Fleiri fréttir

Lögregla leiðbeindi starfsfólki veitingastaða um opnunartíma og reglur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í reglubundið eftirlit með veitingahúsum í miðborginni í gærkvöldi og voru nokkrir veitingastaðir sóttir heim. Samkvæmt lögreglu var ástandið nokkuð gott þó skerpa hafi þurft á nokkrum reglum.

Skjálfti upp á 4,7 í nótt
Jarðskjálfti af stærðinni 4,7 varð um þrjá kílómetra suðvestur af Keili klukkan 00:19 í nótt. Skjálftinn fannst vel á Reykjanesskaga en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa borist tilkynningar allt frá Hvolsvelli og upp í Borgarfjörð um að skjálftinn hafi fundist.

Ár frá því kórónuveiran nam land á Íslandi
Það var rétt fyrir klukkan þrjú á þessum degi fyrir ári síðan sem fréttin var sögð af fyrsta greinda tilfelli kórónuveirunnar hér á landi.

Fjórir skjálftar yfir þremur í kvöld
Fjórir jarðskjálftar yfir þremur að stærð hafa riðið yfir á Reykjanesskaga í kvöld. Fyrstu tveir skjálftarnir riðu yfir á áttunda tímanum í kvöld en tveir skjálftar til viðbótar yfir þremur að stærð riðu yfir á ellefta tímanum.

Flytur heim og fær ekki fæðingarorlof: „Þetta er bara ein hindrunin af mörgum“
Bjarki Brynjarsson og Þóra Sigurðardóttir eru búsett í Noregi, eiga von á sínu fyrsta barni í maí og ætla að flytja heim til Íslands í vor. Þóra á rétt á fæðingarorlofi í Noregi þar sem hún heldur starfi sínu áfram. Bjarki á hins vegar hvorki rétt á fæðingarorlofi á Íslandi né í Noregi vegna ólíkra viðmiða um rétt til fæðingarorlofs í löndunum tveimur.

Bænastund fyrir John Snorra og félaga frestað vegna veðurs
Bænastund fyrir John Snorra Sigurjónsson, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr við Vífilsstaðavatn hefur verið frestað fram á þriðjudagskvöld vegna slæmrar veðurspár. Bænastundin átti að fara fram annað kvöld til þess að biðja fyrir félögunum.

Ólíklegt að allt höfuðborgarsvæðið verði rýmt ef til eldgoss kemur
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, segir mjög ólíklegt að höfuðborgarsvæðið allt yrði rýmt ef eldgos brytist út í nálægð við höfuðborgina. Rýmingaráætlun almannavarna ganga út á að rýma ákveðna hluta höfuðborgarsvæðisins.

Sjö herbergjum lokað á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli
Það blæs ekki byrlega fyrir hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli því þar stendur til að loka sjö hjúkrunarrýmum í nýrri álmu heimilisins. Ástæðan er sú að ekki fæst rekstrarfé frá ríkinu fyrir rýmin sjö.

Segja að ekkert bendi til að eldgos sé í vændum
Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé í vændum á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan sem riðið hefur yfir skagann undanfarna daga sé hins vegar ein sú öflugasta sem komið hefur á skaganum í áratugi.

Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“
„Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við Magnús Tuma Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði í beinni útsendingu sem sat fund vísindaráðs almannavarna í dag vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi.

Dregið hefur úr skjálftahrinunni
Tvö þúsund jarðskjálftar hafa riðið yfir frá miðnætti. Þar af fjörutíu yfir þremur að stærð. Mesta virknin var eftir stóra skjálftann klukkan rúmlega átta í morgun og til klukkan tíu en eftir þann tíma hefur dregið úr hrinunni og þá sérstaklega nú eftir hádegi.

Hrinan ekkert einsdæmi en von á skjálftum í einhverja daga
„Þessi hrina er bara ennþá í gangi. Hún er á svipuðum slóðum og hún hefur verið, það er aðallega virkni við Fagradalsfjall,“ segir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um stöðu mála á Reykjanesskaga.

Læknafélag Íslands segir mikilvæg störf færð úr landi
Stjórn Læknafélags Íslands harmar að ekki hafi gefist tími til að semja við innlenda aðila um rannsóknarhluta leitarstarfsins áður en ákvörðun var tekin um að leghálsskimunarsýni yrðu flutt frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga.

Mæla hvort kvikugas streymi til yfirborðs
Jarðvísindamenn fylgjast náið með því hvort einhverjar vísbendingar sjáist um kvikuhreyfingar í tengslum við jarðskjálftahrinuna á Reykjanesskaga. Einn liður í eftirlitinu eru daglegar mælingar á gasuppstreymi.

Um 350 leghálssýni reyndust „óeðlileg“
Af þeim konum sem fóru í leghálssýnatöku í lok árs 2020 og höfðu ekki fengið niðurstöðu þegar krabbameinsskimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar og Landspítala um áramótin þurfa um 350 að mæta aftur í sýnatöku.

Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð
Líklegustu eldgosasvæði vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi eru talin suður af Keili og í áttina að Þorbirni. Þetta kemur fram í spá Eldfjallafræði og náttúruváhóps Háskóla Íslands. Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð en gæti flætt yfir Reykjanesbraut.

Almar sá fimmti sem sækist eftir fyrsta sæti VG á Suðurlandi
Almar Sigurðsson, sem rekur Gistiheimilið á Lambastöðum í Flóahreppi, gefur kost á sér í forvali Vinstri Grænna í Suðurkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar, og sækist eftir fyrsta sæti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almari.

Bein útsending: Vísindi á mannamáli
Á Stafræna Háskóladeginum situr vísinda- og fræðafólk Háskóla Íslands fyrir svörum í beinu streymi úr Hátíðasal skólans.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um þá miklu skjálftavirkni sem verið hefur á Reykjanesskaga síðustu daga, og mögulega sviðsmyndir í framhaldinu.

Segir smit gærdagsins ekkert til að hafa áhyggjur af
„Þetta er bara afleitt smit frá landamærasmiti. Einstaklingur sem kom hingað fyrir vikutíma og var að ljúka við sína sóttkví. Meðan við erum með fólk í sóttkví þá getum við alltaf búist við því að greina einhverja áfram,“ segir Þórólfur Guðnason um þær fréttir að einn hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í gær.

Einn greindist innanlands og einn á landamærunum
Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var hann í sóttkví við greiningu.

Hætta á að hraunstraumar gætu lokað Reykjanesbraut
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að sú sviðsmynd sem dregin er upp í spá hóps á vegum Háskóla Íslands, um að ef gjósa tæki á Reykjanesskaga myndi hraun flæða um miðjan skagann, sé ein þeirra sviðsmynda sem horft sé til hjá Almannavörnum.

Sviðsmyndirnar vegna skjálftanna margar og misalvarlegar
Jarðeðlisfræðingur segir margar sviðsmyndir í stöðunni þegar horft er á framhaldið. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun en ef af gosi verður býst hann ekki við því að það verði stórt.

Sprungur í Suðurstrandavegi afleiðing skjálfta
Vegagerðin varar við sprungum sem myndast hafa í Suðurstrandarvegi á Reykjansskaga, vestan við Vigdísarvallaveg. Sprungurnar hafa líklega myndast í kjölfar jarðhræringa sem hafa verið á svæðinu.

Lögreglan á Suðurnesjum á harðaspretti
Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í vikunni, vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, tók á rás frá lögreglu en var hlaupinn uppi og handtekinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Jarðskjálfti 5,2 að stærð á Reykjanesskaga
Nú klukkan 8:07 í morgun varð jarðskjálfti, í kring um 5 að stærð. Hann átti upptök sín á Reykjanesskaga, líkt og svo margir jarðskjálftar sem orðið hafa síðustu daga.

Vætusamt og hlýtt í dag en kólnar á morgun
Búast má við sunnan- og suðvestanátt, um tíu til átján metrum á sekúndu í dag. Vætusamt verður og fremur hlýtt, en úrkomulítið norðaustantil á landinu.

Partígestur ýtti við lögregluþjóni og sparkaði í lögreglubíl
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um partíhávaða frá íbúð í Hlíðahverfinu í Reykjavík klukkan hálf eitt í nótt. Samkvæmt dagbók lögreglu var þar fjöldi ungmenna með múgæsing og fóru fæst þeirra eftir fyrirmælum lögreglu, sem ekki kemur fram hver voru.

Á annan tug skjálfta yfir þremur í nótt
Tólf jarðskjálftar, þrír að stærð eða meira, hafa orðið síðan á miðnætti í nótt, samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum mælinga Veðurstofunnar. Skjálftarnir sem um ræðir urðu allir á Reykjanesskaga.

Telja líklegustu gossvæðin við Trölladyngju og að hraun flæði um mitt Reykjanesið
Líklegustu eldgosasvæðin eru við Trölladyngju samkvæmt eldsuppkomuspá Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. Ef af gosi verður er líklegast að hraun flæði um mitt Reykjanes.

Jarðskjálftinn í kvöld sá þriðji öflugasti í hrinunni
Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna, USGS, telur jarðskjálftann sem varð á Reykjanesskaga klukkan 22.39 í kvöld hafa verið 4,9 stig að stærð. Veðurstofa Íslands mat skjálftann í fyrstu upp á ýmist 4,3 stig eða 4,7 stig en núna hefur Veðurstofan endurmetið styrk hans og telur hann einnig hafa verið 4,9 stig.

Veikindadögum fjölgað frá því í janúar
Veikindadagar barna á leikskólum Reykjavíkur voru meira en helmingi færri í janúar 2021 miðað við í janúar 2020. Hins vegar eru merki um að veikindadögunum sé að fjölga á ný.

Skjálftinn mældist 4,9 að stærð
Enn skelfur jörðin og fannst rétt í þessu snarpur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann 4,9 að stærð.

Gaslyktin í Vesturbænum kom til vegna efnafræðitilraunar
„Eru fleiri í Vesturbænum að finna sterka gaslykt úti við?“ svona hefst færsla sem rituð var í Facebook hópinn „Vesturbærinn.“ Nokkrir íbúar furðuðu sig á lyktinni og hvaðan hún kæmi.

Málið umfangsmikið og rannsókn rétt að hefjast
Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn á morðinu í Rauðagerði gríðarlega umfangsmikla og langt í land að hún klárist. Karlmaður á fimmtugsaldri var í morgun úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í tengslum við málið.

Snarpur skjálfti fannst vel í höfuðborginni
Snarpur jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu.

Ekki viss um að óvenju margar fæðingar undanfarnar vikur séu afleiðingar samkomubannsins
Óvenju mörg börn hafa fæðst á fæðingarvakt Landspítalans undanfarnar tvær vikur, eða hátt í sautján á dag.

Glæpahópar farnir að nýta sér kunnáttu sérfræðinga
Lögregla áætlar að um fimmtán glæpahópar séu starfræktir hérlendis. Hóparnir virðast í auknum mæli nýta sér aðstoð sérfræðinga við afbrot sín. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa einhverja tengingu við fíkniefnaframleiðslu eða -dreifingu.

Mikil notkun á Fentanýl og aukinn fjöldi ofskammtana
Talsvert hefur borið á ofskömmtunum í gistiskýlum borgarinnar, sem rakið er til aukinnar notkunar á Fentanýlplástrum. Kallað er eftir því að neyðarlyfið Naloxon verði aðgengilegt fólki svo hægt sé að koma í veg fyrir dauðsföll.

Rúmlega 5000 skjálftar mælst á svæðinu: „Á meðan að hrinan er í gangi eru auknar líkur á því að það verði stærri skjálfti og allt að 6,5“
Skjálfti að stærðinni 4,1 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu klukkan 18:24. Upptökin eru norðaustur af Fagradalsfjalli.

Undirbúa sérstaka úttekt á lífslokameðferðum HSS
Embætti landlæknis undirbýr nú úttekt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sérstöku tilliti til þjónustu við aldraða og langveika í tengslum við líknar- og lífslokameðferð. Tilefnið er grunur um alvarleg mistök hjá stofnuninni sem talin eru hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings.

Yfirlæknar á Landspítalanum vilja óháða úttekt á flutningi krabbameinsskimunar
Samtök yfirlækna á Landspítala segja að yfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila þegar ákvörðun var tekin um að allar rannsóknir á leghálsskimunarsýnum verði fluttar frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga.

Kvöldfréttir Stöðvar2
Jörð nötrar enn á suðvesturhorninu þar sem stórir jarðskjálftar hafa mælst í dag. Þrjátíu skjálftar hafa mælst yfir þremur. Við ræðum málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar kl.18:30 við Kristínu Jónsdóttur hópsstjóra náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands og Fannar Jónasson bæjarstjóra Grindavíkur.

Ekkert lát á snörpum skjálftum
Snarpur skjálfti 4,4 að stærð reið yfir á suðvesturhorninu um klukkan 16:48 og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu.