Fleiri fréttir

Fjölgar um tvo á Landspítalanum

Nú liggja 24 sjúklingar inni á Landspítalanum vegna Covid-19 og hefur þeim fjölgað um tvo frá því í gær. Þar af liggja sjö á gjörgæsludeild og eru þrír þeirra óbólusettir. Fimm eru í öndunarvél. Sjö af sautján sjúklingum á bráðalegudeildum eru óbólusettir. Fjöldi á gjörgæslu og í öndunarvél stendur í stað milli daga. 

Ekki stefnan að selja moltu úr Gaju

Stjórnarformaður Sorpu hafnar því að ný gas- og jarðgerðarstöð borgi sig ekki. Kostnaður við gerð hennar hafi farið fram úr áætlunum en hún borgi sig margfalt umhverfislega séð.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Reiknað er með að yfir tíu þúsund börn verði bólusett í Laugardalshöll á morgun og hinn. Við ræðum við framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um það sem foreldrar og börn mega búast við næstu daga. 

54 greindust smitaðir af veirunni innan­lands

Að minnsta kosti 54 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Það eru töluvert færri en í gær, þegar 71 greindist smitaður. 33 af þeim sem greindust eru fullbólusettir og 21 óbólusettur.

Stýrislæsing var enn á vélinni sem steyptist til jarðar

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður sem lést í banaslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 hafi ekki framkvæmt nógu vandaða skoðun á vélinni fyrir flugtak og ekki gætt að því að stýrislæsing var á. Sætisbelti hafi verið notað sem stýrislæsing í vélinni sem samræmist ekki formlegum verkferlum eða gátlista vélarinnar.

Sprengisandur: Stjórnarskráin, Sorpa og Afganistan

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmann um grein Kristrúnar Heimisdóttur um stjórnarskrármálið sem nýverið birtist í tímariti lögfræðinga.

Karlarnir á kafi í byltingarkenndu verkefni

Það er ekki mikið um nýbyggingar í Flatey, einu eyjunni í Breiðafirði þar sem enn er búseta árið um kring. Á þessari stundu er þó verið að byggja og það er mannvirki sem getur haft mikið að segja um afdrif annarra mannvirkja á svæðinu.

21,6 milljónum króna ríkari

Einn heppinn miðahafi vann 21.552.900 krónur í gær þegar hann hlaut fyrsta vinning í Lottóútdrætti kvöldsins. Miðinn var keyptur í Lottó-appinu en vinningstölur kvöldsins voru 15 21 23 33 40.

Hand­leggs­brotinn eftir að hafa verið laminn með kylfum

Ráðist var á einstakling í miðborg Reykjavíkur og hann laminn með kylfum. Að sögn lögreglu er árásarþoli handleggsbrotinn og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn og er þeirra leitað.

Mælt með að annað for­eldrið fari með barni í sótt­kví

Full­bólu­settir for­eldrar barna sem lenda í sótt­kví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sótt­kví með þeim. Þeir mættu þó ekki um­gangast barnið eða vera í ná­vígi við það á meðan það tekur út sótt­kví sína.

Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum

Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn.

Hraun rennur aftur í Nátt­haga en langt í Suður­­stranda­rveg

Hraun er nú farið að renna niður í Nátt­haga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáan­legt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suður­strandar­veg fljót­lega eftir að Nátt­haginn fyllist af hrauni en að sögn náttúru­vá­r­sér­fræðings hjá Veður­stofu Ís­lands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Færri nemendur munu þurfa í sóttkví en áður með nýjum reglum. Almannarnir harma mistök sem leiddu til þess að foreldrar voru ranglega skikkaðir í sóttkví.

Blómstrandi atvinnulíf á Suðurlandi

Atvinnuástand á Suðurlandi hefur sjaldan eða aldrei verið eins gott og um þessar mundir. Víða vantar þó fólk til starfa eins og í ferðaþjónustu og við byggingaframkvæmdir.

Aðal­fundur Pírata

Aðalfundur Pírata í aðdraganda kosninga fer fram um helgina. Fundurinn hefst klukkan 13 í dag og lýkur klukkan 16:40 á morgun, sunnudag.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Þingmaður veltir því fyrir sér hversu mikil breyting verði á reglum um sóttkví í reynd. Ráðuneytið heldur þétt að sér spilunum um nýja reglugerð. Mikil óvissa hefur ríkt meðal almennings um nýjar reglur um sóttkví.

71 greindist smitaður af veirunni í gær

Að minnsta kosti 71 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 37 af þeim sem greindust eru fullbólusettir, tveir hálfbólusettir og 31 óbólusettir. 36 þeirra voru í sóttkví og 35 utan sóttkvíar. 

Styrmir Gunnars­son er látinn

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, er látinn 83 ára að aldri. Óhætt er að segja að þar sé genginn einn áhrifamesti fjölmiðlamaður okkar Íslendinga. Styrmir var þungavigtarmaður í þjóðmálaumræðunni um áratuga skeið, öflugur álitsgjafi og greinandi allt þar til undir það síðasta.

Hoppaði á þaki bifreiða og olli skemmdum

Einstaklingur var handtekinn skömmu fyrir tvö í nótt eftir að hafa hoppað á þaki tveggja bifreiða í miðbæ Reykjavíkur og valdið skemmdum. Einstaklingurinn er sagður hafa verið í annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangaklefa.

Óviðunandi staða í málefnum Fossvogsskóla

Menntamálaráðherra segir að stöðuna í málefnum Fossvogsskóla vera óviðunandi. Óvissa ríkir enn um til­hög­un skóla­halds á næstu vik­um en kennsla á að hefjast næsta mánu­dag­.

Vill að al­manna­varnir biðji for­eldra af­sökunar

Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát.

Ný bílastæði stytta göngu á útsýnisstaði á eldgosið

Þeir sem vilja ganga að eldstöðinni í Fagradalsfjalli hafa núna möguleika á að stytta gönguna með því að nýta sér ný bílastæði sem tekin hafa verið í notkun. Þá er í bígerð að lagfæra vinsælustu gönguleiðina upp á Langahrygg til að draga úr slysahættu.

Leita leiða til að hafa opið lengur í bænum

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra fundaði í dag með Sam­tökum fyrir­tækja í veitinga­rekstri (SVEIT), sem hafa lýst yfir mikilli ó­á­nægju með fram­tíðar­sýn sótt­varna­læknis. Hún ætlar að ræða hugmyndir að lausnum við ríkisstjórnina sem komu fram á fundinum til að hafa opið lengur í bænum.

Færu á hausinn ef klámið yrði í alvöru bannað

Íslendingar sem framleiða klámefni á vefþjónustunni OnlyFans taka fregnum af klámbanni miðilsins með jafnaðargeði. Þeir telja tilkynninguna sölubrellu frekar en grundvallarbreytingu á starfseminni.

Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi

Kennari í þriðja bekk í Foss­vogs­skóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengi­byggingu Víkings­heimilisins. Hún kveðst þó meira en til­búin til að kenna í hús­næði Hjálp­ræðis­hersins, sem bauð Reykja­víkur­borg af­not af byggingunni undir skóla­starfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur.

„Við vonum að þessir fundir gefi tóninn“

Fyrsti upplýsingafundur ungra umhverfissinna um stöðu loftslagsmála var haldin í Norræna húsinu í dag. Kallað er eftir því að gripið verði til víðtækra aðgerða strax og að yfirvöld lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum.

Um tíu konur kvarta til landlæknis og krefjast bóta

Lögmaður hefur kvartað til landlæknis og gert bótakröfu fyrir hönd hátt í tíu kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu í tengslum við skimun eða sérskoðun á brjóstum. Einni konunni var synjað um læknisþjónustu vegna Covid og greindist síðar með brjóstakrabbamein og meinvörp, að sögn lögmanns.

For­eldrar fá þrjá val­­kosti frá borginni

Reykja­víkur­borg hefur gefið for­eldrum barna í 2. til 4. bekk í Foss­vogs­skóla þrjá val­mögu­leika í von um að leysa þann hús­næðis­vanda sem þar er kominn upp. For­eldrar lýstu í gær yfir ó­á­nægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengi­byggingu Víkings­heimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skóla­ársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráð­stöfun.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Lögmaður hefur kvartað til landlæknis og gert bótakröfu fyrir hönd hátt í tíu kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu í tengslum við skimun eða sérskoðun á brjóstum. Einni konunni var synjað um læknisþjónustu vegna Covid og greindist síðar með brjóstakrabbamein og meinvörp, að sögn lögmanns.

Sjá næstu 50 fréttir