Fleiri fréttir

„Oft erfitt að gera greinarmun á einmiðlum og fjölmiðlum,“ segir forsætisráðherra

Falsfréttir eru oft einfaldar, höfða til tilfinninga fólks og breiðast gjarnan út með ógnarhraða. Það getur haft gríðarleg áhrif á lýðræði og stjórnmálaumræðu segir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs. Framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir afar mikilvægt að kortleggja þær fjölþáttaógnir sem steðja að samfélaginu á netinu.

Ríkið fær Dynjanda að gjöf

RARIK hefur fært íslenska ríkinu Dynjanda við Arnarfjörð að gjöf í tilefni af 75 ára lýðveldisafmæli Íslands.

Siðanefnd hafi „dæmt sig úr leik” með úrskurði sínum

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur ekkert athugavert við það að hún gegni formennsku í nefndinni þrátt fyrir að hún hafi verið fundin sek um brot á siðareglum.

Hvassviðri framan af degi

Landsmenn mega eiga von á hvassviðri á landinu framan af degi en lægja mun síðdegis.

Hvetur fólk til að borða diska og hnífapör

Bartosz Wójcik rekur fyrirtækið Eco Ísland sem selur ætan og umhverfisvænan borðbúnað. Hann hefur búið á Íslandi í áratug og segir dvöl sína í hreinasta landi heims hafa haft áhrif á hugmyndir hans um umhverfismál.

Útgjöld eftirlitsstofnana aukast áfram

Umfang eftirlitsstofnana ríkisins hefur aukist umtalsvert á síðustu átta árum. Árið 2014 var sett vinna í gang við að fara yfir regluverk stofnananna með gögn OECD um hagkvæmni og skilvirkni til hliðsjónar en sú vinna rann út í sandinn vegna fjárskorts.

Þurfa að afklæða fólk á göngunum: „Þetta er svo mikil vanvirðing“

Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann.

Undirritunardagurinn kom og fór

Félagsmenn aðildarfélaga BRSB eru orðnir óþreyjufullir vegna kjaraviðræðna og vonir eru bundnar við fundi komandi viku.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Forsætisráðherra segir að ástandið innan lögreglunnar geti ekki gengið svona áfram. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ef persóna Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, standi í vegi fyrir því að samskipti innan lögreglunnar séu í lagi eigi löggæslan í landinu að vega þyngra.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.