Fleiri fréttir

Segja fráleitt að hækka laun þingmanna og ráðherra

Þingmenn Pírata, Samfylkingar, Flokks fólksins og þingmaður utan flokka vilja slá allar launahækkanir af til þingmanna og ráðherra út kjörtímabilið. Ef ekkert verður að gert kemur leiðrétting á launum þessa hóps fram um næstu mánaðamót og önnur launahækkun til útgreiðslu í júlí.

Missti báða for­eldra sína vegna Co­vid-19

Pétur Reynisson hefur stigið mörg þung skref síðustu vikurnar en hann gekk í gegnum það erfiða hlutskipti að missa báða foreldra sína vegna Covid-19 faraldursins nú á dögunum.

Vonar að kjara­samningar náist fyrir þriðju­dag

Ótímabundið verkfall starfsmanna Eflingar hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefst að óbreyttu á þriðjudag eftir viku, degi eftir að skólar opna að nýju. Samningafundur fór fram milli forsvarsmanna Eflingar og sveitarfélaganna í dag en ekkert kom út úr honum. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudag.

Margir kvíðnir vegna ástandsins

Engin er nú á gjörgæslu vegna kórónuveirufaraldursins sem er í mikilli rénun. Andleg vanlíðan hefur hins vegar aukist vegna afleiðinga faraldursins.

Stuðnings­lánin nýtast að­eins 15 prósentum við­skipta­hag­kerfisins

Alþýðusamband Íslands og Samtök Atvinnulífsins fagna aðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í morgun í hinum svokallaða þriðja aðgerðapakka. Þau gagnrýndu þó ýmsa annmarka á pakkanum og voru Samtök atvinnulífsins sérstaklega gagnrýnin á að stuðningslán nýttust aðeins fyrirtækjum með minna en 500 milljóna króna ársveltu en þau fyrirtæki sem flokkuðust sem lítil væru með 1,2 milljarða ársveltu eða minna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Icelandair ætlar að segja upp ríflega tvö þúsund manns nú fyrir mánaðamótin, sem er langstærsta hópuppsögn í sögu Vinnumálastofnunar.

Áfram verulegur samdráttur í umferð en merki um að hún sé að aukast aftur

Um fimmtungssamdráttur var áfram á umferð á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar tvær vikur. Betri mynd er sögð fást af áhrifum kórónuveirufaraldursins á umferð á milli ára eftir þessa viku þegar páskar trufla ekki samanburðinn. Vegagerðin telur sig sjá merki um að umferðin sé tekin að þyngjast aftur.

Stjórnvöld bíða eftir hlutafjáraukningu Icelandair

Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag kom fram að forsætisráðherra útilokar ekkert varðandi mögulega aðkomu ríkisins að Icelandair og ítrekar mikilvægi fyrirtækisins. Von sé á frekari aðgerðum enda séum við í miðjum storminum í dýpstu kreppu lýðveldissögunnar.

Enginn lengur á gjörgæslu með Covid-19

Þau tímamót urðu í morgun að nú liggur enginn inni á gjörgæslu vegna Covid-19 sjúkdómsins. Sá síðasti var útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans í morgun.

Hefja leit við Þorlákshöfn vegna sjóblauts fatnaðar

Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir því við svæðisstjórn börgunarsveita á kallaður verði bátaflokkur til öryggisleitar í og við Skötubót í Þorlákshöfn. Sjóblautur fatnaður fannst í fjörunni við svokallað áburðarplan við varnargarðinn við Skötubót.

Greindu þrjú ný smit

Þrír greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Alls hafa því 1.795 greinst með veiruna hér á landi. Tiltölulega fá ný smit hafa greinst á landinu undanfarna daga.

„Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna“

„Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, inntur eftir viðbrögðum við nýjasta útspili ríkisstjórnarinnar til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldurins.

Ríkið greiðir hluta launa fólks á uppsagnafresti

Ríkisastjórnin hefur ákveðið að framlengja hlutabótaleiðina í óbreyttri mynd út júni en eftir það breytist hlutfallið sem ríkið greiðir. Þá mun ríkissjóður upp að vissu marki greiða laun fólks á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum sem hafa orðið að 75 prósentum eða meira af tekjum sínum.

Bein útsending: Breyttir jeppar í almannaþjónustu

Aldís Ingimarsdóttir og Indriði Sævar Ríkharðsson, kennarar við iðn- og tæknifræðideild, fjalla um breytta jeppa í almannaþjónustu á Íslandi. Um er að ræða fimmta fyrirlesturinn í netfyrirlestraröð HR og Vísis.

Atvinnurekendur mótmæla hækkun á eftirlitsgjöldum

Félag atvinnurekenda mótmælir hækkun á gjaldi og afnámi afsláttar hjá Matvælastofnun fyrir greiningu sína frá fyrirtækjum í innflutningi og framleiðslu matvæla sem tilkynnt hafi verið um í síðustu viku.

Kirkjan stendur á sínu í máli séra Skírnis

Biskupsstofa segir misskilnings eða rangfærslna hafa gætt í umfjöllun um mál séra Skírnis Garðarssonar, sem var rekinn úr starfi sínu sem héraðsprestur á Suðurlandi í síðustu viku.

Eftirför endaði utanvegar

Til eftirfarar kom þegar lögregluþjónar reyndu að stöðva ökumann bifhjóls á tíunda tímanum í gær.

Sjá næstu 50 fréttir