Fleiri fréttir

„Lygi sem er sögð milljón sinnum verður staðreynd“

Upplýsingaóreiða hefur aldrei verið meiri í heiminum og staða sjálfstæðra fjölmiðla aldrei verri. Þetta segir Maria Ressa, reynd blaðakona frá Filippseyjum, en hún sætir ákærum í heimalandinu sem geta varðað allt að 63 ára fangelsi.

Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað

Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma.

Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22

Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. Um er að ræða þriðju aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi.

Útivistardóms krafist á Løvland í LA

Lögmaður Jóhanns Helgasonar krefst þess nú að kveðinn verði upp útivistardómur yfir höfundum lags og texta You Raise Me Up þar sem þeir hafi í engu sinnt stefnum í málinu um lögin You Raise Me Up og Söknuð.

Samkomulag um styttingu vinnuviku

BSRB hefur náð samkomulagi við alla viðsemjendur sína, það er ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga, um útfærslu styttingu vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki.

Flugvallarmáli frestað í bili

Riftunarmál þrotabús ACE Handling ehf. gegn eignarhaldsfélögunum ACE FBO, Global Fuel Iceland og Bjargfasti var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni.

Ofbeldi og hótanir í október

Í október voru skráð níu tilvik þar sem lögreglumaður var beittur ofbeldi.Það sem af er ári hafa verið skráð um 34 prósent fleiri slík tilvik en skráð voru að meðaltali síðustu þrjú ár á undan.

Blaðamenn fara í verkfall á morgun

Fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara nú fyrir stundu án þess að samningar næðust. Verkfall skellur á á morgun.

Upp­sagnir hjá Haf­rann­sóknar­stofnun

Tíu manns hefur verið sagt upp störfum hjá Hafrannsóknarstofnun. Sigurður Guðjónsson, forstjóri stofnunarinnar, segir í samtali við RÚV að fjórir til viðbótar hefðu sjálfir sagt upp.

Forsætisráðherra slökkti eld við Kópavogsskóla

Eldvarnarvika Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hófst í dag og af því tilefni fræddi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra auk slökkviliðsmanna, átta ára börn í Kópavogsskóla um eldvarnir heimilisins.

Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu

Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu.

Stjórn RÚV undirbýr stofnun dótturfélags

Ríkisútvarpið brýtur lög með því að vera ekki með samkeppnisrekstur í dótturfélagi. Vinnuhópur um stofnun dótturfélags verður skipaður í næstu viku. RÚV hefði orðið ógjaldfært ef ekki hefði komið til lóðasala í Efstaleiti.

Loo fjarlægir umdeildu hjólhýsin

Í nýrri tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Leynis í Rangárþingi ytra er gert ráð fyrir því að umdeild hjólhýsi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Igloo Village verði fjarlægð.

Björgólfur furðar sig á gagnrýni á innri rannsókn Samherja

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja.

Kynna áform um þjóðgarð

Þverpólitísk nefnd um undirbúning að stofnun þjóðgarðsins hefur unnið að þeim áherslum sem fyrirhugað lagafrumvarp mun byggja á.

Sáttamiðlun notuð í of litlum mæli hér á landi

Dagný Rut Haraldsdóttir sáttamiðlari segir sáttamiðlun ódýrari kost en að mál veltist um í dómskerfinu. Úrræðið mætti nýta í mun fleiri málum. Á málþingi um sáttamiðlun í dag verður meðal annars fjallað um reynslu Skota.

Foreldrar ekki af baki dottnir

Foreldrar barna við Kelduskóla Korpu eru ekki af baki dottnir þó að borgarstjórn hafi samþykkt tillögu um að leggja niður skólahald þar næsta haust.

„Talsvert mikið eftir, því miður“

Lengsta fundi í kjaradeilu Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara skömmu fyrir klukkan níu í kvöld.

„Værum ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálma“

Sjúkraflutningamenn sem slösuðust á vettvangi rútuslyss undir Eyjafjöllum í dag segja hjálma hafa bjargað miklu. Þau kláruðu útkallið og að sinna farþegum rútunnar áður en þau leituðu sjálf til læknis.

Fögnuðu 30 ára afmæli Barnasáttmálans

Alþjóðadagur barna er í dag og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna fagnar þrjátíu ára afmæli. Þessu var fagnað með ýmsum viðburðum í dag. Fréttastofan fékk efnilegan fréttamann, Ingunni Sif Isorenu Þórðardóttur, til liðs við sig við vinnslu fréttarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.