Mikil notkun á Fentanýl og aukinn fjöldi ofskammtana Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. febrúar 2021 20:00 Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir hefur áhyggjur af aukinni Fentanýl notkun. Vísir/Einar Árnason Talsvert hefur borið á ofskömmtunum í gistiskýlum borgarinnar, sem rakið er til aukinnar notkunar á Fentanýlplástrum. Kallað er eftir því að neyðarlyfið Naloxon verði aðgengilegt fólki svo hægt sé að koma í veg fyrir dauðsföll. Forðalyfið Fentanýl er eitt sterkasta verkjalyf á markaðnum og er hundrað sinnum sterkara en morfín. Fentanýl er í plástraformi en þeir sem misnota lyfið leysa plásturinn oftast upp og sprauta efninu í sig. Lyfið getur verið lífshættulegt og til að setja það í samhengi er það talið um fimmtíu sinnum sterkara en heróín. „Við höfum orðið óþægilega vör við það að það hafi verið aukinn fjöldi ofskammtana í neyðarskýlunum og utan neyðarskýlanna líka. Þetta eru allavega fimm tilvik frá áramótunum. Við teljum það frekar alvarlega stöðu,” segir Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hjá þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Hún segir ofskammtanirnar tengjast notkun á notuðum Fentanýlplástrum. Notkunin hafi verið óvenju mikil að undanförnu og útlit fyrir að mikið magn af plástrunum séu í umferð þessi dægrin. „Ég hef ekki séð svona mikla aukningu á svona skömmum tíma en auðvitað hefur þetta gerst í lotum,” segir Hrafnhildur, aðspurð hvort Fentanýl sé í meiri umferð nú en áður. Neyðarlyfið Naloxon getur reynst fólki sem tekur of stóran skammt af ópíóðum á borð við Fentanýl lífsbjörg. Það fæst hins vegar aðeins gegn lyfseðli og því aðeins lítið magn af lyfinu í gistiskýlum, hjá Frú Ragnheiði og lögreglunni, svo dæmi séu tekin. „Við höfum getað reddað okkur í gegnum kennitölur einstaklinga og með aðstoð frá kerfinu, en við hjá Reykjavíkurborg getum ekki fengið uppáskrifaðan lyfseðil því við erum ekki heilbrigðisstofnun,” segir hún. „Þetta er lífsnauðsynlegt,” bætir Hrafnhildur við. Hún kallar eftir því að lyfið verði lausasölulyf líkt og víða um heim, til dæmis í Bandaríkjunum. „Auðvitað ætti þetta að vera lausasölulyf eins og pillan. Foreldrar ættu að geta farið í apótek fyrir bornin sín, þó þau séu orðin fullorðin, og keypt þetta og notendur eiga líka að geta sótt sér þennan búnað.” Fíkn Reykjavík Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Forðalyfið Fentanýl er eitt sterkasta verkjalyf á markaðnum og er hundrað sinnum sterkara en morfín. Fentanýl er í plástraformi en þeir sem misnota lyfið leysa plásturinn oftast upp og sprauta efninu í sig. Lyfið getur verið lífshættulegt og til að setja það í samhengi er það talið um fimmtíu sinnum sterkara en heróín. „Við höfum orðið óþægilega vör við það að það hafi verið aukinn fjöldi ofskammtana í neyðarskýlunum og utan neyðarskýlanna líka. Þetta eru allavega fimm tilvik frá áramótunum. Við teljum það frekar alvarlega stöðu,” segir Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hjá þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Hún segir ofskammtanirnar tengjast notkun á notuðum Fentanýlplástrum. Notkunin hafi verið óvenju mikil að undanförnu og útlit fyrir að mikið magn af plástrunum séu í umferð þessi dægrin. „Ég hef ekki séð svona mikla aukningu á svona skömmum tíma en auðvitað hefur þetta gerst í lotum,” segir Hrafnhildur, aðspurð hvort Fentanýl sé í meiri umferð nú en áður. Neyðarlyfið Naloxon getur reynst fólki sem tekur of stóran skammt af ópíóðum á borð við Fentanýl lífsbjörg. Það fæst hins vegar aðeins gegn lyfseðli og því aðeins lítið magn af lyfinu í gistiskýlum, hjá Frú Ragnheiði og lögreglunni, svo dæmi séu tekin. „Við höfum getað reddað okkur í gegnum kennitölur einstaklinga og með aðstoð frá kerfinu, en við hjá Reykjavíkurborg getum ekki fengið uppáskrifaðan lyfseðil því við erum ekki heilbrigðisstofnun,” segir hún. „Þetta er lífsnauðsynlegt,” bætir Hrafnhildur við. Hún kallar eftir því að lyfið verði lausasölulyf líkt og víða um heim, til dæmis í Bandaríkjunum. „Auðvitað ætti þetta að vera lausasölulyf eins og pillan. Foreldrar ættu að geta farið í apótek fyrir bornin sín, þó þau séu orðin fullorðin, og keypt þetta og notendur eiga líka að geta sótt sér þennan búnað.”
Fíkn Reykjavík Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira