Fleiri fréttir

Segist vanur brekkunum og hefur engar áhyggjur
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segist engar áhyggjur hafa af því að Framsóknarflokkurinn mælist ekki með einn þingmann í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ef kosið yrði til Alþingis nú. Um er að ræða niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu fyrir fréttastofuna sem fjalla var um í morgun.

Heilbrigðisráðherra gefur þinginu skýrslu um bóluefni
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, mun flytja munnlega skýrslu um öflun og dreifingu bóluefnis á Alþingi í dag. Síðast flutti ráðherra sambærilega skýrslu áður en þingfundum var frestað fyrir jólafrí.

Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær
Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru í sóttkví við greiningu.

Guðmundur Magnússon látinn
Guðmundur Magnússon, kennari og leiðsögumaður, er látinn 84 ára að aldri. Útför Guðmundar fer fram frá Grensáskirkju klukkan 15 í dag en streymt verður frá athöfninni vegna samkomutakmarkana.

Ráðherra fagnar að tekist hafi að afstýra loðnubresti
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu.

Jódís gefur kost á sér í annað sætið
Jódís Skúladóttir, lögfræðingur og oddviti VG í Múlaþingi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jódísi.

Furðar sig á seinagangi við upptöku skimana fyrir ristilkrabbameini
Öll Norðurlöndin utan Íslands eru með reglubundna skimun fyrir krabbameini í ristli. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins furðar sig á því að sú skimun hafi ekki verið tekin upp þegar þjónustan færðist til heilsugæslunnar.

Tólf gefa kost á sér í forvali VG í Norðausturkjördæmi
Alls hafa tólf manns gefið kost á sér í forvali Vinstri grænna um fimm efstu sætin á lista flokksins fyrir þingkosningar næsta haust. Forvalið verður rafrænt og haldið 13. til 15. febrúar næstkomandi.

Malbika veginn að Urriðafossi
Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu 1,2 kílómetra kafla Urriðafossvegar. Kaflinn nær frá gatnamótunum á hringveginum við Þjórsárbrú að bílaplani við Urriðafoss.

Framsókn næði ekki inn manni í Reykjavík
Framsóknarflokkurinn næði ekki inn þingmanni í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ef kosið yrði til Alþingis nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Þá mælist Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum.

Eiga von á því að húsið verði rifið að hluta á morgun
Slökkvistarfi við Kaldasel í Seljahverfi í Breiðholti lauk nú á ellefta tímanum í kvöld. Mikill eldur kom upp í þaki hússins fyrr í kvöld, en þar hafði eldur komið upp í morgun og altjón orðið.

Segir kenningu um nafnið Thymele vera skáldfræði
Rannsóknarprófessor við Árnastofnun segir nýja kenningu þess efnis að fyrsta nafn Íslands hafi verið Thymele en ekki Thule aðeins skemmtilega hugdettu í ætt við skáldfræði. Hann segir þó almennt orðið viðurkennt meðal fræðimanna að Thule sé Ísland.

Aftur logar í þaki hússins við Kaldasel
Eldur er aftur kominn upp í þaki hússins sem varð alelda í morgun. Húsið er í Kaldaseli í Seljahverfi í Breiðholti, en mikill eldur kom upp í húsinu í morgun og varð altjón eftir brunann.

„Hann var einfaldlega perla þessi drengur“
Faðir mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn segir hann hafa verið afar hraustan og slysið skilji eftir sig ótal spurningar. Sonur hans hafi legið á botni laugarinnar í sex mínútur áður en endurlífgunartilraunir hófust. Hann segist ekki vilja finna sökudólga, aðeins fá svör.

Hundar með fjólubláa tungu vekja athygli
Hundar með fjólublá tungu eru sjaldgæfir en þó eru nokkrir slíkir hundar hér á landi með þannig tungu, meðal annars Chow Chow hundar. Tegundin er með mjög loðin felld og líkist helst böngsum eða loðnum öpum.

Hátt í fjórtán þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca væntanlegir til landsins í febrúar
Von er á 13.800 skömmtum af bóluefni frá AstraZeneca í febrúar, ef væntingar ganga eftir um að bóluefnið fái markaðsleyfi í Evrópu á föstudaginn. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá heilbrigðisráðuneytinu við fyrirspurn Rúv.

Yfirboðið í þriðjung dýrari eigna
Sífellt fleiri dýrar fasteignir seljast á yfirverði og í lok árs var yfirboðið í um þriðjung allra eigna sem kostuðu yfir 75 milljónum króna. Hagfræðingur segir þetta til marks um að kreppan snerti fólk með mjög misjöfnum hætti.

Sigldi utan í Elliðaey
Skuttogarinn Dala Rafn VE sigldi utan í Elliðaey við komu til hafnar í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Eyjafréttir greina frá óhappinu en málsatvik eru sögð óljós að svo stöddu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu
Þórólfur Guðnason ítrekaði á upplýsingafundi dagsins að fólk vandi sig við sóttvarnir og fari í sýnatöku við minnstu einkenni. Ástæðan er ótti við bakslag enda er faraldurinn í miklum vexti allt í kringum okkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við yfir stöðuna í nágrannalöndunum og fjöllum nánar um þrjú afbrigði veirunnar sem talin eru ein aðalástæða fleiri smita og dauðsfalla í heiminum.

John Snorri þurfti að snúa við en ætlar seinna á toppinn
Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson og föruneyti hans, sem hélt af stað á topp K2 á laugardaginn, neyddust til að snúa við vegna veðurs og tókst ekki að ljúka för sinni á toppinn. Teymið er komið aftur í grunnbúðirnar og eru allir heilir á húfi.

Ákvörðun um að gefa nemanda núll í prófi vegna meints prófsvindls felld úr gildi
Ákvörðun deildarforseta við raunvísindadeild Háskóla Íslands um að gefa nemanda núll í einkunn á lokaprófi í lífrænni efnafræði vegna meints prófsvindls hefur verið felld úr gildi. Ákvörðun um að veita nemandanum ekki rétt til endurtökuprófs og að veita honum áminningu hefur einnig verið felld úr gildi. Þetta kemur fram í úrskurði áfrýjunarnefndar kærumála háskólanema sem birtur var í dag.

Felix á fætur og steig dans
Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi þann 14. janúar, fór á fætur í fyrsta skipti í dag. Ekki nóg með það heldur steig hann léttan dans eins og sjá má að neðan.

Segja laugaverði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð
Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar.

Rýmingu aflétt á hluta Seyðisfjarðar
Ákveðið hefur verið að lækka almannavarnastig á Seyðisfirði vegna skriðuhættu úr hættustigi á óvissustig. Þá hefur rýmingu verið aflétt á hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi.

Fólkið á Grund bólusett og takmarkanir minnkaðar í næstu viku
Bólusetningu heimilismanna Grundarheimilanna lauk fyrir helgi. Frá og með 1. febrúar verður hægt að minnka þær takmarkanir sem verið hafa á heimsóknum aðstandenda til heimilismanna. Þó er ekki reiknað með eðlilegu ástandi fyrr en í fyrsta lagi í byrjun sumars.

Bíða niðurstöðu krufningar eftir andlátið í Sundhöllinni
Andlát karlmanns á fertugsaldri sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag er komið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Er nú beðið niðurstöðu úr krufningu.

Fjörutíu prósent ánægð með störf ríkisstjórnarinnar
Tæplega fjörutíu prósent landsmanna segjast ánægð með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir eðlilegt að stuðningur dali nú þegar betur efnaghagskrísan eftir faraldurinn sé farin að bíta.

Full staðkennsla í MH frá og með mánaðamótum
Full staðkennsla samkvæmt stundatöflu verður í Menntaskólanum við Hamrahlíð frá og með mánudeginum 1. febrúar. Þetta kemur fram í tölvupósti Steins Jóhannssonar rektors til foreldra og nemenda í gær.

Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir
Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi.

Elfa Svanhildur nýr forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Elfu Svanhildi Hermannsdóttur í embætti forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.

Íbúinn útskrifaður af slysadeild
Altjón varð þegar eldur kom upp í einbýlishúsi við Kaldasel snemma í morgun. Varðstjóri telur að eldurinn hafi verið búinn að malla lengi því efri hluti hússins hafi verið nánast alelda. Einn íbúi var fluttur á slysadeild með reykeitrun. Hann hefur verið útskrifaður.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um brunann í Breiðholti í morgun þar sem einbýlishús í Kaldaseli skemmdist mikið í eldi.

Nýleg dæmi um að fólk sé á ferðinni með einkenni Covid-19
Nýleg dæmi eru um að fólk sé á ferðinni í sínum daglegu störfum með einkenni Covid-19. Þess vegna hvetja almannavarnir og sóttvarnayfirvöld almenning áfram til þess að fara í sýnatöku við minnstu einkenni.

Einn greindist innanlands
Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví.

Svona voru aðstæður í Kaldaseli í morgun
Slökkvistarfi er nú að ljúka við einbýlishús í Kaldaseli sem varð miklum eldi að bráð í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er dagvaktin nú tekin við af næturvaktinni sem fór fyrst á vettvang í morgun.

Svona var 156. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til reglulegs upplýsingafundar klukkan 11 í dag.

„Ekkert endilega viss um að við eigum að flýta okkur mjög hratt núna í því að slaka mikið á“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur fólk til að vera áfram duglegt að mæta í sýnatöku við minnstu einkenni en undanfarið hafi færri mætt í sýnatökur. Þá minnir Þórólfur á að núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar.

Rýmingu aflétt í Skutulsfirði
Veðurstofan hefur aflýst hættustigi sem varðar þau þrjú atvinnuhúsnæði sem rýmd voru á Ísafirði í Skutulsfirði síðastliðinn föstudag.

„Húsið var í rauninni alelda þegar við komum“
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli varð alelda í morgun. Altjón virðist hafa orðið í brunanum. Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús.

Éljagangur á Norður- og Austurlandi og frost allt að tíu stig
Norðan- og norðaustanátt í dag, víða átta til fimmtán metrar á sekúndu. Það er spáð áframhaldandi éljagangi á Norður- og Austurlandi og því eru enn líkur á samgöngutruflunum á þeim slóðum, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Ferðalangar ættu því að kynna sér færð og ástand vega áður en lagt er af stað.

Kosningar 2021: Stjórnmálaviðhorfið í upphafi kosningaárs
Í haust fara alþingiskosningar fram við sérstæðar aðstæður, líkast til undir lok skæðasta heimsfaraldurs í lifandi manna minnum (vonandi verður hann ekki enn í miklum gangi). Við – ásamt heimsbyggðinni allri – verðum þá væntanlega á fyrstu stigum í uppgjöri við hann og viðbrögðin við honum.

Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns
Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall.

Yfir sjötíu snjóflóð á tíu dögum: „Þetta er dálítið kröftug snjóflóðahrina“
Skráð hafa verið 72 snjóflóð hjá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands síðustu tíu dag. Þar af hafa fallið 33 á Vestfjörðum, 27 á Norðausturlandi og níu á Norðvesturlandi þegar þetta er skrifað en snjóflóðahrina hefur staðið yfir á Vestfjörðum og á Norðurlandi síðan á mánudaginn. Ríflega tuttugu þessara snjóflóða féllu síðasta sólarhringinn. Snjóflóð féll til að mynda yfir Flateyrarveg síðdegis í dag.

Eitthvað mikið þurfi að fara úrskeiðis til að breytt nálgun heppnist ekki
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ánægjulegt hve fáir hafi greinst með covid-19 innanlands undanfarna daga. Hann bendir þó á að það sé áhyggjuefni hversu margir séu enn að greinast á landamærunum. Þeir sem þar greinist geti orðið alvarlega veikir sem geti skilað sér í auknu álagi á heilbrigðiskerfið.