Fleiri fréttir

Mjög alvarlegt slys á göngustíg við Sæbraut

Tveir voru fluttir slasaðir á slysadeild Landspítalans eftir árekstur tveggja farartækja á göngustíg við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun. Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu.

Höfundur Rauðra þráða ekki heyrt af fleiri ódæðum Kristins E

Rósa Magnúsdóttir sagnfræðingur, sem nýverið sendi frá sér bók um Kristin E. Andrésson og eiginkonu hans Þóru Vigfúsdóttur, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frásagnar Guðnýjar Bjarnadóttur læknis af grófu kynferðislegu áreiti Kristins í sinn garð þegar hún var níu ára gömul.

Fimmtán liggja inni og þrír eru í öndunarvél

Fimmtán liggja nú inni á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Af þeim fimmtán sem liggja inni eru fimm óbólusettir en meðalaldur inniliggjandi er 59 ár.

Þessar tak­markanir tóku gildi á mið­nætti

Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við fimm hundruð manns, opnunartími vínveitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf.

Þrjú innbrot og árás á dyravörð

Lögreglu bárust í gær þrjár tilkynningar vegna innbrota. Í tveimur tilvikum var um að ræða innbrot á heimili en í einu innbrot í bifreið. Innbrotin áttu sér stað í þremur póstnúmerum; 103, 105 og 108.

Á­tján mánaða fangelsi fyrir inn­brot og nauðgun

Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa brotist inn á heimili vinkonu sinnarog naágranna og nauðgað henni. Maðurinn var jafnframt dæmdur til greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur.

„Það er allt að springa hérna“

Deildarstjóri Covid-göngudeildar óttast að Landspítalinn hætti að ráða við álagið með áframhaldandi fjölgun smitaðra í samfélaginu og telur að grípa þurfi til hertari aðgerða svo staðan verði ekki eins slæm og víða annars staðar í Evrópu. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna innanlands í gær.

Merkileg dráttarvél gefin á Hvanneyri

Ein merkilegasta dráttarvél landsins er nú komin á Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri en það var Kristján Helgi Bjartmarsson, sem er mikill eljumaður og fagurkerri, sem færði safninu vélina að gjöf. Vélin, sem er gangfær er snúið í gang.

Helsta baráttumálið að standa við bakið á kennurum

Nýr formaður Kennarasambands Íslands var kjörinn í dag en skólastjórinn Magnús Þór Jónsson tekur við embættinu á næsta ári. Helsta baráttumál hans er að hlúa að kennurum og segir mörg spennandi verkefni framundan.

Ætla aftur í Borgar­nes að skoða at­kvæðin betur

Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Deildarstjóri Covid-göngudeildar óttast að Landspítalinn hætti að ráða við álagið með áframhaldandi fjölgun smitaðra í samfélaginu og telur að grípa þurfi til mun hertari aðgerða svo staðan verði ekki eins slæm og víða annars staðar í Evrópu. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna innanlands í gær.

Annar ökumaðurinn alvarlega slasaður

Ökumaður annars bílsins í árekstri á Moldhaugnahálsi í Eyjafirði upp úr hádegi í gær er töluvert slasaður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við Mbl.is.

Sjúklingur á geðdeild með Covid-19 og allir skimaðir

Inniliggjandi sjúklingur á geðdeild Landspítalans greindist með Covid-19 í gær. Sjúklingar jafnt sem starfsfólk er komið í sóttkví og óskar Landspítalinn eftir liðsinni fólks með bakgrunn í geðheilbrigðisþjónustu.

Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár

Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði.

Segir Play stór­hættu­legt launa­fólki

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir Play vera „stórhættulegt íslensku launafólki“. Hún hvetur launafólk og fjárfesta að sniðganga flugfélagið.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um kórónuveirufaraldurinn sem virðist í stöðugri uppsveiflu en metfjöldi greindist smitaður innanlands í gær.

Fordæma staðhæfingar Þorbjargar og vilja rannsókn

Landssamband lögreglumanna vill að ríkissaksóknari rannsaki staðhæfingar Þorbjargar Ingu Jónsdóttur lögmanns, sem sagði á ráðstefnu á Hólum engan vafa leika á því að kerfið réttarkerfið færi í manngreiningarálit eftir þjóðfélagsstöðu.

Freyja komin til Reykjavíkur

Varðskipið Freyja, nýjasta fley Landhelgisgæslunar, kom til Reykjavíkur í fyrsta sinn síðdegis eftir siglingu frá heimahöfn sinni á Siglufirði. Þar hafði komu hennar til landsins verið fagnað með viðhöfn á laugardag.

Sjá næstu 50 fréttir