„Ekki fallegt“ að selja hús sem var gjöf til Alzheimer-sjúklinga Snorri Másson skrifar 8. september 2021 19:20 Fríðuhús verður selt þegar starfsemin fær nýtt húsnæði. Stöð 2/Egill Áform um að selja húsnæði vinsæls dagvistunarúrræðis fyrir heilabilunarsjúklinga mæta mótstöðu aðstandenda. Fríðuhús var gjöf til Alzheimer-samtakanna á sínum tíma, sem fyrrverandi starfsmaður segir „ekki fallegt“ að setja á sölu. Skjólstæðingar í Fríðuhúsi eiga það sameiginlegt að vera með heilabilun af einhverri gerð. Það er þeim mörgum gleðiefni að geta mætt á vinnutíma á virkum dögum í húsið, þar sem þeir una sér við allt frá hannyrðum og matreiðslu til söngæfinga og leikfimi frá níu til fimm. Nú stefnir í miklar breytingar á þessu starfi. Alzheimer-samtökin stefna á að selja Fríðuhús og færa starfsemina annað. Þessi ákvörðun hefur reynst umdeild. Forstöðumaður hússins til fjölda ára, Sigríður Lóa Rúnarsdóttir, sagði starfi sínu lausu á dögunum og aðstandendur vilja að hætt sé við áformin. Kolbrún Hrund Víðisdóttir, aðstandandi skjólstæðings, segir að aðstandendum hafi fyrst ekki verið tilkynnt beint um áformin. „En forstöðukonan var að fara að hætta, sem okkur þykir öllum mjög vænt um og hefur staðið sig alveg frábærlega í starfi. Svo var leitað eftir því hver ástæðan fyrir því væri og þá kemur í ljós að það á að selja fasteignina, sem var gefin til þessara góðu mála. Það er það sem hryggir okkur aðstandendur að svo sé,“ segir Kolbrún. Vel á annan tug einstaklinga dvelja daglega í Fríðuhúsi, þar sem fastir liðir í þjálfuninni eru m.a. samverustundir, upplestur, söngur, leikfimi, útivera, gönguferðir, aðstoð í eldhúsi, hannyrðir, kertagerð, heimsókn frá presti, barnakór. Vinabandið kemur einu sinni í mánuði og spilar fyrir dansi, farið í dagsferðir, farið á söfn og sýningar.Stöð 2/Egill Fríðuhús sendur við Austurbrún í Reykjavík og var gjöf frá Pétri Símonarsyni til Alzheimer-samtakanna og hefur verið starfrækt frá aldamótum. Sigrún Spanó Sigurjónsdóttir hefur búið í hverfinu frá barnæsku og meðal annars starfað í Fríðuhúsi. Hún býr nú í næsta húsi og heimsækir fólkið oft. Sigrún segir áfall að nú eigi að selja húsið. „Pétur missti konu sína úr Alzheimer og hann ánafnaði Alzheimer-samtökunum húsið til þess að starfsemi fyrir þetta fólk yrði þarna,“ segir Sigrún. Það eru kannski skiptar skoðanir um að selja hús sem er gefið í þessu skyni? „Já. Mér finnst þetta bara ekki fallegt,“ segir Sigrún. Andvirði sölunnar renni óskipt til fólks með heilabilun Ragnheiður Ríkharðsdóttir, stjórnarformaður Alzheimer-samtakanna, segist í samtali við fréttastofu ekki telja tímabært að tjá sig um áformin á meðan ekkert er fast í hendi. Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Í tölvupósti sem Ragnheiður sendi aðstandendum í lok síðasta mánuðar segir að deila megi um hvort Fríðuhús henti í raun undir þessa starfsemi. Þar kemur fram að fjármagna þurfi aðra starfsemi á vegum félagsins og að borgin hyggist leita að leigulausu húsnæði fyrir starfsemina. Loks segir Ragnheiður að ekki hvarfli að samtökunum að leggja af starfsemi hússins, þótt henni verði haldið áfram í öðru húsnæði þegar þar að kemur. Í póstinum segir að takist að finna Fríðuhúsi skjól í öðru húsnæði, muni samtökin selja fasteignina. „Andvirðið mun þannig renna óskipt til fólks með heilabilun eins og gjöfinni var ætlað á sínum tíma,“ skrifar Ragnheiður. Leit stendur yfir af hálfu borgarinnar að nýju húsnæði en Alzheimersamtökin segjast setja sem skilyrði að húsið henti enn betur en núverandi húsnæði. Heilbrigðismál Reykjavík Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Skjólstæðingar í Fríðuhúsi eiga það sameiginlegt að vera með heilabilun af einhverri gerð. Það er þeim mörgum gleðiefni að geta mætt á vinnutíma á virkum dögum í húsið, þar sem þeir una sér við allt frá hannyrðum og matreiðslu til söngæfinga og leikfimi frá níu til fimm. Nú stefnir í miklar breytingar á þessu starfi. Alzheimer-samtökin stefna á að selja Fríðuhús og færa starfsemina annað. Þessi ákvörðun hefur reynst umdeild. Forstöðumaður hússins til fjölda ára, Sigríður Lóa Rúnarsdóttir, sagði starfi sínu lausu á dögunum og aðstandendur vilja að hætt sé við áformin. Kolbrún Hrund Víðisdóttir, aðstandandi skjólstæðings, segir að aðstandendum hafi fyrst ekki verið tilkynnt beint um áformin. „En forstöðukonan var að fara að hætta, sem okkur þykir öllum mjög vænt um og hefur staðið sig alveg frábærlega í starfi. Svo var leitað eftir því hver ástæðan fyrir því væri og þá kemur í ljós að það á að selja fasteignina, sem var gefin til þessara góðu mála. Það er það sem hryggir okkur aðstandendur að svo sé,“ segir Kolbrún. Vel á annan tug einstaklinga dvelja daglega í Fríðuhúsi, þar sem fastir liðir í þjálfuninni eru m.a. samverustundir, upplestur, söngur, leikfimi, útivera, gönguferðir, aðstoð í eldhúsi, hannyrðir, kertagerð, heimsókn frá presti, barnakór. Vinabandið kemur einu sinni í mánuði og spilar fyrir dansi, farið í dagsferðir, farið á söfn og sýningar.Stöð 2/Egill Fríðuhús sendur við Austurbrún í Reykjavík og var gjöf frá Pétri Símonarsyni til Alzheimer-samtakanna og hefur verið starfrækt frá aldamótum. Sigrún Spanó Sigurjónsdóttir hefur búið í hverfinu frá barnæsku og meðal annars starfað í Fríðuhúsi. Hún býr nú í næsta húsi og heimsækir fólkið oft. Sigrún segir áfall að nú eigi að selja húsið. „Pétur missti konu sína úr Alzheimer og hann ánafnaði Alzheimer-samtökunum húsið til þess að starfsemi fyrir þetta fólk yrði þarna,“ segir Sigrún. Það eru kannski skiptar skoðanir um að selja hús sem er gefið í þessu skyni? „Já. Mér finnst þetta bara ekki fallegt,“ segir Sigrún. Andvirði sölunnar renni óskipt til fólks með heilabilun Ragnheiður Ríkharðsdóttir, stjórnarformaður Alzheimer-samtakanna, segist í samtali við fréttastofu ekki telja tímabært að tjá sig um áformin á meðan ekkert er fast í hendi. Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Í tölvupósti sem Ragnheiður sendi aðstandendum í lok síðasta mánuðar segir að deila megi um hvort Fríðuhús henti í raun undir þessa starfsemi. Þar kemur fram að fjármagna þurfi aðra starfsemi á vegum félagsins og að borgin hyggist leita að leigulausu húsnæði fyrir starfsemina. Loks segir Ragnheiður að ekki hvarfli að samtökunum að leggja af starfsemi hússins, þótt henni verði haldið áfram í öðru húsnæði þegar þar að kemur. Í póstinum segir að takist að finna Fríðuhúsi skjól í öðru húsnæði, muni samtökin selja fasteignina. „Andvirðið mun þannig renna óskipt til fólks með heilabilun eins og gjöfinni var ætlað á sínum tíma,“ skrifar Ragnheiður. Leit stendur yfir af hálfu borgarinnar að nýju húsnæði en Alzheimersamtökin segjast setja sem skilyrði að húsið henti enn betur en núverandi húsnæði.
Heilbrigðismál Reykjavík Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira