Fleiri fréttir

Svefnlausir starfsmenn dýrir vinnuveitendum sínum

Það er allt of algengt að fólk komi þreytt og illa sofið í vinnuna, sem er dýrt fyrir atvinnurekendur því þá er meiri hætta á mistökum hjá starfsfólki og að það lendi í slysum. Þá taki svefnlausir starfsmenn 100% fleiri veikindadaga heldur en þeir sem sofa vel. Þetta segir svefnráðgjafi, sem segir ekkert jafnast á við góðan svefn.

Skotinn til bana fyrir utan heimili sitt

Karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti síðastliðna nótt. Karlmaður er í haldi lögreglu í tenglsum við málið. 

Mannslát í Reykjavík til rannsóknar og einn í haldi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um slasaðan karlmann á fertugsaldri fyrir utan hús í Rauðagerði í Reykjavík. Endurlífgunartilraunir hófust strax á vettvangi og í kjölfarið var hann fluttur á Landspítala. Hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komuna. 

Þriðji ­staðurinn á von á sekt eftir brot um helgina

Aðstandendur eins veitingastaðar í Reykjavík mega eiga von á kæru, þar sem staðnum hafði ekki verið lokað þegar klukkan var tuttugu mínútur yfir tíu í gærkvöldi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar og sömuleiðis Kristrúnu Frostadóttur sem mun skipa efsta sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi þingkosningum.

Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa

Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson.

Á von á að málum staðanna í mið­bænum ljúki með sekt

Víða var fullbókað á veitingastöðum í miðborginni í gær, fyrstu helgina sem krár og skemmtistaðir fengu að taka úr lás eftir rúmlega fjögurra mánaða lokun. Tveir veitingastaðir eiga von á sekt vegna brota á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Harður árekstur og skemmdarverk í ráðhúsinu

Lögregla var kölluð á vettvang um kl. 21 í gærkvöldi eftir að bifreið var ekið á vegrið á Bústaðavegi með þeim afleiðingum að hún kastaðist yfir á rangan vegarhelming og framan á aðra bifreið.

Tveir veitingastaðir eiga mögulega von á sektum

Einn veitingastaður má búast við kæru fyrir brot á sóttvarnalögum annars vegar og brot á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald annars vegar. Annar veitingstaður verður hugsanlega kærður fyrir brot á sóttvarnalögum.

Þrífættur hundur

Tíkin Zenta er magnaður hundur á bænum Árbæjarhjáleigu í Holtum í Rangárþingi ytra því hún er aðeins með þrjár lappir en lætur það ekki aftra sig við að gera alla hluti eins og hún gerði áður þegar hún var með sínar fjórar lappir.

Sex prósent lands­manna urðu fyrir barðinu á elti­hrelli árið 2019

Eltihrellar mega búast við allt að fjögurra ára fangelsisvist eftir að Alþingi hefur samþykkt sérstök lög um umsáturseinelti. Um sex prósent landsmanna urðu fyrir barðinu á eltihrelli árið 2019. Dómsmálaráðherra segir þetta ofbeldisglæp og eitt mál af þessu tagi sé einu máli of mikið.

Færu beint í hörðustu að­gerðir ef til fjórðu bylgju kæmi

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að gripið yrði strax til harðra aðgerða ef vísbendingar kæmu upp um að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins væri að hefjast hér á landi. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ákvað í dag að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig, í fyrsta skipti síðan 4. október síðastliðinn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að atvinnulíf á Seyðisfirði hafi orðið fyrir verulegu áfalli vegna náttúruhamfaranna á í desember. 

Fáum fleiri bólu­efna­skammta en gert var ráð fyrir

Evrópusambandið og bóluefnisframleiðandinn Pfizer hafa gert með sér viðbótarsamning um kaup á hið minnsta 200 milljón skömmtum af bóluefni, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum í dag. Þá er von á fleiri skömmtum til ríkja Evrópusambandsins frá AstraZeneca en búist var við. Ísland fær þar með fleiri bóluefnisskammta en áður var gert ráð fyrir.

Tæknin sem brýst í gegnum skýja­huluna og veður­ofsann á K2

Einn stofnenda Geimvísindastofnunar Íslands hefur haft milligöngu um notkun svokallaðra SAR-gervihnattarmynda við leitina að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á fjallinu K2. Hann segir tæknina ekki hafa verið notaða áður við björgunaraðgerð af þessu tagi. Tekist hafi að mynda þann hluta fjallsins, þar sem gönguleiðin liggur, og myndirnar þarfnist hvorki ljóss né heiðríkju.

Neyðarstigi aflétt í fyrsta sinn í fjóra mánuði

Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna kórónuveirufaraldursins. Neyðarstigi var lýst yfir 4. október 2020 þegar þriðja bylgja faraldursins hófst og smitum tók að fjölga verulega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

215 milljónir til upp­byggingar at­vinnu­lífs á Seyðis­firði

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera samkomulag til þriggja ára við sveitarfélagið Múlaþing og Austurbrú, samstarfsvettvang stjórnsýslu á Austurlandi, um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. Verkefninu fylgir 215 milljóna framlag á næstu þremur árum.

Áfangasigur 203 íslenskra kvenna í Frakklandi

Áfrýjunardómstóll í Frakklandi hefur staðfest bótaskyldu þýska eftirlitsfyrirtæksins TÜV Rheinland í máli 203 íslenskra kvenna og fleiri í PIP-sílikonmálinu svokallaða. Alls eru um níu þúsund konur hluti af tveimur málsóknum en konurnar krefjast skaðabóta fyrir heilsutjón sem þær telja púðana hafa valdið sér.

Nýkominn til landsins og smitaði sitt nánasta

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjögur smit sem komu upp á heimili innanlands í gær séu áminning um að faraldurinn sé ekki búinn. Hættan á að smit berist hingað til lands í gegnum landamærin sé enn fyrir hendi.

Unnur tekur U-beygju og ætlar ekki fram

Unnur Brá Konráðsdóttir hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún greinir frá þessu í færslu á Facebook en hún hafði stefnt að þingsæti fyrir kosningarnar sem fram fara í haust.

Heróínsmyglari kannaðist ekkert við fimmtán ára vinskap

Michal Okapiec, þrítugur karlmaður búsettur í Reykjanesbæ, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi, að mestu skilorðsbundið, fyrir smygl á fíkniefnum og lyfjum, brot á vopnalögum og peningaþvætti. Félagi hans sem lögregla telur að hafi verið burðardýr í smyglinu fékk nýlega sex mánaða dóm fyrir sinn þátt.

Sjá næstu 50 fréttir