Fleiri fréttir

Töldu meiri smit­hættu af því að vísa fólki af sam­stöðu­fundinum

Smithætta hefði aukist hefði fólki, sem viðstatt var samstöðufundi á Austurvelli í gær vegna ástandsins vestanhafs, hefði verið vísað af Austurvelli. Lögreglumenn sem staddir voru á fundinum töldu það ekki þjóna markmiðum sóttvarna og að betra væri að láta fundinn klárast en um þrjú þúsund manns voru viðstaddir þegar hæst lét.

Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa

Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra.

Sex ára barn féll þrjá metra gegnum loft­ræstigrind

Sex ára gamalt barn féll niður um þrjá metra þegar það var á gangi fyrir framan Kórinn í Kópavogi í gær. Barnið var á leið á æfingu og gekk yfir loftræstigrind fyrir utan húsið sem ekki hafði verið gengið almennilega frá og féll barnið niður um grindina.

Um hundrað fleiri í sóttkví en ekkert nýtt smit

Fólki í sóttkví fjölgar um rúmlega hundrað á milli daga þrátt fyrir að ekkert nýtt kórónuveirusmit hafi greinst í fimm daga í röð. Undanfarna tvo daga hefur fólki í sóttkví fjölgað um á annað hundrað.

Guðlaugur segir nú ljóst að framganga Íslands skipti máli

Tugir þúsunda manna kunna að hafa látist í stríði stjórnvalda í Filippseyjum á hendur fíkniefnum síðan árið 2016. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. Utanríkisráðherra segist vona að skýrslan leiði til góðs.

Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga

Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin.

„Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt“

Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd.

Guðni með yfirburðarfylgi

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands nýtur 90,4 prósenta fylgis ef marka má nýjasta þjóðarpúls Gallup. Mótframbjóðandi hans, Guðmundur Franklin Jónsson er með öllu minna fylgi eða 9,6 prósent.

Hlaupbjarnabófi játaði sök

Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn á Suðurnesjum í gær vegna gruns um að hann hefði selt hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni.

Sjá næstu 50 fréttir