Ný bílastæði stytta göngu á útsýnisstaði á eldgosið Kristján Már Unnarsson skrifar 20. ágúst 2021 22:22 Nýja bílastæðið á túninu í Stóra-Leirdal er við leið C. Uppgönguleiðin á Langahrygg sést fyrir aftan. Egill Aðalsteinsson Þeir sem vilja ganga að eldstöðinni í Fagradalsfjalli hafa núna möguleika á að stytta gönguna með því að nýta sér ný bílastæði sem tekin hafa verið í notkun. Þá er í bígerð að lagfæra vinsælustu gönguleiðina upp á Langahrygg til að draga úr slysahættu. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá nýju bílastæðin, þar á meðal fyrsta stæðið sem lagt var vegna gossins. Það er við upphaf gönguleiða vestan Borgarfjalls en það stæði var lengst af eingöngu ætlað viðbragðsaðilum. Það hefur núna verið opnað almenningi en með því að leggja þar styttast gönguleiðir þær sem nefndar eru A og B, miðað við ef gangan hæfist frá bílastæðum fjær á túnum undir Festarfjalli. Bílastæðið við upphaf gönguleiða A og B var áður eingöngu fyrir viðbragðsaðila. Það hefur núna verið stækkað og opnað almenningi. Fjær má sjá túnin undir Festarfjalli, sem lengst af þjónuðu sem aðalbílastæði gosferðalanga.Egill Aðalsteinsson Þeir sem hyggjast fara gönguleið C hafa núna einnig möguleika á að stytta leiðina með því að nýta sér nýtt bílastæði sem er nánast falið í gróinni dalkvos á bak við fjallið Slögu. Til að komast þangað er ekið af Suðurstrandarvegi austan Ísólfsskála um skarð í átt að gamalli jarðvegsnámu undir Bratthálsi en þaðan liggur vegurinn áfram inn í Stóra-Leirdal. Þar birtast gróin tún sem núna er búið að opna sem bílastæði. Þar geta menn lagt við rætur Langahryggjar, sem hefur verið vinsælasta gönguleiðin eftir að hraun rann yfir gönguleið A, en á Langahrygg eru uppi áform um stígagerð. Leiðin á bílastæðið í Stóra-Leirdal liggur frá Suðurstrandarvegi um malarslóða sem sjá má vinstra megin.Egill Aðalsteinsson Það er auðvitað smekksatriði og breytilegt hvaða leið telst best. Þó má segja að stysta gönguleiðin til að komast í gott sjónfæri við eldgíginn liggi núna frá nýja bílastæðinu í Stóra-Leirdal. „Eins og staðan er í dag, þá er það stysta leiðin,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu á gossvæðinu, en kort af gönguleiðunum má nálgast á vefnum safetravel.is. Flest óhöpp verða núna á leiðinni upp á Langahrygg. Þar er búið að koma fyrir kaðli en áformað að bæta leiðina með því að sneiða göngustíg um brekkuna.Egill Aðalsteinsson „Hugmyndin er svo að laga einnig A-leiðina og með leiðigörðunum. Og það er rétt hjá þér að það á að laga upphafið á Langahrygg. Þar er móberg og sandur á og við höfum fengið flest óhöppin þar. Þannig að það er á teikniborðinu að gera góðan göngustíg þannig að það fækki slysum.“ Horft eftir Langahrygg sem núna er vinsælasta gönguleiðin.Egill Aðalsteinsson Teljarar sýna að milli tvö og þrjúþúsund ferðamenn heimsækja gosstöðvarnar á degi hverjum. Allir vilja helst sjá logandi gíginn. En kannski liggur fljótlegasta leiðin ekki upp á Langahrygg heldur meðfram austurjaðri hans. Frá nýja bílastæðinu í Stóra-Leirdal tekur um það bil fimmtíu mínútur að fara þá leið á venjulegum gönguhraða til að komast á góða útsýnisstaði í skarðinu milli Langahryggjar og fjallsins Stóra-Hrúts. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Bílastæði Tengdar fréttir Allt gengið vel þrátt fyrir fimm mánaða eldgos í bakgarðinum Eftir fimm mánaða eldgos í útjaðri Grindavíkur segir formaður bæjarráðs það standa upp úr hvað allt hafi gengið vel, þrátt fyrir miklar hættur og gríðarlegt álag. Jarðvísindamaður segir það einkenna gosið hvað það sé stöðugt og máttlítið. 19. ágúst 2021 22:42 Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56 Kostar 1.000 krónur frá og með deginum í dag að leggja við gosstöðvarnar Von er á tilkynningu frá Landeigendafélagi Hrauns sf. í dag, þar sem tilkynnt verður um gjaldtöku á bílastæðunum við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Nú þegar er hægt að greiða fyrir að leggja bílnum í Parka-smáforritinu. 19. maí 2021 06:27 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá nýju bílastæðin, þar á meðal fyrsta stæðið sem lagt var vegna gossins. Það er við upphaf gönguleiða vestan Borgarfjalls en það stæði var lengst af eingöngu ætlað viðbragðsaðilum. Það hefur núna verið opnað almenningi en með því að leggja þar styttast gönguleiðir þær sem nefndar eru A og B, miðað við ef gangan hæfist frá bílastæðum fjær á túnum undir Festarfjalli. Bílastæðið við upphaf gönguleiða A og B var áður eingöngu fyrir viðbragðsaðila. Það hefur núna verið stækkað og opnað almenningi. Fjær má sjá túnin undir Festarfjalli, sem lengst af þjónuðu sem aðalbílastæði gosferðalanga.Egill Aðalsteinsson Þeir sem hyggjast fara gönguleið C hafa núna einnig möguleika á að stytta leiðina með því að nýta sér nýtt bílastæði sem er nánast falið í gróinni dalkvos á bak við fjallið Slögu. Til að komast þangað er ekið af Suðurstrandarvegi austan Ísólfsskála um skarð í átt að gamalli jarðvegsnámu undir Bratthálsi en þaðan liggur vegurinn áfram inn í Stóra-Leirdal. Þar birtast gróin tún sem núna er búið að opna sem bílastæði. Þar geta menn lagt við rætur Langahryggjar, sem hefur verið vinsælasta gönguleiðin eftir að hraun rann yfir gönguleið A, en á Langahrygg eru uppi áform um stígagerð. Leiðin á bílastæðið í Stóra-Leirdal liggur frá Suðurstrandarvegi um malarslóða sem sjá má vinstra megin.Egill Aðalsteinsson Það er auðvitað smekksatriði og breytilegt hvaða leið telst best. Þó má segja að stysta gönguleiðin til að komast í gott sjónfæri við eldgíginn liggi núna frá nýja bílastæðinu í Stóra-Leirdal. „Eins og staðan er í dag, þá er það stysta leiðin,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu á gossvæðinu, en kort af gönguleiðunum má nálgast á vefnum safetravel.is. Flest óhöpp verða núna á leiðinni upp á Langahrygg. Þar er búið að koma fyrir kaðli en áformað að bæta leiðina með því að sneiða göngustíg um brekkuna.Egill Aðalsteinsson „Hugmyndin er svo að laga einnig A-leiðina og með leiðigörðunum. Og það er rétt hjá þér að það á að laga upphafið á Langahrygg. Þar er móberg og sandur á og við höfum fengið flest óhöppin þar. Þannig að það er á teikniborðinu að gera góðan göngustíg þannig að það fækki slysum.“ Horft eftir Langahrygg sem núna er vinsælasta gönguleiðin.Egill Aðalsteinsson Teljarar sýna að milli tvö og þrjúþúsund ferðamenn heimsækja gosstöðvarnar á degi hverjum. Allir vilja helst sjá logandi gíginn. En kannski liggur fljótlegasta leiðin ekki upp á Langahrygg heldur meðfram austurjaðri hans. Frá nýja bílastæðinu í Stóra-Leirdal tekur um það bil fimmtíu mínútur að fara þá leið á venjulegum gönguhraða til að komast á góða útsýnisstaði í skarðinu milli Langahryggjar og fjallsins Stóra-Hrúts. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Bílastæði Tengdar fréttir Allt gengið vel þrátt fyrir fimm mánaða eldgos í bakgarðinum Eftir fimm mánaða eldgos í útjaðri Grindavíkur segir formaður bæjarráðs það standa upp úr hvað allt hafi gengið vel, þrátt fyrir miklar hættur og gríðarlegt álag. Jarðvísindamaður segir það einkenna gosið hvað það sé stöðugt og máttlítið. 19. ágúst 2021 22:42 Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56 Kostar 1.000 krónur frá og með deginum í dag að leggja við gosstöðvarnar Von er á tilkynningu frá Landeigendafélagi Hrauns sf. í dag, þar sem tilkynnt verður um gjaldtöku á bílastæðunum við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Nú þegar er hægt að greiða fyrir að leggja bílnum í Parka-smáforritinu. 19. maí 2021 06:27 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Allt gengið vel þrátt fyrir fimm mánaða eldgos í bakgarðinum Eftir fimm mánaða eldgos í útjaðri Grindavíkur segir formaður bæjarráðs það standa upp úr hvað allt hafi gengið vel, þrátt fyrir miklar hættur og gríðarlegt álag. Jarðvísindamaður segir það einkenna gosið hvað það sé stöðugt og máttlítið. 19. ágúst 2021 22:42
Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56
Kostar 1.000 krónur frá og með deginum í dag að leggja við gosstöðvarnar Von er á tilkynningu frá Landeigendafélagi Hrauns sf. í dag, þar sem tilkynnt verður um gjaldtöku á bílastæðunum við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Nú þegar er hægt að greiða fyrir að leggja bílnum í Parka-smáforritinu. 19. maí 2021 06:27