Hegðun fólks hættulegri en breska afbrigðið Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2021 14:29 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Einar Hegðun fólks í faraldri er mun hættulegri en breska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við fréttastofu. Síðastliðið haust glímdu Íslendingar við afbrigði veirunnar sem barst til landsins með frönskum ferðamönnum og var ráðandi í faraldrinum hér á landi um nokkurt skeið. Í raðgreiningu á afbrigðinu var það nefnt „bláa veiran“ og voru uppi grunsemdir um að þetta afbrigði smitaðist hraðar á milli manna. Til dæmis nefndi Alma Möller landlæknir þann möguleika á upplýsingafundi almannavarna í október og sömuleiðis Kári sjálfur síðastliðið haust. Kári segir í dag að engar staðfestingar hafi fengist um það hvort „franska afbrigðið“ hafi verið meira smitandi en önnur afbrigði og eftir standi grunurinn einn. Staðreyndin sé sú að Bláa veiran náði bólfestu hér á landi þegar samfélagið var mun opnara en það er í dag. Breska afbrigðið er sagt smitast hraðar á milli fólks en ekki valda alvarlegri einkennum en fyrri afbrigði kórónuveirunnar. Kári bendir á að það sem stuðli að mestri útbreiðslu veirunnar sé hegðun fólks, og slíkt skipti mestu máli þegar kemur að útbreiðslu faraldursins. „Þær aðgerðir sem við höfum gripið til hafa nægt til að halda þessu breska afbrigði í skefjum,“ segir Kári. Á fimmta tug hafa greinst með breska afbrigðið á landamærunum og nokkrir innanlands sem allir voru í tengslum við fólk sem hafði greinst á landamærunum. Breska afbrigðið hefur því enn ekki sést í tengslum við samfélagssmit. Niðurstaðan sé því sú að þó breska afbrigðið smitist hraðar á milli manna þá sé það hegðun fólks sem ráði mestu um hversu útbreiddur faraldurinn sé að mati Kára. „Við stefnum að því að halda smitstuðli veirunnar undir einum þrátt fyrir engar takmarkanir á hegðun fólks,“ segir Kári en það gerum við best að hans mati með þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til á landamærunum og bólusetningum við veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Áhættan er aldrei núll“ Sóttvarnalæknir segir hættuna á því að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi hér á landi, líkt og óttast er að gerist í Bandaríkjunum, velta á því hversu vel gangi á landamærum. 16. janúar 2021 13:30 Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira
Síðastliðið haust glímdu Íslendingar við afbrigði veirunnar sem barst til landsins með frönskum ferðamönnum og var ráðandi í faraldrinum hér á landi um nokkurt skeið. Í raðgreiningu á afbrigðinu var það nefnt „bláa veiran“ og voru uppi grunsemdir um að þetta afbrigði smitaðist hraðar á milli manna. Til dæmis nefndi Alma Möller landlæknir þann möguleika á upplýsingafundi almannavarna í október og sömuleiðis Kári sjálfur síðastliðið haust. Kári segir í dag að engar staðfestingar hafi fengist um það hvort „franska afbrigðið“ hafi verið meira smitandi en önnur afbrigði og eftir standi grunurinn einn. Staðreyndin sé sú að Bláa veiran náði bólfestu hér á landi þegar samfélagið var mun opnara en það er í dag. Breska afbrigðið er sagt smitast hraðar á milli fólks en ekki valda alvarlegri einkennum en fyrri afbrigði kórónuveirunnar. Kári bendir á að það sem stuðli að mestri útbreiðslu veirunnar sé hegðun fólks, og slíkt skipti mestu máli þegar kemur að útbreiðslu faraldursins. „Þær aðgerðir sem við höfum gripið til hafa nægt til að halda þessu breska afbrigði í skefjum,“ segir Kári. Á fimmta tug hafa greinst með breska afbrigðið á landamærunum og nokkrir innanlands sem allir voru í tengslum við fólk sem hafði greinst á landamærunum. Breska afbrigðið hefur því enn ekki sést í tengslum við samfélagssmit. Niðurstaðan sé því sú að þó breska afbrigðið smitist hraðar á milli manna þá sé það hegðun fólks sem ráði mestu um hversu útbreiddur faraldurinn sé að mati Kára. „Við stefnum að því að halda smitstuðli veirunnar undir einum þrátt fyrir engar takmarkanir á hegðun fólks,“ segir Kári en það gerum við best að hans mati með þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til á landamærunum og bólusetningum við veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Áhættan er aldrei núll“ Sóttvarnalæknir segir hættuna á því að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi hér á landi, líkt og óttast er að gerist í Bandaríkjunum, velta á því hversu vel gangi á landamærum. 16. janúar 2021 13:30 Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira
„Áhættan er aldrei núll“ Sóttvarnalæknir segir hættuna á því að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi hér á landi, líkt og óttast er að gerist í Bandaríkjunum, velta á því hversu vel gangi á landamærum. 16. janúar 2021 13:30
Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17