Fleiri fréttir

WOW-skýrslan áfellisdómur yfir stjórnsýslunni

Skýrsla ríkisendurskoðunar um fall WOW air er áfellisdómur yfir stjórnsýslunni að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Samgöngustofa fær harða útreið og er sögð hafa starfað með viðskiptalega hagsmuni félagsins að leiðarljósi.

Viðbragðsaðilar gæta þess að fólk virði tilmæli um lokun

Gosstöðvarnar á Reykjanesskaga verða lokaðar almenningi í dag vegna afar óhagstæðrar veðurspár. Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir að viðbragðsaðilar muni vakta svæðið og gæta þess að fólk virði tilmæli um lokun ekki að vettugi. Sem stendur er mannlaust á gosslóðum.

Fólk í heimasóttkví fær heimsóknir en ekki frá lögreglu

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að eftirlit með fólki sem kemur til landsins og fer í heimasóttkví verði aukið með tvennum hætti. Annars vegar skerpt á símtölum til fólks og þeim fjölgað. Hins vegar fær fólk í heimasóttkví heimsókn frá aðilum sem þó er ekki lögregla.

Hádegisfréttir Bylgjunnar í beinni útsendingu

Í hádegisfréttum verður fjallað um kórónuveirufaraldurinn innanlands en nú liggja tveir á spítala vegna veirunnar. Annar er á gjörgæsludeild Landspítalans í öndunarvél.

Ísland aftur eina „græna“ landið í Evrópu

Ísland er aftur orðið grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland er er eina Evrópulandið sem er grænt á kortinu, en auk þess eru svæði í Norður-Noregi einnig flokkuð sem græn.

Enginn greindist innanlands

Enginn greindist með kórónuveiruna innan­lands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is.

„Sjúk­dómurinn er svo marg­falt, marg­falt verri“

„Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ 

Sveitar­stjóri hættir eftir nærri tíu ára starf

Kristófer Tómasson hefur sagt starfi sínu lausu sem sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hann tilkynnti um ákvörðun sína á fundi sveitarstjórnar í gær, en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2012.

„Við sofum ekki yfir þessu“

„Maður er svo hræddur. Maður er svo rosalega hræddur um barnið sitt. Það koma svona tilfinningar upp hjá manni sem mann datt bara ekki til hugar að væru til,“ segir Ósk Jónsdóttir, móðir Ölmu Daggar Torfadóttur sem hefur sætt ofsóknum í tæplega tíu ár.

Þessar af­léttingar tóku gildi á mið­nætti

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tók gildi á miðnætti. Helstu breytingar fela í sér að almennar fjöldatakmarkanir fara úr tíu í tuttugu manns og hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt á ný með takmörkunum.

„Ráðherralufsa sem ekki einu sinni á sæti á Alþingi“

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, uppskar hlátrasköll í þingsal í kvöld þegar hann kallaði Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra og flokksbróður í Vinstri grænum, „ráðherralufsu sem ekki einu sinni á sæti á Alþingi.“

Ein stærsta lúxussnekkja heims á Akureyri

Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og er stödd við Akureyri. Að því er greint er frá á akureyri.net í kvöld verður snekkjan í Krossanesvíkinni á næstunni, jafnvel í einhverjar vikur.

Odd­ný og Viktor leiða lista Sam­fylkingarinnar í Suður­kjör­dæmi

Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Viktor Stefán Pálsson, sviðsstjóri hjá Matvælastofnun munu leiða lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar. Framboðslistinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í kvöld.

Hætta á bólumyndun í verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu

Hætta er á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anna ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu að mati Seðlabankans. Bankinn boðar einnig vaxtahækkanir ef vöruverð lækki ekki í samræmi við styrkingu krónunnar að undanförnu en verðbólga er enn langt yfir markmiði Seðlabankans.

„Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“

Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar.

Lífi og heilsu verður ekki fórnað fyrir minni umferðartafir

Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir öryggi ganga framar mögulegum umferðartöfum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en tugir bíða endurhæfingar.

Vísbendingar um kvikufærslu til suðurs

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að verulega hafi dregið úr virkni í nyrsta gígnum á Reykjanesskaga en að sama skapi hafi virkni aukist í þeim syðstu. Kvikufærsla til suðurs gæti þýtt að um sé að ræða aðlögun að hæðarmismun í landinu því syðri gígarnir standi lægra.

Byrjað að rífa hlaðinn vegg á Austurvelli

Byrjað var í morgun að rífa niður hlaðinn vegg og beð norðan megin á Austurvelli. Veggurinn nær allt frá veitingastaðnum Duck and Rose þar sem áður var Kaffi París austan megin að American Bar vestan megin á torginu.

Maðurinn sem lögregla leitaði gaf sig fram

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum. Hann er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögreglu í síma 4441000.

Í al­var­legu á­standi eftir að úr­skurðurinn var kveðinn upp

Uhunoma Osayomore, 21 árs hælisleitandi frá Nígeríu, fékk gríðarlegt áfall þegar kærunefnd útlendingamála staðfesti brottvísun hans úr landi á föstudag. Vinir Uhunoma segja frá því í pistli í dag að hann hafi verið lagður inn á bráðageðdeild eftir að hann fékk fréttirnar og andlegri heilsu hans hrakað mjög.

Hámarkshraði verði hvergi yfir 50 km/klst á borgargötum

Dregið verður úr umferðarhraða á götum í eigu Reykjavíkurborgar og verður hámarkshraði hvergi yfir 50 km/klst samkvæmt tillögu að hámarkshraðaáætlun sem var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag. Stefnt er að því að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum í borginni.

Lands­menn eigi að ferðast í svefn­her­berginu í sumar

Landsmenn ættu ekki að gleyma því að ferðast í svefnherberginu í sumar að mati Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar. Fæðingartíðnin sé of lág til þess að viðhalda velferðarkerfi Íslendinga til framtíðar.

Læknafélagið leggst gegn skoðanakönnun um dánaraðstoð

Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Félagið geti ekki stutt þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar.

Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina

Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna.

Hald lagt á vel á annað hundrað kíló af kanna­bis­efnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarið stöðvað kannabisræktanir á fjórum stöðum í umdæminu og lagt hald á mikið magn kannabisefna, eða vel á annað hundrað kíló. Nokkrir hafa verið handteknir og hefur einn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Sjá næstu 50 fréttir