Fleiri fréttir

Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins

Vara­for­maður Sjálf­stæðis­flokksins og frá­farandi ráð­herra segir tíma­bært að af­létta þeim tak­mörkunum sem lands­menn hafa þurft að sæta síðast­liðið eitt og hálft ár vegna Co­vid. Sótt­varna­læknir segist senni­lega munu skila minnis­blaði til ráð­herra á mánu­dag.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Stjórnmálafræðingur telur morð á breskum þingmanni geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir stjórnmál, og samfélagið, í landinu. Morðið er rannsakað sem hryðjuverk. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Sautján ára tekinn á 140 kílómetra hraða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sautján ára ökumann á Hafnarfjarðarvegi í gær. Hraði ökumannsins mældist 140 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetra hraði á klukkustund. Foreldrar ökumannsins voru látnir vita auk Barnaverndar.

Græn­lendingar bjart­sýnir þrátt fyrir lofts­lags­breytingar

Ný ríkisstjórn Grænlands horfir til grænna lausna og ætlar ekki að veita leyfi til olíu- og gasvinnslu. Gífurleg uppbygging innviða eins og flugvalla, hafna og vega á sér stað á Grænlandi sem kynnt hefur verið á Hringborði norðurslóða í Hörpu.

Fóru ekki inn í daginn vitandi að hann myndi enda illa

Rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland segir fyrirtækið hafa lært af ferðinni afdrifaríku í janúar í fyrra þar sem stór hópur ferðamanna festist á Langjökli. Hann vill nú miðla þeirra reynslu og vonar að aðrir læri af mistökum þeirra.

Lög­regla hefur lokið rann­sókn vegna and­láts í Vinda­kór

Rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á andláti Daníels Eiríkssonar. Daníel fannst illa leikinn fyrir utan heimili sitt í Vindakór þann 2. apríl síðastliðinn og lést af sárum sínum á Landspítalanum daginn eftir.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Allar forsendur eru til staðar til að halda áfram tilslökunum innanlands, að sögn sóttvarnalæknis. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru hlynntir því að afnema samkomutakmarkanir að fullu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Dómur vegna nauðgunar á sex ára barna­barni þyngdur um hálft ár

Karlmaður var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa nauðgað og kynferðislega brotið á sex ára gömlu stjúpbarnabarni sínu. Þá var maðurinn dæmdur fyrir vörslu og áhorf á myndir sem sýndu börn á kynferðislegan hátt. Landsréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjaness um hálft ár. 

Sér mikinn hag í þéttara sam­starfi Ís­lands og Græn­lands

Málefni Grænlands hafa verið áberandi á Hringborði Norðurslóða á Arctic Circle ráðstefnunni, sem fer fram í Hörpu þessa dagana, og verða það áfram í dag. Gríðarleg uppbygging á sér stað á innviðum í Grænlandi þar sem Íslendingar koma nokkuð við sögu. 

„Þetta er skandall og meiri­háttar skipu­lags­legt stór­slys“

Stjórn Íbúasamtaka Grafarvogs hefur sent menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra athugasemd vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs hjúkrunarheimilis á lóð Bogarholtsskóla í Grafarvogi. Skólameistari Borgarholtsskóla tekur undir athugasemdirnar og segir borgarstjóra ekki hafa svarað beiðnum sínum um fund vegna málsins í meira en tvö ár.

Minna á endur­skins­merkin á milli eld­gosa­vakta

Ráðstefnan Slysavarnir hófst í dag en ráðstefnan, sem Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir, fer nú fram í fjórða sinn. Ríflega 30 fyrirlesarar munu í dag og á morgun fara yfir hin ýmsu málefni tengd slysavörnum og öryggismálum. Að sögn verkefnastjóra er af nægu að taka og mikilvægt að minna á mikilvægi slysavarna.

Jólasleða stolið í nýja miðbænum á Selfossi

Jólasleða, sem stóð fyrir utan jólabúðina Mistiltein í nýja miðbænum á Selfossi, var stolið í nótt. Sleðinn hefur verið mjög vinsæll til myndatöku enda sérsmíðaður og mjög fallegur.

Sigurður Ingi styður allsherjar afléttingar

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ekki eiga að þurfa að rökstyðja hvers vegna frelsi eigi að vera á Íslandi. Sóttvarnalög séu til að takmarka frelsi og þá þurfi að rökstyðja, en ekki hið eðlilega venjulega ástand.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á stjórnarmyndunarviðræðum og segjum frá fundi í undirbúningskjörbréfanefnd sem hófst í morgun.

Aðsókn að gosstöðvunum aldrei verið minni

Þeim fækkar ört sem vilja gera sér ferð að gos­stöðvunum í Geldinga­dölum. Hraun hefur enda ekki sést koma upp úr gígnum í tæpar fjórar vikur, en það gerðist síðast þann 18. septem­ber. Á­höld eru uppi um hvort gosinu sé lokið eða hvort nú sé í gangi lengsta gos­hléið til þessa.

Víða skúrir í dag og él norðantil í kvöld

Veðurstofa spáir vestan 8 til 15 m/s en lægir í dag. Víða smá skúrum og hita á bilinu 3 til 9 stig. Éljum norðantil í kvöld og þá gengur í norðaustan 10 til 15 norðvestanlands, kólnandi veður.

Eldur í hannyrðastofu Borgaskóla

Eldur kom upp í Borgaskóla í Grafarvogi í gærkvöldi. Þegar slökkvilið bar að garði var brunaviðvörunarkerfið í gangi og vatnsúðakerfi einnig í hluta skólans.

Börn á íþróttaæfingu áreitt tvo daga í röð

Um klukkan 17.30 í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að maður væri að áreita krakka sem voru á íþróttaæfingu. Var hann farinn þegar lögreglu bar að en sams konar tilkynning barst einnig í fyrradag.

Íbúar á Hlíð aftur í sóttkví

Íbúar á Víðihlíð eru nú komnir í sóttkví ásamt þremur starfsmönnum vegna smits sem greindist hjá starfsmanni í dag, fimmtudag. Íbúar á Víðihlíð þurftu síðast að fara í sóttkví fyrir tveimur vikum síðast.

„Gangi þeim vel að læra af þessu en ég vil fá borgað“

Ásmundur Helgason, annar eigandi kaffihússins Gráa kattarins, var mjög gagnrýninn á þau sem stóðu að framkvæmdum við Hverfisgötu árið 2019, við aðalmeðferð í dómsmáli eigandanna gegn Reykjavíkurborg. Eigendur krefjast 18,5 milljóna króna í skaðabætur frá borginni vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af árinu 2019. Hann líkti aðstæðunum á umræddu tímabili á Hverfisgötu við stríðsástand.

Á fimmtíu gítara og spilar á fullt af hljóðfærum

Það er með ólíkindum hvað Sigurjón Matthíasson, sem er nýorðin 70 ára getur spilað á mörg hljóðfæri því hann er alveg lamaður öðrum megin í líkamanum og getur því aðeins notað aðra höndina við spilamennskuna. Sigurjón á meðal annars fimmtíu gítara.

„Nú er síðasti séns, kæru vinir“

Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála.

Dvelja á bráðamóttöku vegna plássleysis

Á fimmta tug sjúklinga þurfa að dvelja á bráðamóttöku hverju sinni því ekki er pláss fyrir þá á legudeild, að sögn formanns Fagráðs í bráðahjúkrun. Ástandið sé grafalvarlegt.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Norska lögreglar telur að árásin í bænum Kongsberg í gærkvöld hafi verið hryðjuverk og hefur hækkað viðbúnaðarstig í landinu. Mikil sorg ríkir og fólk kom saman í dag til að minnast hinna látnu.

Sjá næstu 50 fréttir