Fleiri fréttir

Mikil spenna fyrir frumsýningu á Sólheimum

Mikil spenna og eftirvænting er meðal heimilisfólks á Sólheimum í Grímsnesi fyrir sumardeginum fyrsta en þá ætla þau að frumsýna ævintýraleikrit, sem byggir á sögu Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima.

Rússar á Ís­landi mót­mæla fyrir utan sendi­ráðið

Boðaður mótmælafundur Rússa á Íslandi hófst klukkan 19 í kvöld fyrir utan rússneska sendiráðið við Túngötu í Reykjavík. Efnt er til fundarins vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Alexei Navalní, einum helsta andstæðingi Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta.

Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar

Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Von er á stórum skömmtum af bóluefni AstraZeneca og Janssen í dreifingu og notkun á Íslandi í næstu viku. Gert er ráð fyrir að stærri sendingar flýti bólusetningardagatalinu um tvær til þrjár vikur. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Kynnti fyrstu fjóra fyrir­myndar­á­fanga­staðina á Íslandi

Gullfoss, Geysir, Þingvallaþjóðgarður og Jökulsárlón verða fyrstu áfangastaðirnir til að hefja ferli til að verða svonefndar Vörður. Um er að ræða nýtt verkefni á vegum stjórnvalda sem er ætlað að leggja drög að fyrirmyndaráfangastöðum sem teljast einstakir á lands- og heimsvísu.

Eldgosið í eldlínunni í vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna

Sjónvarpsþátturinn „Good Morning America“ hjá sjónvarpsstöðinni ABC News bauð upp á ýtarlega umfjöllun um eldgosið í Fagradalsfjalli í þætti dagsins. Þátturinn er einn allra vinsælasti fréttaþáttur í Bandaríkjunum og hann er langsamlega vinsælasti morgunþátturinn.

Sóttu að Bjarna og skilja ekkert í breyttum viðmiðum

Hart var sótt að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á Alþingi í dag þegar þingmenn mættu í pontu hver á fætur öðrum og sögðu að blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í gær um ráðstafanir á landamærunum hefði verið illskiljanlegur.

Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér

Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum.

750 sumarstörf í viðbót fyrir 17 og 18 ára í Reykjavík

Borgarráð hefur samþykkt að fjölga þeim einstaklingum um 750 sem fá sumarstörf hjá borginni. Þetta er gert til að koma sérstaklega til móts við sautján og átján ára ungmenni. Með þessum breytingum verða yfir 1700 sumarstörf í boði hjá borginni í sumar. Þetta kemur fram á vef borgarinnar.

Flokkur fólksins vill enn harðari reglur á landamærum

Þingflokkur Flokks fólksins leggur fram breytingartillögur við sóttvarnafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér að allir ferðamenn sem koma til landsins skuli dvelja í sóttvarnarhúsi eigi skemur en í sjö daga frá komu til lands og greiði sjálfir fyrir dvöl í sóttvarnarhúsi.

Ekki ástæða til að herða aðgerðir innanlands

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir smitrakningu ganga vel og að þrjár hópsýkingar sem komu upp í síðustu viku virðist afmarkaðar. Næstu dagar muni skera úr um hvort tekist hafi að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.

Vottorð á landamærum reynst áreiðanleg

1106 farþegar framvísuðu vottorði við komuna til landsins fyrri hluta apríl. Enginn þeirra greindist með virkt smit í sýnatöku. Um er að ræða vottorð um bólusetningu, fyrra smit eða mótefni.

Engar tak­markanir á notkun Jans­sen bólu­efnisins

Engar takmarkanir verða á notkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni þegar bólusetning með efninu hefst hér á landi í næstu viku. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við sóttvarnalækni um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi og þær nýju aðgerðir sem ráðast á í á landamærunum.

Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag

Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins.

Mikael Smári tekur við af Jóni Magnúsi

Mikael Smári Mikaelsson hefur verið ráðinn yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Hann tekur við starfinu af Jóni Magnúsi Kristjáns­syni sem sagði upp í janúar og tók við sem framkvæmda­stjóri lækn­inga hjá Heilsu­vernd.

Telur Gísla Martein brotlegan við siðareglur RÚV

Þórdís Pálsdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur víst að sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson hafi gerst brotlegur við hina umdeildu 3. grein siðareglna RÚV í heitum umræðum um umferðarmál í Vesturbænum. Gísli Marteinn segist hafa fengið leyfi útvarpsstjóra til að tjá sig um umhverfi sitt.

„Suðurnes eru heitasti sumardvalastaðurinn á árinu“

Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum segir aukna bjartsýni á svæðinu. Eldgosið hafi reynst mikil landkynning og verkefni í kringum uppbyggingu í Geldingadölum skapi mörg atvinnutækifæri. Hún telur að Suðurnes verði heitasti sumardvalarstaðurinn í ár. 

Í skýjunum með fulla rútu af neikvæðum unglingum

„Maður hefur sjaldan verið jafnglaður að heyra af fullri rútu af neikvæðum unglingum,“ segir Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla. Nemandi í 9. bekk greindist með Covid-19 sem varð til þess að senda þurfti unglingadeild skólans í sóttkví. 9. bekkur var í skólaferðalagi á Laugarvatni þegar tíðindin bárust.

Bólusetningardagatalið uppfært

Bólusetningardagatalið á covid.is hefur verið uppfært en samkvæmt því hefst bólusetning einstaklinga utan áhættuhópa fyrstu eða aðra vikuna í júní.

„Það hafa verið svona smáhrinur á þessu svæði síðustu daga“

„Það voru einhverjir skjálftar þarna á eftir og búnir að vera í nótt en miklu minni; bara svona frekar róleg eftirvirkni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um eftirleik „stóra“ skjálftans á Reykjanesskaga í gærkvöldi.

Hverjar verða breytingarnar við landamærin?

Heilbrigðisráðherra hefur kynnt öllum þingflokkum frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi í fyrramálið, þar sem lögð er til undantekningarlaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir afmarkaðan hóp komufarþega við landamærin.

Stærsti jarðskjálfti síðan fjórum dögum fyrir gos

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar á suðvesturhorninu nú skömmu eftir klukkan ellefu í kvöld. Skjálftinn var 4,1 að stærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Rúmlega 2.000 vilja nýsjálensku leiðina á Íslandi

Rúmlega 2.000 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem skorað er á stjórnvöld að taka upp „nýsjálensku leiðina“ í sóttvörnum landsins. Sú leið fæli að sögn ábyrgðarmanna átaksins í sér að herða reglur á landamærum í stað þess að slaka á, eins og stefnt sé að með vorinu.

Sjá næstu 50 fréttir