Innlent

„Segðu kærastanum að láta mig fá fokking pening“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Stefanía, eða Stebba eins og hún er kölluð, ákvað að láta vera að svara.
Stefanía, eða Stebba eins og hún er kölluð, ákvað að láta vera að svara. Aðsend

„Þetta var svolítið fyndið; um leið og hann fær rautt spjald fæ ég skilaboð á Instagram,“ segir Stefanía Sigurðardóttir, eiginkona Birkis Más Sævarssonar knattspyrnumanns, en henni bárust miður fallegar orðsendingar eftir að Birkir fékk rauða spjaldið í leik Íslands og Englands fyrr í kvöld.

„Give me back my money,“ sagði í einum skilaboðunum, að viðbættum blótsyrðum og tilvísun í rauða spjaldið.

Stefanía, eða Stebba eins og hún er kölluð, segist telja líklegt að um sé að ræða erlenda „tippara“, sem geta átt mikið undir því að leikir fari á einn veg eða annan.

„Fyrst var ég að hugsa hvort ég ætti að svara.. ég er svolítið skapstór og fljót upp. En ég ákvað að láta þetta eiga sig, að hætti Birkis. Hann hefði sagt mér að gera það,“ segir Stebba.

Alls bárust henni skilaboð frá þremur einstaklingum en einn gekk lengra en aðrir; skildi eftir athugasemd við mynd af börnum hjónanna á Instagram og sendi Stebbu svo vinarbeiðni. Athugasemdin var svohljóðandi: „Say your boyfriend to give me fckin money.“

Hún segist aldrei hafa haft áhyggjur af því að vera með opið Instagram en hún skilji þá sem hafa það lokað.

„Ég geri ráð fyrir að stærri stjörnur séu að fá furðulegan skammt af svona rugli.“


Tengdar fréttir

Svona var Twitter er Ís­land tapaði á Wembl­ey

Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley í síðasta leik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í kvöld. Hér má sjá það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.