Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjallað hefur verið um alvarlegar hótanir, í fjölmiðlum í dag, sem varaborgarfulltrúi Miðflokksins hefur sætt. Hann segist óttasleginn í viðtali við Kristínu Ólafsdóttur og borgarfulltrúar telja ástæðu til að hafa áhyggjur af öryggi sínu, en maðurinn var ekki handtekinn. Kristín rýnir í málið og upplýsir okkur um stöðu þess.

Hlutu hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs

Dr. Erna Sif Arnardóttir, lektor við verkfræði- og tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og Dr. Martin Ingi Sigurðsson, prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir á sama sviði við Landspítala hlutu hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs í dag.

Bein útsending: Hinsegin Alþingi 2021

Samtökin '78 efna til fundar í dag með fulltrúum þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis. Yfirskriftin er „Hinsegin Alþingi 2021“ og að loknum framsögum mun þátttakendum gefast kostur á að spyrja frambjóðendurna spjörunum úr.

Óvissustig vegna landriss í Öskju

Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda.

Þórólfur vill fara hægt í afléttingar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði innan fárra daga en varar við því að farið verði of geyst í slökun á sóttvarnaaðgerðum.

Maður féll í sjóinn á Granda

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Granda í Reykjavík upp úr hádegi í dag eftir að tilkynning barst um mann sem hafði fallið í sjóinn.

Í fram­boði fyrir tvo flokka í sitt­hvoru kjör­dæminu

Ágúst Heiðar Ólafsson, kerfóðrari í Norðuráli, er í öðru sæti á framboðslista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Ekki nóg með það heldur er hann einnig í fjórtánda sæti á framboðslista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi, þrátt fyrir að vera búsettur á Akranesi og já, í framboði fyrir annan flokk.

Brugðið eftir alvarlegar hótanir

Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. 

Bein útsending: Framtíð nýsköpunar

Fulltrúar fjölmiðla eru boðnir velkomnir á málþing sem Alvotech og Háskóli Íslands, í samstarfi við Aztiq, standa í dag. Málþingið fjallar um framtíð og nýsköpun á sviði líftækni lyfjaþróunar undir yfirskriftinni: Biotechnology: The importance of a relationship between research and industry.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um ástand sem skapaðist í Ráðhúsi Reykjavíkur á þriðjudag þegar varaborgarfulltrúi Miðflokksins varð fyrir áreiti manns sem grunaður er um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu.

Sló í brýnu milli Gunnars Smára og Sigurðar Hannessonar

Grunnt var á því góða milli Gunnars Smára Egilssonar frambjóðandi Sósíalistaflokksins og Sigurðar Hannessonar framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins á fundi í gær en ljóst mátti vera að þeir voru að nálgast viðfangsefnið úr sitthvorri áttinni.

Afturkölluðu liprunarbréf vegna ósanninda í umsókn

„Við höfum ítrekað viðurkennt að þarna voru gerð mistök og beðist afsökunar á því,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeildar utanríkisráðuneytisins, um svokallað „liprunarbréf“ sem ráðuneytið neyddist til að endurkalla.

Vilja styrkja frekar sam­bandið við Fær­eyjar

Margvísleg tækifæri eru til þess að efla tvíhliða tengsl og samstarf Íslands og Færeyja á hinum ýmsu sviðum, meðal annars hvað varðar viðskipti, heilbrigðismál og menntamál. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin er af starfshóp sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, skipaði.

Ráðhús Reykjavíkur vaktað

Lögreglan mun hafa vaktað Ráðhús Reykjavíkur á meðan á borgarstjórnarfundi stóð þar síðasta þriðjudag.

Koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu á Hellisheiði

Í dag hófst starfsemi í fyrstu og stærstu heildstæðu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Stöðin getur fangað allt að fjögur þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á ári og auðvelt er að auka afköstin.

Undraverður bati þrátt fyrir gríðarlegan blóðmissi og lífshættulega áverka

Bati mannsins sem var skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í síðasta mánuði hefur verið undraverður, að sögn Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis á Landspítalanum. Hann segir fæsta lifa svo alvarlega áverka af enda hafi hann misst því sem jafngildi nær öllu blóði mannslíkamans. Skotið fór í hægra lunga mannsins, í gegnum brjóstholið og hafnaði á vegg fyrir aftan hann.

Sjó­maður lagði Sjó­vá vegna spriklandi stór­þorsks sem skar hann á þumal

Tryggingafélagið Sjóvá hefur verið dæmt til að greiða sjómanni 5,1 milljón vegna slyss sem varð um borð í togara útgerðarfélagsins Brims árið 2018, þegar sjómaðurinn skarst illa á hendi þegar stórþorskur sem hann var að gera að, spriklaði í höndum hans með þeim afleiðingum að sjómaðurinn skarst illa á hendi.

Á­tján sýr­lenskir flótta­menn komu til landsins í dag

Síðdegis í dag komu átján sýrlenskir flóttamenn frá Líbanon til Íslands og er von á 21 til viðbótar á morgun. Um er að ræða hluta þess hóps sem átti upphaflega að koma í fyrra en tafir urðu móttöku þeirra vegna faraldursins.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristján Már Unnarsson verður í beinni útsendingu frá Skaftárhlaupi sem hefur látið að sér kveða í dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann ræðir við bændur og búalið um áhrifin af þessu hlaupi í ár og verður með einstakt myndefni af þessum hamförum.

Vilja halda samtali áfram þrátt fyrir viðræðuslit

Sjúkratryggingar Íslands munu leggja til að samtal haldi áfram á millu stofnunarinnar og Læknafélags Reykjavíkur þrátt fyrir að félagið líti svo á að viðræðum þess um samninga við sérfræðilækna sé slitið.

Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði

Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum.

Ekki kunnugt um nýja reglu­gerð og veiddu á bann­svæði

Skipi í eigu dótturfélags Síldarvinnslunnar var í gær gert að hætta veiðum og snúa til hafnar frá svæði þar sem bannað var að veiða með botnvörpu. Skipstjórinn segir að sér hafi ekki verið kunnugt um bannið.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.