Fleiri fréttir

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar
Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir sem greindust voru í sóttkví og við ræðum við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í hádegisfréttum okkar um þróun faraldursins.

Tólf greindust innanlands og allir í sóttkví
Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir sem greindust voru í sóttkví.

Vormisserisumsóknir 60 prósent fleiri en í fyrra
Háskóla Íslands bárust hátt í 1.800 umsóknir um grunn- eða framhaldsnám fyrir komandi vormisseri og eru þær um 60 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum og segir að reikna megi með að um 16 þúsund nemendur verði í skólanum á næsta ári.

Studdust við staðsetningarforrit og leituðu án leyfis í herbergi hælisleitenda
Tekist verður á um það í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur hversu háa fjárhæð tveir hælisleitendur fá í skaðabætur frá ríkinu vegna fjölmennrar leitar lögreglu að síma sem grunur var um að stolið hefði verið af barni í Reykjanesbæ.

Búið að opna Súðavíkurhlíð og Holtavörðuheiði
Búið er að opna veginn um Súðavíkurhlíð eftir að hún varð ófær seint í gærkvöldi vegna snjóflóðs. Þó er enn óvissustig á veginum vegna snjóflóðahættu.

Meira en helmingur Covid-sjúklinga fann fyrir truflun á bragðskyni
Niðurstöður íslenskrar rannsóknar um tíðni og þróun einkenna meðal fólks sem greindist með Covid-19 í fyrstu bylgju faraldursins sýna að meira en helmingur sjúklinga fann fyrir bragðskyns- og lyktarskynstruflunum. Niðurstöðurnar sýna einnig að nærri helmingur sjúklinganna fann fyrir einkennum í meltingarfærum.

Þakplötur fuku af húsi í Mosfellsbæ
Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um að þakplötur væru að fjúka af húsi í Mosfellsbæ í hvassviðrinu skömmu eftir klukkan 18 í gærkvöldi.

Kaldasti tíminn í fyrramálið: „Kæmi ekki á óvart að sjá mæla skríða undir 20 stigin“
Norðanáttin er farin að gefa eftir en þá nær kalda loftið yfir landinu að komast niður að yfirborðinu og verður kaldasti tíminn í fyrramálið að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Ófært um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðs
Súðavíkurhlíð er ófær vegna snjóflóðs að því er segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Þá er Holtavörðuheiðin einnig ófær sem og Brattabrekka, Þröskuldar og vegurinn yfir Þverárfjall samkvæmt korti Vegagerðarinnar. Þungfært er á Mývatnsöræfum og skafrenningur.

Lést af slysförum í Árnessýslu
Maður sem féll ofan í vök í Árnessýslu á sjöunda tímanum var úrskurðaður látinn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi.

Heitara vatn í pípunum og fólk gæti því varúðar
Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu eykst nú stöðugt með kólnandi veðri. Búist er við að álagsmet verði slegið á laugardag. Brugðist hefur verið við auknu álagi með því að hækka hitastig á vatninu og er fólk því hvatt til að gæta varúðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.

Fjölmiðlafrumvarpi vísað í nefnd í þriðja sinn
Frumvarpi menntamálaráðherra um almennan stuðning við einkarekna fjölmiðla hefur verið vísað til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Það var gert að lokinni fyrstu umræðu á þingi í kvöld.

25 nýir hrútar að störfum – Guðni og Sammi eru þar á meðal
Tuttugu og fimm nýir hrútar hafa tekið til starfa á Sauðfjársæðingastöðvunum á Suðurlandi og Vesturlandi og verða þeir að gefa sæði fram að jólum. Af þeim eru þrettán hyrndir, níu kollóttir, einn feldhrútur, einn forystu hrútur og svo ferhyrndur hrútur.

Tvítugir að tapa milljónum í íþróttaveðmálum
Miklar áhyggjur eru af íþróttaveðmálum ungra karlmanna. Dæmi eru um að tvítugir menn tapi mörgum milljónum á netinu. Engin sérhæfð spilafíklameðferð er í boði á Íslandi.

Fór niður um vök í grennd við Selfoss
Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld vegna slyss sem varð fyrir utan Selfoss. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu féll manneskja niður um vök.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir bólusetningar við kórónuveirunni geta hafist í fyrstu vikum næsta árs og hjarðónæmi myndist fljótt. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Bólusetningar hefjist á fyrstu vikum næsta árs
Heilbrigðisráðherra segir að bólusetningar við kórónuveirunni hefjist á fyrstu vikum næsta árs. Hjarðónæmi við veirunni geti orðið að veruleika strax á fyrsta ársfjórðungi.

Rjúpnaveiði lítil í vetur: Formaður Skotvís telur líklegt að fálkadauða megi rekja til rjúpnaleysis
Rjúpnaveiði hefur verið fremur lítil í vetur og segir formaður Skotveiðifélags Íslands, Skotvís, að það sem bjargi jólamatnum á mörgum heimilum séu rjúpur í frystinum frá síðasta vetri. Veiðin rétt dugi fyrir jólamatnum.

Ólafur Helgi í leyfi frá störfum sínum í ráðuneytinu
Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, er kominn í leyfi frá störfum sínum í dómsmálaráðuneytinu. Ólafur Helgi hefur stöðu sakbornings í rannsókn héraðssasksóknara að meintu broti á þagnarskyldu hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Segja af og frá að lögregla leiti Samherjamanna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að ekkert sé hæft í fréttaflutningi um að namibíska lögreglan leiti starfsmanna fyrirtækisins.

Þinghald verður opið í Bræðraborgarstígsmálinu
Þinghald verður opið í máli Marek Moszczynski, karlmanns á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar. Svo segir í úrskurði Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Verjandi Mareks hafði farið fram á að þinghaldi yrði lokað þegar hann og geðlæknar gæfu skýrslu.

Öryrkjar fagna hugmyndum Brynjars um rannsókn
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist fagna hugmyndum Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, að rannsaka bótasvik í almannatryggingakerfinu og aðbúnað öryrkja almennt. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Þuríður Harpa sendir fyrir hönd ÖBÍ.

Framtíðarsýnin að konur geti sjálfar tekið strok
Frá 4. janúar 2021 munu konur geta pantað tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini á heilsuvera.is eða á næstu heilsugæslustöð. Þá munu þær sem sækja reglubundna skimun vegna krabbameins í brjóstum getað pantað tíma hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana frá 6. janúar nk.

Telur yfirdeild MDE ganga of langt í gagnrýni á Hæstarétt
Deildarforseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík þykir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu ganga býsna langt í gagnrýni á Hæstarétt. Það gæti farið svo að Landsréttarmálið í heild sinni verði hluti af námsefni laganema næstu áratugina því lögfræðilegu álitamálin séu fjölmörg.

Ekkert skyggni á Akureyri en rólegt hjá viðbragðsaðilum
Stíf norðanátt hefur verið á Akureyri undanfarin sólahring eða svo og talsverð snjókoma. Lítið skyggni er innanbæjar en búið er að ryðja helstu leiðir. Lögregla biður fólk um að fresta langferðum ef hægt er en dagurinn hefur verið rólegur hjá lögreglu og björgunarsveitum á svæðinu.

Salman Tamimi er látinn
Salman Tamimi lést í gær 65 ára gamall. Hann er forstöðumaður Félags múslima á Íslandi.

Borgarstjóri táraðist yfir uppkomnum smáhýsum, ekki gámahúsnæði
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ekki tárast oft í vinnunni. Hann hafi þó komist við þegar framkvæmdadeild Reykjavíkurborgar sendi honum mynd í morgun af uppkomnum smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í Gufunesi.

Sóttvarnaaðgerðir séu ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttamenn en aðra
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, minnti á það á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að þær sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins séu ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttamenn heldur en aðra.

Ríkið kaupir bóluefni af Pfizer fyrir 85 þúsund manns
Skrifað verður undir samning Íslands við framleiðanda bóluefnis Pfizer í næstu viku um kaup á bóluefni sem dugar fyrir 85.000 einstaklinga. Vonir standa til að Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu 29. desember þegar fjallað verður um hvort stofnunin geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun.

Segir ótímabært að gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu.

Alþjóðasamtök gyðinga fordæma íslenska útgáfu nasistabókar
Samtökin World Jewish Congress fordæma íslenska útgáfu nasistabókarinnar Tröllasaga tuttugustu aldarinnar. Samtökin beina spjótum sínum að Fibut, að þeim beri skylda til að henda bókinni út úr Bókatíðindum því um sé að ræða hatursorðræðu.

Bein útsending: Sérfræðingar ræða dóm MDE í Landsréttarmálinu
Réttarfarsstofnun Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málþingi í dag á milli 12:00-13:30 um dóm yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópa í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu, svonefnt Landsréttarmál.

Sigldu til hafnar eftir að skipverji fékk einkenni
Frystitogarinn Baldvin Njálsson GK 400 sigldi í nótt úr Ísafjarðardjúpi og til hafnar í Hafnarfirði. Ástæðan eru einkenni skipverja sem fór í sýnatöku í morgun. Aðrir skipverjar bíða niðurstöðu og líður vel að sögn skipstjórans.

Ákærður fyrir að stefna lífi starfsmanna í hættu með húsnæði
Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob ehf. hefur verið ákærður fyrir hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir með því að hafa látið starfsmenn leigunnar búa í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík án tilskilinna leyfa og fullnægjandi brunavarna. Hann er sakaður um að hafa stofnað lífi og heilsu starfsmannanna í háska í ábataskyni.

Byggja nýtt hjúkrunarheimili á Akureyri
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar hafa undirritað samning um byggingu nýs hjúkrunarheimilis við Vestursíðu 9 á Akureyri. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdar er um þrír milljarðar króna sem skiptist á þann veg að ríkið greiðir 85% og Akureyrarbær greiðir 15%.

Fjórtán greindust innanlands og voru þrettán þeirra í sóttkví
Fjórtán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrettán af þeim fjórtán sem greindust voru í sóttkví við greiningu, eða 93 prósent.

Svona var 143. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag.

Bíll ölvaðs manns rann á lögreglubíl
Bíll ölvaðs manns rann á lögreglubíl í vesturbæ Reykjavíkur eftir að ökumaðurinn hafði sleppt því að ganga tryggilega frá bílnum þegar hann hafði verið stöðvaður af lögreglu og stigið út úr bílnum.

Jöklarnir tapa um fjórum milljörðum tonna af ís á ári
Íslenskir jöklar hafa tapað um fjórum milljörðum tonna af ís að meðaltali á ári undanfarin 130 ár og er rýrnun þeirra ein sú mesta á jörðinni utan heimskautanna. Um helmingur massatapsins hefur átt sér stað síðasta aldarfjórðunginn.

Veður með versta móti á Akureyri og ófært víða um land
Á Akureyri hefur veðrið verið með versta móti síðan síðdegis í gær og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er þungfært víða í bænum. Verið er að moka aðalleiðir en í íbúagötum er víða ófært.

Ólafur Helgi kallaður til yfirheyrslu
Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, hefur verið kallaður til yfirheyrslu vegna rannsóknar héraðssaksóknara.

Vill rannsaka hvort öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist finna mjög til með fólki sem eru allar bjargir bannaðar. Hins vegar þurfi þeir sem ekki eru í þeirri stöðu að bera sjálfir einhverja ábyrgð. Fjöldi öryrkja og fólks á atvinnuleysisbótum sé allt of mikill.

Hátt í 20 ökumenn í vandræðum á heiðum og fjallvegum
Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum á landinu í kvöld, sem kallaðar hafa verið út hátt í 20 sinnum til að aðstoða ökumenn í vandræðum. Veður er slæmt í öllum landshlutum og verður áfram næstu daga.

Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala
Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala.

„Mínar björtustu vonir hafa ræst“
Prófessor í ónæmisfræði vonar að hægt verði að klára að bólusetja fyrstu sex forgangshópa fyrir kórónuveirunni hér á landi í lok febrúar. Hann kveðst himinlifandi yfir fréttum dagsins frá Bretlandi og segir þróun bóluefnis hafa verið í takt við sínar björtustu vonir.