Mikil notkun á Fentanýl og aukinn fjöldi ofskammtana Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. febrúar 2021 20:00 Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir hefur áhyggjur af aukinni Fentanýl notkun. Vísir/Einar Árnason Talsvert hefur borið á ofskömmtunum í gistiskýlum borgarinnar, sem rakið er til aukinnar notkunar á Fentanýlplástrum. Kallað er eftir því að neyðarlyfið Naloxon verði aðgengilegt fólki svo hægt sé að koma í veg fyrir dauðsföll. Forðalyfið Fentanýl er eitt sterkasta verkjalyf á markaðnum og er hundrað sinnum sterkara en morfín. Fentanýl er í plástraformi en þeir sem misnota lyfið leysa plásturinn oftast upp og sprauta efninu í sig. Lyfið getur verið lífshættulegt og til að setja það í samhengi er það talið um fimmtíu sinnum sterkara en heróín. „Við höfum orðið óþægilega vör við það að það hafi verið aukinn fjöldi ofskammtana í neyðarskýlunum og utan neyðarskýlanna líka. Þetta eru allavega fimm tilvik frá áramótunum. Við teljum það frekar alvarlega stöðu,” segir Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hjá þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Hún segir ofskammtanirnar tengjast notkun á notuðum Fentanýlplástrum. Notkunin hafi verið óvenju mikil að undanförnu og útlit fyrir að mikið magn af plástrunum séu í umferð þessi dægrin. „Ég hef ekki séð svona mikla aukningu á svona skömmum tíma en auðvitað hefur þetta gerst í lotum,” segir Hrafnhildur, aðspurð hvort Fentanýl sé í meiri umferð nú en áður. Neyðarlyfið Naloxon getur reynst fólki sem tekur of stóran skammt af ópíóðum á borð við Fentanýl lífsbjörg. Það fæst hins vegar aðeins gegn lyfseðli og því aðeins lítið magn af lyfinu í gistiskýlum, hjá Frú Ragnheiði og lögreglunni, svo dæmi séu tekin. „Við höfum getað reddað okkur í gegnum kennitölur einstaklinga og með aðstoð frá kerfinu, en við hjá Reykjavíkurborg getum ekki fengið uppáskrifaðan lyfseðil því við erum ekki heilbrigðisstofnun,” segir hún. „Þetta er lífsnauðsynlegt,” bætir Hrafnhildur við. Hún kallar eftir því að lyfið verði lausasölulyf líkt og víða um heim, til dæmis í Bandaríkjunum. „Auðvitað ætti þetta að vera lausasölulyf eins og pillan. Foreldrar ættu að geta farið í apótek fyrir bornin sín, þó þau séu orðin fullorðin, og keypt þetta og notendur eiga líka að geta sótt sér þennan búnað.” Fíkn Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Forðalyfið Fentanýl er eitt sterkasta verkjalyf á markaðnum og er hundrað sinnum sterkara en morfín. Fentanýl er í plástraformi en þeir sem misnota lyfið leysa plásturinn oftast upp og sprauta efninu í sig. Lyfið getur verið lífshættulegt og til að setja það í samhengi er það talið um fimmtíu sinnum sterkara en heróín. „Við höfum orðið óþægilega vör við það að það hafi verið aukinn fjöldi ofskammtana í neyðarskýlunum og utan neyðarskýlanna líka. Þetta eru allavega fimm tilvik frá áramótunum. Við teljum það frekar alvarlega stöðu,” segir Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hjá þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Hún segir ofskammtanirnar tengjast notkun á notuðum Fentanýlplástrum. Notkunin hafi verið óvenju mikil að undanförnu og útlit fyrir að mikið magn af plástrunum séu í umferð þessi dægrin. „Ég hef ekki séð svona mikla aukningu á svona skömmum tíma en auðvitað hefur þetta gerst í lotum,” segir Hrafnhildur, aðspurð hvort Fentanýl sé í meiri umferð nú en áður. Neyðarlyfið Naloxon getur reynst fólki sem tekur of stóran skammt af ópíóðum á borð við Fentanýl lífsbjörg. Það fæst hins vegar aðeins gegn lyfseðli og því aðeins lítið magn af lyfinu í gistiskýlum, hjá Frú Ragnheiði og lögreglunni, svo dæmi séu tekin. „Við höfum getað reddað okkur í gegnum kennitölur einstaklinga og með aðstoð frá kerfinu, en við hjá Reykjavíkurborg getum ekki fengið uppáskrifaðan lyfseðil því við erum ekki heilbrigðisstofnun,” segir hún. „Þetta er lífsnauðsynlegt,” bætir Hrafnhildur við. Hún kallar eftir því að lyfið verði lausasölulyf líkt og víða um heim, til dæmis í Bandaríkjunum. „Auðvitað ætti þetta að vera lausasölulyf eins og pillan. Foreldrar ættu að geta farið í apótek fyrir bornin sín, þó þau séu orðin fullorðin, og keypt þetta og notendur eiga líka að geta sótt sér þennan búnað.”
Fíkn Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira