Fleiri fréttir

Hefja undirbúning Landspítala fyrir mögulegt smit

Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað.

Talsvert um ölvunarakstur í nótt

Talsvert af málum er sneru að akstri bíla undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Voru hið minnsta sjö bílar stöðvaðir vegna gruns um ölvunar eða fíkniefnaakstur.

Öflug skjálftahrina nærri Grindavík

Þrír snarpir jarðskjálftar hafa mælst síðasta klukkutímann nærri Grindavík, sá stærsti 4,3 að stærð klukkan 22:24 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Skjálftinn fannst vel á Reykjanesskaga og fannst hann einnig í Reykjavík. Einnig hafa fundist fjölmargir eftirskjálftar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um Brexit, fjallað áfram um Wuhan-veiruna og rætt við starfsmenn leikskóla sem fara í verkfall í næstu viku ef ekki næst að semja. Þetta og margt fleira í Kvöldfréttum Stöðvar 2.

Lögregla heldur fjórum í varðhaldi en sleppir tveimur

Fjórir karlmenn, sem grunaðir eru um aðild að umfangsmiklu sakamáli sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti, voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Varasöm hengja í vesturbrún Mosfells

Veðurstofa Íslands greinir frá því á vefsíðu sinni að varasöm hengja sé nú í vesturbrún Mosfells en staðkunnugur íbúi í Mosfellsbæ hafði samband við snjóflóðavaktina og kvaðst áhyggjur af hættu í vesturhlíð fjallsins.

ÍR-ingar rann­saka fjár­drátt starfs­manns

Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur hefur að undanförnu verið með fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar, en upp komst um málið í lok síðasta árs og var starfsmaðurinn í kjölfarið látinn fara.

Lægir í nótt og herðir á frosti

Gera má ráð fyrir norðlægri átt á landinu í dag, víða milli fimm til þrettán metrar á sekúndu, en heldur hvassari undir austanverðum Vatnajökli í kvöld.

Segja ríkið hækka laun langt um­fram lífs­kjara­samninginn

Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra.

Á­nægja með raf­rænt ökus­kir­teini

Áður en langt um líður ættu Ís­lendingar að geta fengið öku­skír­teini sín í far­símann. Vonir standa til að stafræn ökuskírteini verði komin í gagnið í vor en þróun þeirra hefur staðið yfir undanfarna mánuði á vegum Ríkislögreglustjóra og Stafræns Íslands.

Deildu um lögþvingun

Sveitarstjórnarráðherra segir suma þingmenn misskilja þingsályktunartillögu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Ekki sé um lögþvingun að ræða enda hafi tillagan verið unnin í náinni samvinnu við sveitarfélög og þau hafi tíma til að aðlaga sig.

Nallinn ómar í Háskólabíó

BSRB, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Bandalag háskólamanna, Sameyki og Sjúkraliðafélag Íslands stóðu í dag fyrir baráttufundi opinberra starfsmanna í Háskólabíó.

Vonar að menntuðum lögreglumönnum fjölgi hratt

Nýtt lögregluráð tók til starfa í dag. Staða löggæslu á Íslandi var meðal annars til umræðu en menntaðir lögreglumenn eru á þriðja hundrað færri en greiningardeild ríkilögreglustjóra telur ásættanlegt. Dómsmálaráðherra vonandi til að faglærðum lögreglumönnum fjölgi hratt á næstu árum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nýtt lögregluráð tók til starfa í dag. Staða löggæslu á Íslandi var meðal annars til umræðu en menntaðir lögreglumenn eru á þriðja hundrað færri en greiningardeild ríkilögreglustjóra telur ásættanlegt.

Fallbyssukúla fannst í kjallara í Eyjum

Tveir liðsmenn séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar og sprengjusveitar Ríkislögreglustjóra fóru til Vestmannaeyja í dag eftir að fallbyssukúla fannst í kjallara Byggðasafnsins þar.

John Snorri lagður af stað úr grunnbúðum K2

Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og gönguhópur hans héldu í nótt úr grunnbúðum fjallsins K2. John Snorri stefnir á að verða fyrsti maðurinn til að klífa tind fjallsins að vetrarlagi.

Sjá næstu 50 fréttir