Fleiri fréttir

Harma að myndlistamenn tortyggi eigin fulltrúa
Samband íslenskra myndlistarmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um úthlutunarnefnd starfslauna myndlistarmanna. Yfirlýsingin kemur í kjölfar gagnrýni Snorra Ásmundarsonar myndlistarmanns, sem telur vinagreiða ráða för við úthlutunina.

Fjölnir sigraði Snorra í formannskjörinu
Fjölnir Sæmundsson, lögreglufulltrúi og varaþingmaður Vinstri grænna, hefur verið kjörinn nýr formaður stjórnar Landssambands lögreglumanna. Hann bar sigur úr býtum gegn Snorra Magnússyni sitjandi formanni.

Áhyggjuefni að færri fari í sýnatöku
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fulla ástæðu til að gleðjast yfir þeim árangri sem hefur náðst í baráttunni við kórónuveiruna í þessari þriðju bylgju faraldursins. Enginn smit greindust innanlands í gær, en hátt í sjö hundruð fóru í sýnatöku.

„Við máttum ekki alveg við þessu“
Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að gríðarlegur vatnsleki í skólanum í fyrrinótt sé enn eitt áfallið fyrir nemendur, ofan á erfiðar annir sem undangengnar eru í kórónuveirufaraldrinum. Hreinsunarstarf gekk vel í skólanum í dag.

Eyvindur og Jóhannes hæfastir í Endurupptökudóm
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður séu hæfastir umsækjenda um dómarastöðu við Endurupptökudóm.

„Erfitt fyrir fólk að koma aftur í vinnuna eftir langa fjarveru“
Sóttvarnalæknir telur aðgerðir á landamærum hafa skipt sköpum í baráttunni við kórónuveiruna. Hann er bjartsýnn á að það takist að slaka á sóttvarnaraðgerðum fyrr en til stóð en segir þó mikilvægt að flýta sér hægt. Sálfræðingur segir erfitt fyrir marga að mæta aftur til vinnu eftir langa fjarveru nú þegar vinnustaðir eru farnir að bjóða fleirum að mæta aftur á skrifstofurnar.

Áfram hættustig á Siglufirði
Óvissustig verður áfram á öllu Norðurlandi og hættustig á Siglufirði vegna snjóflóðahættu. Afleitt verður hefur verið fyrir norðan í dag, hvöss norðanátt með snjókomu eða éljum.

„Ég ætla að hugsa vel um hendurnar hans“
Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðustu viku, braggast vel eftir aðgerðina. Hann hlakkar mest til að verða sjálfbjarga á ný og er hæstánægður með nýju hendurnar, sem hann segir meira að segja dálítið líkar höndunum sem hann missti.

Óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum
Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum, en nokkur minni snjóflóð hafa verið að falla á svæðinu. Ekkert þeirra hefur þó náð niður á veg.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Sóttvarnalæknir telur aðgerðir á landamærum hafa skipt sköpum í baráttunni við kórónuveiruna og er bjartsýnn á að það takist að slaka á sóttvarnaraðgerðum fyrr en til stóð.

Skotið á skrifstofur þriggja flokka og SA á einu ári
Lögregla telur að skotið hafi verið á skrifstofur Viðreisnar, Sjálfstæðisflokksins, Samtaka atvinnulífsins og nú Samfylkingarinnar á einu ári. Talið er að notast hafi verið við loftriffil í öllum tilvikum.

Mál Jón Baldvins sent aftur heim í hérað
Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að taka aftur fyrir frávísunarkröfu Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðerra í dómsmáli er varðar meinta kynferðislega áreitni hans á hendur Carmen Jóhannsdóttur. Þetta er niðurstaða Landsréttar.

Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni
Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019.

Börnin nutu vafans og skólabílstjóri fær engar bætur
Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað Dalabyggð af kröfu manns um miska- og skaðabætur fyrir að hafa neitað honum um starf sem skólabílstjóri. Sveitarfélagið sendi verktakafyrirtæki sem annaðist aksturinn bréf þar sem tilkynnt var um þá ákvörðun að hafna því að maðurinn myndi sinna slíkum akstri.

Sex mánaða dómur fyrir að keyra á nágranna sinn
Landsréttur staðfesti í dag sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Ragnari Val Björgvinssyni fyrir að hafa ekið á nágranna sinn Hreggvið Hermannsson í desember 2017. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 og staðfesti Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari niðurstöðuna í samtali við fréttastofu.

Tomasz og fjölskylda þakka þeim sem komu að slysinu
Lögregla hefur komið á framfæri kæru þakklæti frá Tomasz Majewski og fjölskyldu hans til vegfarenda sem voru fyrstir á vettvang í Skötufirði á laugardag og til allra viðbragðsaðila auk starfsfólks Landspítalans.

Sex vilja gegna embætti forstjóra Hafró
Alls sóttu sex um embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar sem auglýst var þann 19. desember 2020. Umsóknarfrestur rann út þann 19. janúar síðastliðinn, en í hópi umsækjenda er núverandi forstjóri, Sigurður Guðjónsson.

Endurtekið skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka
Svo virðist sem endurtekið sé skotið á skrifstofur íslenskra stjórnmálaflokka hér á landi. Starfsmenn á skrifstofu Samfylkingarinnar sáu göt á rúðum skrifstofu flokksins í Sóltúni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fundust litlar byssukúlur á vettvangi.

Guðmundur Felix þakkar þjóðinni og sýnir nýju handleggina
„Komið þið sæl, kæru Íslendingar. Það er loksins komið að þessu,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson „handhafi“ í kveðju til landsmanna.

„Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta“
Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir Siglfirðinga orðna langþreytta á lokunum með tilheyrandi raski á atvinnustarfsemi. Það sé allt of algengt að íbúar verði innlyksa dögum saman vegna ófærðar. Eina lausnin séu jarðgöng.

Rósa Björk vill leiða lista Samfylkingarinnar í Kraganum
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur sóst eftir að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum.

Handtekinn vegna gruns um íkveikju í húsi á Ólafsfirði
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur nú til rannsóknar eldsvoða á Kirkjuvegi 7 á Ólafsfirði sem kom upp aðfararnótt mánudagsins 18. janúar.

Teitur Björn ætlar aftur á þing
Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir þingsæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum í haust. Frá þessu greinir hann í færslu á Facebook og segist töluvert hafa verið spurður út í framboðsmál að undanförnu.

Telja að skotið hafi verið á skrifstofur Samfylkingarinnar
Starfsfólk skrifstofu Samfylkingarinnar gerði lögregu viðvart í morgun þegar það mætti til vinnu og sá göt á gluggarúðum húsnæðisins við Sóltún 26, sem virðast vera eftir byssukúlur. Tæknideild lögreglu rannsakar nú málið.

Þórólfur bjartsýnn og útilokar ekki að slaka fyrr á aðgerðum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef fram haldi sem horfir í fjölda innanlandssmita hér á landi muni hann taka frekari afléttingar til skoðunar. Hann leggur þó enn áherslu á að grunnreglan sé að flýta sér hægt. Erlendir miðlar sýna stöðunni á Íslandi áhuga enda ástandið í mörgum nágrannalöndunum afar erfitt.

Reyna að koma rafmagni aftur á í dag
Hreinsunarstarf og uppbygging heldur áfram í Háskóla Íslands í dag eftir vatnsleka í húsnæði skólans í fyrrinótt. Á meðal verkefna dagsins er að gera við lyftur og koma rafmagni aftur á. Þá var unnt að opna Hámu og Bóksölu stúdenta á ný í morgun - en bið verður á opnun Stúdentakjallarans.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádegisfréttum okkar heyrum við í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni en þau ánægjulegu tíðindi bárust í morgun að engin smit greindust innanlands í gær.

Snjóflóð féll fyrir ofan veginn um Eyrarhlíð
Í morgun féll lítið snjóflóð á varnarþil fyrir ofan veginn um Eyrarhlíð sem liggur á milli Ísafjarðar og Hnífsdals.

Sækist eftir að leiða lista Pírata í Suðurkjördæmi
Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata í Suðurkjördæmi, hefur gefið kost á sér til að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara í september.

Oddvitinn gefur kost á sér í 2.-3. sæti
Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps, hefur ákveðið að vandlega athuguðu máli í samráði við fjölskyldu og vinni að bjóða sig fram á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og sækist þar eftir 2. til 3. sæti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Helga.

Enginn greindist innanlands í gær
Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm greindust á landamærum. Alls eru 89 manns nú í einangrun vegna Covid-19.

Rannsókn lokið: Ásmundarsalarmálið sent ákærusviði
Lögregla hefur lokið rannsókn á mögulegum sóttvarnabrotum í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar aðstoðaryfirlögregluþjóns verður málið sent ákærusviði lögreglunnar í dag, ef það er ekki þegar komið þangað.

Rústabjörgunarmaður vill annað sætið á lista Pírata í Kraganum
Gísli Rafn Ólafsson hefur ákveðið að kost á sér í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara næsta haust. Hann sækjast eftir öðru sæti á lista flokksins í því kjördæmi, sæti sem hann segir að verði án efa baráttusæti.

RÚV eykur enn hlutdeild sína á auglýsingamarkaði
Tekjusamdráttur fjölmiðla er sem nemur sjö prósentum árið 2019 á föstu verðlagi. Fjórar af hverju tíu krónum fara til erlendra aðila.

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar vill á þing
Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér í annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar sem fram fara næsta haust.

Guðmundur Felix fer líklega af gjörgæslu í dag
Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handleggjaágræðslu í Lyon í Frakklandi í síðustu viku, verður líklegast útskrifaður af gjörgæslu í dag.

Að minnsta kosti 54 af 63 þingmönnum hyggjast þiggja bólusetningu gegn Covid-19
Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna hyggst þiggja bólusetningu gegn Covid-19, samkvæmt svörum við fyrirspurn Vísis. 54 segja annað hvort já eða hefðu sagt já ef þeir hefðu ekki þegar fengið sjúkdóminn.

Gular viðvaranir vegna norðanhríðar: Skafrenningur, lítið skyggni og snjóflóðahætta
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna norðanhríðar á norður- og austurhluta landsins. Viðvaranirnar taka gildi klukkan níu nú fyrir hádegi og gilda til miðnættis annað kvöld. Þær gilda í eftirfarandi landshlutum:

Segir Grænland vera að hrökkva í gírinn sem tilvonandi sjálfstætt ríki
Stefnt er að því að stórefla samstarf Íslendinga og Grænlendinga og var fyrsta skrefið kynnt í dag þegar Össur Skarphéðinsson, formaður Grænlandsnefndar utanríkisráðherra, afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni yfirgripsmikla skýrslu um hvernig best væri að fara að.

109 tilkynningar borist vegna gruns um aukaverkun
Alls hafa 109 tilkynningar borist Lyfjastofnun vegna gruns um aukaverkun í kjölfar bólusetningar við Covid-19. Þar af eru 75 vegna bóluefnis Pfizer/BioNTech og 34 vegna Moderna. Níu tilkynningar eru metnar alvarlegar, ein í tengslum við bóluefni Moderna. Búið er að bólusetja 5.725 einstaklinga hér á landi með fyrri skammti.

Sjáðu þegar vatnið fór að flæða inn í Háskóla Íslands
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist vongóður um að tjón vegna mikils vatnsleka í húsakynnum háskólans í vesturbæ Reykjavíkur í nótt verði bætt. Myndband úr öryggismyndavél sýnir upphaf lekans og hvernig vatn flæddi inn í háskólann.

Óeining um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar á Alþingi
Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um breytingar á stjórnarskránni fékk dræmar undirtektir á Alþingi í dag. Ólíklegt er að það nái fram að ganga í heild sinni.

„Hélt við værum örugg undir snjóflóðavarnargarðinum“
Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Greinilegt sé að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu. Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið.

Gunnar Smári segir aumt að bjóða far og halda því þá fram að hann heimti undir sig einkaþotu
Gunnar Smári Egilsson blaðamaður hefur ritað mikla grein þar sem hann svarar því sem á hann stendur í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Stórtjón varð þegar vatnslögn við Háskóla Íslands gaf sig í nótt og ríflega tvö þúsund tonn af vatni flæddu um byggingar skólans. Sýnt verður frá vatnsflaumnum sem starfsfólk og slökkvilið hefur barist við í dag í kvöldfréttum Stöðvar 2.