Fleiri fréttir

Býst við hærra spennustigi í aðdraganda kosninga

Bankasala, miðhálendisþjóðgarður og breytingar á stjórnarskrá eru meðal stórra mála sem bíða umfjöllunar hjá Alþingi sem kemur saman í dag eftir jólafrí. Forsætisráðherra býst við hærra spennustigi nú í aðdraganda kosninga og reiknar með að það hafi áhrif á þingstörfin.

Mörg dæmi um Ís­lendinga í vand­ræðum á landa­mærum víða um heim

Almannavarnir og sóttvarnalæknir mæla ekki með því að fólk fari til útlanda nema brýna nauðsyn beri til. Yfirvöld hafa heyrt mörg dæmi um Íslendinga sem eru að lenda í vandræðum á landamærum erlendis þótt þeir séu til dæmis með vottorð sem sýnir neikvætt kórónuveirupróf.

Fimm og tíu þúsund krónur hurfu endurtekið úr sjóðsvél Olís

Kona á sextugsaldri hefur verið dæmt í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt með því að hafa sem starfsmaður þjónustustöðvar Olís við Hafnarfjarðarveg í Garðabæ dregið sér peninga úr sjóðsvél verslunarinnar í þrettán skipti.

Játaði leynilega upptöku af ungum stúlkum inni á baðherbergi

Karlmaður búsettur í Mosfellsbæ hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið upp myndskeið á símann sinn af tveimur ólögráða stúlkum sem voru þar naktar eða hálfnaktar að skipta um föt. Þá þarf karlmaðurinn að greiða hvorri stúlku fyrir sig eina milljón króna í miskabætur.

56 launakröfur upp á ríflega 46 milljónir króna

Alls voru 186 ný mál skráð á Kjaramálasviði Eflingar á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs að því er fram kemur í nýútkominni ársfjórðungskýrslu sviðsins. Af heildarfjölda mála eru 56 launkröfur upp á ríflega 46 milljónir króna.

„Við getum ekki farið að slaka á meira núna“

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki tímabært að fara að ræða tilslakanir á núverandi samkomutakmörkunum þrátt fyrir að reglur á landamærum hafi verið hertar og fáir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands undanfarna daga.

Norðanáttin ríkjandi á landinu næstu daga

Það verður norðaustan kaldi eða stinningskaldi á landinu í dag og mun norðanáttin vera ríkjandi á landinu næstu daga að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Alþingi kemur saman á ný eftir jólafrí

Alþingi kemur saman til funda á ný í dag eftir jólafrí. Þingfundur hefst klukkan 15. Á dagskránni eru óundirbúnar fyrirspurnir, beiðni frá Söru Elísu Þórðardóttur, þingmanni Pírata, um skýrslu frá ríkisendurskoðanda um starfsemi Vegagerðarinnar og þá flytur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, munnlega skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Sótt­varnar­brot á veitinga­stað þar sem voru hátt í fimm­tíu gestir

Laust eftir klukkan sex í gær fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á veitingastað út af sóttvarnarbroti. Í dagbók lögreglu segir að veitingastaðurinn sé í umdæmi lögreglustöðvar þrjú, sem er þá annað hvort í Kópavogi eða Breiðholti, en ekki er nánar tilgreint hvar staðurinn er.

Finnur fyrir aukinni eftir­sókn hjá Seyð­firðingum eftir sál­rænum stuðningi

Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það stórt og mikilvægt skref að geðheilbrigðisþjónusta hafi verið aukin á Austfjörðum í kjölfar aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í desember. Heilbrigðisráðherra samþykkti í liðinni viku að auka fjárframlag til Heilbrigðisstofnunar Austurlands um sautján milljónir króna og mun það renna til geðheilbrigðismála.

Al­­gjör ó­­þarfi að tor­velda líf hreyfi­hamlaðra með mannanna verkum

„Það kemur mjög oft fyrir að einhver hittingur, mannfögnuður, athöfn, eða bara staður sem mig langar á er ekki aðgengilegur. Það er auðvitað sárt í hvert einasta skipti en það sem gerist yfir lengri tíma er að fólk einangrast. Það byrjar sjálft að velja sig út úr hlutum, jafnvel þó það sé kannski aðgengilegt, vegna þess að það verður svolítið félagsfælið og kvíðið yfir því að það komi upp einhver vandamál.“

Jón Magnús segir upp sem yfir­læknir bráða­lækninga

Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, hefur sagt upp störfum. Hann segir ástæðu þess að hluta til vegna álags á bráðamóttöku, þar sem sjúklingar hafa ítrekað þurft að liggja frammi á göngunum.

Á annað þúsund íbúðir í byggingu á Selfossi

Á annað þúsund íbúðir eru nú í byggingu eða verða byggðar á Selfossi á næstu mánuðum enda hefur krafturinn sjaldan eða aldrei verið eins mikill og nú í byggingaframkvæmdum á staðnum. Þá er mikil eftirvænting eftir nýjum miðbæ, sem er nú í byggingu á móts við Ölfusárbrú.

Koma heim úr jarðar­förum, brúð­kaupum eða af­mælum og reynast smituð

Flestir sem hafa greinst með kórónuveiruna á landamærum undanfarið koma frá löndum á borð við Danmörku og Pólland, sem hafa hvað mesta tengingu við Ísland. Dæmi eru um að stórir hópar komi heim úr jarðarförum eða brúðkaupum og reynist jákvæðir í skimun á Keflavíkurflugvelli.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld segjum við frá því flestir sem greinast með kórónuveiruna á landamærunum undanfarið koma frá löndum á borð við Danmörku og Pólland. Fjórtán greindust á landamærum í dag, nær allir úr sömu flugvélinni.

Lokabaráttan fyrir kosningar í haust í Víglínunni

Síðasta vorþing yfirstandandi kjörtímabils hefst á morgun og í vikunni mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggja fram þingmannafrumvarp um breytingar á stjórnarskránni í fjórum aðalatriðum. Ólíktlegt er að það frumvarp nái fram að ganga í heild sinni en þetta var niðurstaða Katrínar eftir fjölda funda með formönnum annarra flokka á kjörtímabilinu í tilraun til að ná breiðri sátt um stjórnarskrárbreytingar.

Von­svikinn og ó­sáttur eftir fréttir gær­dagsins en stefnir enn á toppinn

Íslenski fjallagarpurinn John Snorri var á leið niður úr búðum tvö í fjallshlíðum K2 þegar hann frétti að hópur nepalskra fjallagarpa hefði náð toppi fjallsins, fyrstir manna að vetrarlagi. Hann segir fregnirnar vonbrigði, einkum í ljósi þess að hóparnir hafi talað um að fara upp í samfloti.

Hegðun fólks hættulegri en breska afbrigðið

Hegðun fólks í faraldri er mun hættulegri en breska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við fréttastofu.

Við­bragðs­aðilar lausir úr sótt­kví

Viðbragðsaðilar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna umferðarslyssins sem varð í Skötufirði í gær eru lausir úr úrvinnslusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Nær allir sem greindust komu með sömu flugvélinni

Fjórtán greindust með kórónuveiruna á landamærunum í gær, nær allir úr sömu flugvélinni. Yfirlögregluþjónn telur stöðuna á faraldrinum hér á landi almennt góða; Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á.

Vilja meira af grænmeti í skólamötuneyti landsins

Samtök grænkera á Íslandi hafa sent öllum sveitarfélögum landsins, ásamt leik og grunnskólum áskorun um aukið framboð grænkerafæðis í skólum. Samtökin segja grænkerafæði fullnægjandi mat, ekki þurfi neinar dýraafurðir í matinn. Þá sé grænkerafæði hluti af baráttunni við loftlagsvána.

Rýmingu af­létt á Seyðis­firði

Rýmingu á þeim húsum sem rýmd voru á Seyðisfirði á föstudag hefur nú verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Lést á gjör­gæslu­deild eftir slysið í Skötu­firði

Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum.

Allt með kyrrum kjörum á Seyðisfirði í nótt

Fulltrúar almannavarna og sveitastjórnar Múlaþings funda um stöðuna á Seyðisfirði klukkan tíu. Á fimmta tug húsa voru rýmd á föstudaginn vegna úrkomuspár og óvissu um stöðugleika hlíðanna.

Norðan­átt sem ríkir fram að næstu helgi

Í dag verður vestlæg eða breytileg átt á landinu. Víðast hvar verður hún hæg en þó allt að 13 metrar á sekúndu austast á landinu, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2

„Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2.

Veg­far­endur náðu konu og barni úr bílnum

Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna.

Sjá næstu 50 fréttir