Ingi Jónsson alþingismenn auk Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, voru í viðtali á Sprengisandi í morgun. Rætt var um afsagnir eða tímabundið leyfi nokkurra manna sem áttu sér stað í liðinni viku í tengslum við ásakanir um kynferðisbrot.

Átján mánaða fangelsi fyrir ítrekað ofbeldi gegn fjórum dætrum sínum
Karlmaður var á föstudag dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir ofbeldi og illa meðferð á fjórum dætrum sínum síðustu ár. Kona hans og móðir stúlknanna var dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Spyr hvort vit sé í að framkvæma PCR-próf
Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítalanum, veltir því fyrir sér hvort fjármunum sem varið er í PCR-próf væri ekki betur varið í að byggja upp Landspítalann.

Ekkert brunavarnarkerfi og engir reykskynjarar hjá slökkviliðinu í Vík
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gert fjölmargar athugasemdir við aðbúnað slökkviliðsins í Vík í Mýrdal, meðal annars að það sé ekkert brunavarnarkerfi á slökkvistöðinni og engir reykskynjarar. Oddviti Mýrdalshrepps hefur ekki áhyggjur af athugasemdum og segir að þeim verði öllum kippt í liðinn.

Lægðin fletti klæðningu af Nesvegi
Kröftug lægð sem kom að landinu sunnaverðu í vikunni fletti vegklæðningu af um þrjú hundruð metra kafla Nesvegar sem liggur milli Grindavíkur og Reykjanesvita.

„Því meiri samgangur, því meiri útbreiðsla“
Heilbrigðisráðherra væntir þess að fá minnisblað frá sóttvarnalækni um næstu aðgerðir innanlands seinni partinn í dag eða á morgun. Hann segir ljóst að farið sé að hrikta í stoðum og starfsemi samfélagsins og að aukinn samgangur auki líkur á enn frekari útbreiðslu