Fleiri fréttir

Segir ítrekun Reykjavíkurborgar um milljarða fráleita
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar fráleita og lýsir henni sem óskiljanlegri aðför borgarinnar.

Segir starfsemi Landakots ekki mega tapast
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssamband eldri borgara, segir þörf á að setja verulegt fjármagn í að lagfæra Landakot. Sú endurhæfing sem fari fram þar megi ekki tapast. Nýtt hús sé ekki byggt á einum degi og það kosti sömuleiðis fjármagn.

„Segðu kærastanum að láta mig fá fokking pening“
„Þetta var svolítið fyndið; um leið og hann fær rautt spjald fæ ég skilaboð á Instagram,“ segir Stefanía Sigurðardóttir, eiginkona Birkis Más Sævarssonar knattspyrnumanns, en henni bárust miður fallegar orðsendingar eftir að Birkir fékk rauða spjaldið í leik Íslands og Englands fyrr í kvöld.

Keyra í klukkustund til að kaupa í matinn
Ímyndið ykkur að engin verslun væri í Reykjavík og að borgarbúar þyrftu að keyra yfir fjallveg austur á Selfoss til að kaupa nauðsynjavörur í matinn. Þetta er sá veruleiki sem íbúar Reykhólasveitar búa við eftir að einu búðinni þar var lokað.

Seðlabankinn telur kreppu ferðaþjónustunnar standa langt fram á næsta ár
Mikið atvinnuleysi og verðbólga vel yfir markmiði Seðlabankans varir lengur samkvæmt nýrri spá peningastefnunefndar en spá nefndarinnar í ágúst gerði ráð fyrir. Ferðaþjónustan taki ekki við sér fyrr en á seinniparti næsta árs.

Myndband sýnir bensínsprengju kastað inn á heimili árásarmannsins
Myndband sem sýnir einhvern kasta bensínsprengju, svokölluðum mólótov-kokteil, í gegnum rúðu á íbúð í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal gengur nú manna á milli í netheimum.

Harmar „dapurlegar athugasemdir“ vegna smits bílstjóra
„Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ brýnir Hlynur Bragason, eigandi Sæta hópferða, fyrir íbúum Fljótsdalshéraðs en í færslu í Facebook-síðunni Íbúar Fljótsdalshéraðs talar hann um dapurlegar athugasemdir, sem virðast hafa borist fyrirtækinu eða bílstjóra þess, sem greinst hefur með Covid-19.

Spilar samtímis á píanó, trommur og bassa og syngur með
Það er gaman að fylgjast með Guðmundi Reyni Gunnarssyni í Grafarvogi þegar hann spilar samtímis á píanó, trommur og bassa, auk þess sem hann syngur með.

Spenntir fyrir skólanum og biðraðir hjá hárgreiðslustofum
Framhaldsskólanemar urðu hissa á því hversu spenntir þeir voru að fá loks að mæta aftur í skólann í dag, nú þegar létt hefur verið á samkomutakmörkunum. Þá fengu börn að stunda sínar íþróttir aftur á ný og biðröð var út á götu á hárgreiðslustofum borgarinnar.

Bæði námsárangur og líðan verri vegna Covid-19
Næstum annar hver nemandi á fyrsta ári í framhaldsskóla metur námsárangur sinn verri en í venjulegu árferði samkvæmt nýrri rannsókn um áhrif kórónuveirufaraldursins á líðan ungmenna. Næstum helmingur segir að faraldurinn hafi slæm áhrif á andlega heilsu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Næstum annar hver nemandi í fyrsta bekk í framhaldsskóla metur námsárangur sinn verri en í venjulegu árferði samkvæmt nýrri rannsókn um áhrif kórónuveirufaraldursins á líðan ungmenna.

Þorkell nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunar
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað Þorkel Lindberg Þórarinsson í embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands til næstu fimm ára.

„Ekki að leita að sökudólgum“
Formann og varaformann velferðarnefndar Alþingis greinir á um hvernig eigi að framkvæma úttekt á Arnarholti og sambærilegum heimilum. Nefndin er þó einhuga um að rannsaka þurfi málið.

Leggja fram þingsályktunartillögu um Sundabraut í einkaframkvæmd
Þingsályktunartillaga sem kveður á um að samgönguráðherra verði falið að bjóða út hönnun, fjármögnun og rekstur Sundabrautar í einkaframkvæmd hefur verið lögð fram á Alþingi.

Breytingarnar hafa áhrif á störf reynslumikilla fréttamanna
Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segir hagræðingaraðgerðirnar sem gripið hefur verið til á fréttastofunni vera vegna niðurskurðar. Þess mesta sem fréttastofan hafi staðið frammi fyrir síðan árið 2013.

Þörf á nýrri þarfagreiningu fyrir nýja spítalann
Ráðast þarf í nýja þarfagreiningu fyrir nýjan Landspítala því fjölmargt hefur breyst frá því sú eldri var gerð. Formaður stýrihóps um uppbyggingu spítalans bendir á að gæta þurfi vel að því að öll sú reynsla sem hlotist hefur í faraldrinum verði nýtt við hönnun og skipulag.

Sextán skipverjar gefa skýrslu um hópsmitið í sjóprófinu
Sjópróf vegna hópsmits kórónuveiru sem kom upp um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefst í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Sextán skipverjar gefa skýrslu í sjóprófinu en skipstjórinn ætlar ekki að taka þátt.

Andlát vegna Covid-19 á Landspítala
Einn sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19.

Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin
Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla.

Uppsagnir og breytingar á fréttastofu RÚV
Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður.

Féllu sjö metra þegar vinnupallur hrundi á Ísafirði
Tveir menn slösuðust þegar þeir féllu um sjö metra til jarðar þegar vinnupallur hrundi við hús á Ísafirði á miðvikudaginn fyrir viku. Var annar fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða
Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær.

Kviknaði í íbúð mannsins sem birti árásina á Facebook
Rannsókn er hafin á eldsupptökum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík í gærkvöldi. Íbúðin var vettvangur ljótrar líkamsárásar sem birt var myndband af á Facebook um helgina. Enginn var heima þegar slökkvilið mætti á vettvang og sinnti slökkvistarfi.

Ellefu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær
Ellefu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Níu af þessum ellefu voru í sóttkví við greiningu.

Handagangur í öskjunni á hárgreiðslustofum
Röð fyrir utan rakara- og hárgreiðslustofur í morgun.

Svona var 137. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag.

Mæðgur dæmdar fyrir kókaíninnflutning
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt franskar mæðgur í átta mánaða fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 400 grömmum af kókaíni sem þær fluttu innvortis með flugi frá Brussel í Belgíu og til Íslands í ágúst síðastliðinn.

Ákærður fyrir árásir á kærustu til viðbótar við vændi og nauðgunartilraun
Karlmaður sem sætir ákæru fyrir kaup á vændi, tilraun til nauðgunar og sérstaklega hættulega líkamsárás í júní í fyrra er sömuleiðis sakaður um ofbeldi í nánu sambandi á þessu ári.

„Höldum þetta út inn í miðjan des og sjáum þessar tölur fara almennilega niður“
Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að halda út í sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins fram í miðjan desember svo ekki komi bakslag rétt fyrir jól.

„Heyrir til undantekninga að sjúkraflutningar séu undir 100“
Álag á slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið að aukast og það nú þannig að það heyri til undantekninga að sjúkraflutningar séu undir hundrað á sólarhring.

Lagði inn milljónir eða skipti þeim í evrur
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, umbreytt og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum að fjárhæð rúmlega 27 milljónir króna yfir þriggja ára tímabil.

Nýjar reglur um samkomutakmarkanir: Hægt að fara í klippingu og börnin komast á æfingar
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti.

Spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að grínast
Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk.

Lýsa yfir vantrausti á skipstjóra sinn
Skipverjar á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa lýst yfir vantrausti á skipstjórann Svein Geir Arnarsson.

Stór tölvuárás á fjármálageirann var gerð í síðustu viku
Stór tölvuárás á aðila innan fjármálageirans hafði víðtæk áhrif hér á landi. Árásin var gerð mánudaginn 9. nóvember og var um að ræða svokallaða DDos árás, þar sem netumferð er beint inn á netlæga innviði fyrirtækis til að skerða afkastagetu.

Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði
Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.

Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi
Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi.

Ástandið erfitt meðal atvinnulausra Pólverja á Íslandi
Pólsk kona sem er atvinnulaus hefur brugðið á það ráð að læra íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonar að muni hjálpa sér við að fá vinnu. Rúmlega fimmti hver erlendur ríkisborgari á Íslandi er atvinnulaus og varaformaður Eflingar segir að margir kvíði jólunum.

Vel gekk að slökkva eld í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst skömmu fyrir sjö í kvöld útkall vegna elds í íbúð í blokk í Úlfarsárdal.

Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala
Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara.

Þessar breytingar taka gildi á morgun
Létt verður á samkomutakmörkunum á morgun þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi, þó áfram verði tíu manna hámark. Nýgengi smita hér á landi er nú það næstlægsta í Evrópu.


Enn óvissa um mikilvægan fiskmarkað í Bretlandi
Enn ríkir óvissa um stöðu útflutnings á íslenskum fiski til til Bretlands til langframa eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu um áramót. Bráðabirgðasamkomulag gildir fram á mitt næsta ár.

Þörfin fyrir mataraðstoð sjaldan verið eins mikil
„Fólk er áhyggjufullt og sorgmætt og í raun og veru veit ekki sitt rjúkandi ráð," segir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.

Vilja jafna möguleika þeirra sem lokið hafa iðn- og starfsnámi
Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um háskóla bíður nú umsagna í samráðsgátt stjórnvalda. Markmið frumvarpsins er að jafna möguleika framhaldsskólanema sem hafa lokið prófi af svokölluðu þriðja hæfnisþrepi í framhaldsskóla til háskólanáms.