Fleiri fréttir

„Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“

Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. 

Regnboginn í Vík í Mýrdal um helgina

Íbúar í Vík í Mýrdal og sveitunum þar í kring, ásamt gestum sínum ætla að skemmta sér saman um helgina því þar fer fram menningarhátíðin „Regnboginn – list í fögru umhverfi“.

Bein útsending: Göngum í takt

Ráðstefnan Göngum í takt, sem er á vegum Landssamtakanna Þroskahjálpar, um atvinnumál fatlaðs fólks fer fram á Grand Hotel í dag á milli klukkan 13 og 16.

Pól­verji í átján ára út­­legð frá Ís­landi

Pólskum manni hefur verið meinuð endurkoma til Íslands næstu átján ár. Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis nýverið. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu.

Bein út­sending: Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Birgi Þórarinsson um ákvörðun hans um að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, en hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar.

Tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál í nótt

Tilkynnt var um tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Talsverður erill var hjá lögreglu í nótt og mikið um tilkynningar sem snerust að ölvunarlátum í miðbæ Reykjavíkur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Elín Hirst snýr aftur í frétta­mennsku

Fjölmiðlakonan Elín Hirst hefur snúið aftur í fréttamennsku eftir nokkurra ára fjarveru, en hún hóf fyrir skömmu störf hjá Torgi ehf. sem rekur Frétta­blaðið, DV og Hring­braut.

Stað­festu dóm fyrir brot gegn stjúp­syni

Landsdómur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir konu fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. Konan var í júlí árið 2020 dæmd í 2ja ára og níu mánaða fangelsi fyrir brotin.

Átta hafa kært framkvæmd talningar

Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna.

Moderna-þegar þurfa ekki að óttast aftur í tímann

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bóluefni Moderna gegn Covid-19 verði ekki notað hér á landi í bili. Óttast er að bólusetningin valdi aukinni tíðni hjartabólgu og gollurshússbólgu en ekki er talin ástæða til að skoða tilvik aftur í tímann.

Skotvopnið var eftirlíking af MP5 vélbyssu

Skotvopnið sem lögregla lagði hald á við Síðumúla í dag reyndist vera eftirlíking af vélbyssu. Maðurinn sem var handtekinn vegna málsins er hins vegar ekki grunaður um refsivert athæfi og er laus úr haldi.

Ellefu netárásir á íslensk fjármálafyrirtæki

Ellefu netárásir hafa verið gerðar á íslensk fjármálafyrirtæki á þessu ári sem haft hafa áhrif á starfsemina fyrirtækjanna. Varabankastjóri Seðlabankans segir ógnina af netárásum vaxandi.

Gróðursettu fjögur þúsund tré í Heiðmörk

Björgunarsveitarfólk og sjálfboðaliðar frá Skógræktarfélagi Íslands og Skógræktarfélagi Reykjavíkur gróðursettu um fjögur þúsund rótarskot í Heiðmörk á dögunum. Á svæði sem varð illa úti í gróðureldunum í vor.

Hættustigi aflétt í Útkinn

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra hefur ákveðið að aflétta hættustigi sem verið hefur í gildi í Útkinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu.

Mælingar truflast áfram vegna rigningar

Jarðvegsfleki utan við Búðará á Seyðisfirði hefur færst um rúma fjóra sentímetra síðan á sunnudag. Truflun hefur hins vegar orðið á mælingum þar sem mælar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni. Íbúar á rýmingarsvæðum fá ekki að fara inn í hús sín um helgina.

Tæpur fjórðungur vantreystir niðurstöðum kosninganna

Tæpur fjórðungur landsmanna treystir niðurstöðum nýafstaðinna Alþingiskosninga illa. Traustið er komið niður í það sem þekkist í nágrannalöndum eftir að hafa sögulega séð verið mjög mikið hér á landi.

„Nagladekk eru bara úrelt“

Reykjavíkurborg hvetur bifreiðaeigendur að velja frekar góð vetrardekk eða heilsársdekk fremur en nagladekk. Varaformaður Landverndar telur nagladekk óþörf; þau séu alls ekki nauðsynleg öryggistæki heldur beinlínis skaðleg.

Fjölgar í einangrun en fækkar í sóttkví á Akureyri

116 manns eru í einangrun á Akureyri vegna Covid-19. Þeir sem eru í sóttkví fækkar hins vegar verulega á milli daga. Langflestir af þeim eru í sóttkví í bænum eru nemendur eða starfsfólk grunnskóla.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um flekahreyfingarnar á Seyðisfirði en truflanir hafa orðið á mælingum flekans sökum veðurs.

Fundu mikið magn kannabisefna í geymslu

Lögreglan á Suðurnesjum fann mikið magn kannabisefna í geymslu íbúðarhúss í umdæmi lögreglunnar í vikunni. Efnin fundust þegar húsleit var gerð að fenginni heimild en einnig fundust í geymslunni tól sem notuð eru til fíkniefnasölu.

53 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær

53 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 25 greindu voru fullbólusettir og 27 voru óbólusettir. Þá voru 29 í sóttkví en 24 utan sóttkvíar.Tveir greindust á landamærunum í fyrstu skimun, báðir með virkt smit.440 eru nú í einangrun og 1.574 í sóttkví.

Kona handtekin fyrir að hrækja á lögreglumann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti margskonar verkefnum í gærkvöldi og nótt. Sex voru vistaðir í fangageymslum vegna rannsóknar ýmissa mála og þá var kona handtekinn fyrir að hafa hrækt á lögreglumann.

„Ég var með gæsahúð í þrjá tíma“

Af 1200 hraðprófum sem voru tekin fyrir Verslóball í gær greindist ekkert jákvætt. Allir komust því inn sem vildu og það er vonandi að raunin verði sú sama á balli hjá Menntaskólanum í Kópavogi í kvöld, þar sem ballbanni hefur verið aflétt.

Rignir inn í öll herbergi á efstu hæð: „Þú keppir ekki við kára“

„Ég tek þessu bara af æðru­leysi og reyni að sjá spaugi­legu hliðarnar á þessu,“ segir Brynja Baldurs­dóttir lista­kona á Siglu­firði, sem missti í kvöld efsta lagið af þakinu á húsinu sínu, sem hún var ný­búin að láta skipta um, í stormi sem gengur yfir fjörðinn. Nú rignir beint inn á efstu hæðina hennar.

Þurfa að æfa í kaldri áhaldageymslu

Frjálsíþróttafólk þarf að æfa í kaldri áhaldageymslu á meðan rafíþróttamótið í Laugardalshöll fer fram. Formaður Frjálsíþróttasambands Íslands segir að stöðugt sé þrengt að iðkendum, sem meðal annars hafi skilað hátt í þrjátíu prósenta brottfalli úr íþróttinni.

35 sveitar­fé­lög rekin með halla 2020

Laun og launatengd gjöld námu 99% af útsvarstekjum íslenskra sveitarfélaga á fyrri hluta þessa árs. Þá hækkuðu launaútgjöld þeirra um 11,5% frá 2019 til 2020, á sama tíma og tekjur þeirra jukust um 3,7%. Alls voru 35 sveitarfélög rekin með halla á síðasta ári.

Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi

Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs.

Sjá næstu 50 fréttir