Fleiri fréttir

Dóra segir vegið að málfrelsi sínu og krefst svara

Upp úr sauð á borgarstjórnarfundi í gær þegar rætt var um tillögu Sjálfstæðisflokksins um uppbyggingu á Keldnalandi og Örfirisey. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, ræddi um eignarhlut Eyþórs í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, og setti fram kenningu um Eyþór og uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi og tengsl við Samherja.

Telja hluthafa í Icelandair geta fengið 17 til 50 prósenta ávöxtun

Á kynningarfundi Icelandair fyrir hlutafjárútboð félagsins sem hófst í morgun og líkur síðdefis á morgun kom fram að hluthafar gætu búist við sautján til fimmtíu prósenta ávöxtun að jafnaði á ári fram til ársins 2024. Áhugi lífeyrissjóðanna ræður miklu um hvernig til tekst í útboðinu.

Vilja íbúakosningu fyrir endanlega afgreiðslu

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að auglýsa aðalskipulagsbreytingu fyrir hluta Oddeyrar þar sem hugmyndir eru uppi um að byggja 100-150 íbúðir. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vilja halda íbúakosningu um málið áður en það verður endanlega afgreitt, síðar meir í skipulagsferlinu.

Flugvélin til Amsterdam farin í loftið

Magnús Norðdahl lögmaður Kehdr-fjölskyldunnar segir að til hafi staðið að sækja fjölskylduna á Ásbrú klukkan hálf sex í morgun og að hún færi með flugi Icelandair til Amsterdam.

Nálægðartakmörk hafi minna að segja ef loftgæðin eru lítil

Nálægðartakmörk ein og sér virðast duga skammt þegar kemur að því að verjast kórónuveirunni innandyra ef loftgæði eru slæm. Þetta er niðurstaða rannsóknar íslensks prófessors á þremur hópsýkingum í Asíu. Samkvæmt rannsókninni getur léleg loftræsting aukið þéttleika lítilla dropa sem bera veiruna.

Fjórir réðust á mann sem einnig er sakaður um líkamsárás

Fjórir menn réðust á einn í Kópavogi um klukkan sex í gær. Mennirnir veittu honum áverka og unnu skemmdir á bíl hans. Sá sem fyrir árásinni varð fór á Bráðadeild til aðhlynningar en samkvæmt dagbók lögreglu er sá gerandi í líkamsárásarmáli sem var skráð 40 mínútum áður.

Frábær sprettutíð í sumarlok bjargar kartöfluuppskerunni

Kartöflubændur í Þykkvabæ þakka hlýindum og vætu í sumarlok það að nú stefni í bærilega uppskeru eftir kuldatíð langt fram eftir sumri. Þetta kom fram í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 af kartöfluakrinum í Rangárvallasýslu í kvöld.

Þorgerður Katrín vill áfram leiða Viðreisn í Suðvesturkjördæmi

Benedikt Jóhannesson fyrsti formaður Viðreisnar hyggur á framboð til Alþingis í einu þriggja stærstu kjördæmanna á suðvesturhorninu. Hann minnir á að bæði hann og Jóna Sólveig Elínardóttir þáverandi varaformaður hafi boðið sig fram í landsbyggðarkjördæmum í kosningunum 2016 og náð kjöri.

Egypsku fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið

Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni Ibrahim Kehdr og fjölskyldu um frestun réttaráhrifa í máli þeirra og hyggst ekki taka fyrir kröfur fjölskyldunnar um endurupptöku málsins áður en það á að vísa þeim úr landi.

Hvetur Hús­víkinga til að huga að skjálfta­vörnum

Eldfjallafræðingur hvetur Húsvíkinga til þess að huga að skjálftavörnum á heimilum sínum. Tveir stórir skjálftar hafa riðið yfir nærri Húsavík í dag, annar var 4 að stærð en sá fyrri sem var með upptök á sama svæði, um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík, var 4,6 að stærð.

And­lát 24 ára gamallar konu á borð land­læknis

Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis.

Hundruð mótmæla á Austurvelli

Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi.

„Alvarlegt brot“ á siðareglum að nafngreina Andreu

Framkvæmdastjóri og ritstjórar Fótbolta.net brutu siðareglur Blaðamannafélags Íslands með því að nafngreina Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur leikmann Breiðabliks í frétt um að hún hefði greinst með kórónuveiruna.

Telur útilokað að nota skapalón fyrir stöðluð viðbrögð

Sóttvarnarlæknir telur útilokað að hægt sé að nota skapalón til þess að áhættumeta útbreiðslu kórónuveirunnar og grípa þannig til staðlaðra viðbragða á tilteknum tíma eftir því hvernig faraldur kórónuveirunnar þróast.

Skipuð dómarar við Lands­rétt

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Jóns Höskuldssonar og Ragnheiðar Bragadóttur í embætti dómara við Landsrétt.

Sjá næstu 50 fréttir