Fleiri fréttir

Prófið þess eðlis að nauð­syn­legt var að hafa það í formi stað­prófs

Deildarforseti hjúkrunarfræðideildar HÍ segist vel skilja áhyggjur nemenda af því að þurfa að taka staðpróf á tímum sem þessum. Kennari og skólinn hafi hins vegar metið að umrætt próf fyrir fjórða árs nema hafi verið þess eðlis að ekki væri hægt eða rétt að hafa það í formi heimaprófs.

Dásamlegt samfélag sem hefur aldrei náð sér eftir áfallið

Í dag er aldarfjórðungur frá því mannskætt snjóflóð féll á Flateyri. Hugur manns sem bjargaðist úr flóðinu er hjá þeim tuttugu sem létust og aðstandendum þeirra. Það er hans mat að samfélagið hafi aldrei náð sér eftir hörmungarnar, innviðir þess hafi hrunið.

Búa sig undir tvær erfiðar vikur

79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra.

Mikilvægt að efla sameiginlegar norrænar almannavarnir

Til stóð að setja stærsta pólitíska fund ársins á Norðurlöndunum í Hörpu í dag. Hátt í eitt þúsund þingmenn, ráðherrar og aðrir gestir voru væntanlegir til landsins á þing Norðurlandaráðs en dagskráin verður heldur umfangsminni sökum faraldursins.

Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum

Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega.

Barnið á batavegi eftir slys í Hörgársveit

Barnið sem flutt var á sjúkrahús í Reykjavík eftir slys á leikskólanum Álfasteini í Hörgársveit á föstudag er á batavegi og virðist ekki hafa slasast alvarlega.

Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn

Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við sóttvarnalækni, landlækni og forstjóra Landspítala um stóra hópsmitið sem kom upp á Landakoti. Alls hafa 77 smit verið rakin til Landkots og sóttrakning bendir til að smitið hafi borist á Landakot í kringum 12. október.

Ólafur Ragnar, umheimurinn og framtíðarstaða Íslands í Víglínunni

Ólafur Ragnar Grímsson á um fjörtíu ára feril að baki á sviði alþjóðastjórnmála og hefur komið ótrúlega víða við. Hann fer yfir þennan litríka feril sem og samskipti sín við erlenda ráðamenn og áhrifafólk sem og einstaka ráðamenn á Íslandi í forsetatíð hans í Víglínunni hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í dag.

Kafarar könnuðu ástand togarans í höfninni

Þrír kafarar Landhelgisgæslunnar könnuðu ástand togarans Drangs ÁR 307 sem sökk í höfninni í Stöðvarfirði í morgun. Þá kom áhöfn varðskipsins Þórs upp mengunarvarnargirðingu til að hafa hemil á mögulegri olíumengun frá skipinu.

Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð

Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi.

Ungbörnum fjölgar og fjölgar í Mýrdal

Ekki er hægt að kvarta undan frjósemi íbúa Mýrdalshrepps því þar hafa fæðst tólf börn það sem af er ári og von er á fleiri barnsfæðingum á næstunni.

Kannast ekki við að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir

Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir.

Börn og starfsmenn á leikskólanum Fífuborg í sóttkví

Fimmtán börn og að minnsta kosti fjórir starfsmenn á Ljósheimadeild í leikskólanum Fífuborg í Grafarvogi verða í sóttkví út vikuna eftir að starfsmaður þar greindist smitaður í gær. Þetta er í annað skipti sem kórónuveirusmit kemur upp á leikskólanum í þessum mánuði.

Segir þungbært að sitja undir ásökunum um að vanrækja heilsu og öryggi sjómannanna

Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna.

Tómar fangageymslur í nótt

Fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru tómar snemma í morgun sem þykir sæta tíðindum. Samkomubann og takmarkanir á starfsemi veitinga- og öldurhúsa hefur nú verið í gildi um nokkurra vikna skeið.

Telja ófært að spítalinn tapi rödd læknaráðs

Læknar endurvöktu læknaráð Landspítalans úr dvala í gærmorgun þegar fundur var haldinn á vegum ráðsins í fyrsta skipti frá því að ný lög um heilbrigðisþjónustu voru samþykkt í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir