Fleiri fréttir

Breyta á aðkomu að Bessastöðum

Breytingar á deiliskipulagi Bessastaða eru í farvatninu með það að markmiði að bæta öryggi og aðgengi ferðamanna og annarra gesta Bessastaða.

Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn

Meiri­hluti borg­ar­ráðs Reykja­vík­ur samþykkti nýtt deili­skipu­lag fyr­ir Stekkj­ar­bakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sín­um í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir.

Vilja búa til ísgöng í stað hella sem eru að bráðna í Langjökli

Fyrirtækið Mountaineers of Iceland fékk leyfi frá Bláskógabyggð til að grafa í Suðurjökul Langjökuls til að útbúa þar eitt hundrað metra ísgöng. Herbert Hauksson, stofnandi fyrirtækisins, segir náttúrulega íshella í jökulsporðinu vera að bráðna. Bjóða þurfi ferðamönnum nýjan möguleika á breyttum tímum.

Opnir fundir um þjóðgarð

Þverpólitísk nefnd sem vinnur að tillögum um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu hefur nú boðað til opinna funda. Sveitarfélög víða um land hafa almennt lagst gegn þessum áformum.

Horfa þarf til Hvassahraunsmöguleika

Taka þarf mið af mögulegri uppbyggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni í mati á umhverfis­áhrifum stækkunar Keflavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsáætlun fyrir verkefnið sem birt var á vef stofnunarinnar í gær.

Óánægja með vinstrislagsíðu stjórnar

Mikils pirrings gætir í grasrót Sjálfstæðisflokksins með forystu flokksins. Áhyggjur flokksmanna snúa frekar að vinstrislagsíðu stjórnarinnar en deilunni um þriðja orkupakkann og gagnrýni uppgjafaformanna flokksins, sá skjálfti er að mestu hjaðnaður.

Grunur um skipulagðan hjólaþjófnað

Undanfarna mánuði hefur reiðhjólaþjófnaður færst í vöxt og grunur leikur á að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Klippt er á lása og brotist inn í reiðhjólageymslur til að stela hjólunum.

Víkingur tekur við íþróttamannvirkjum í Safamýri

Borgarráð hefur samþykkt að ganga til samninga við knattspyrnufélagið Víking um að félagið taki við rekstri íþróttamannvirkja í Safamýri eftir flutning íþróttafélagsins Fram á nýtt félagssvæði í Úlfarsárdal.

Almenningur fái að skipa í stjórnir lífeyrissjóða

Fjármálaeftirlitið lítur svo á að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé óbreytt þrátt fyrir að fulltrúaráð VR hafi afturkallað umboð stjórnarmanna. Málið gæti komið til frekari skoðunar haldi VR sinni ráðstöfun til streitu. Formaður VR segir að almenningur eigi að fá að skipa í stjórnir lífeyrissjóða.

Fjölmenn mótmæli í miðborginni

Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni.

Brottvísun barna mótmælt

Nú standa yfir mótmæli yfirvofandi brottvísana tveggja afganskra fjölskyldna sem á að senda til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Nokkur hundruð manns tóku þátt í mótmælum sem hófust við Hallgrímskirkju síðdegis þar sem fyrirhugaðri brottvísun tveggja afgangskra fjölskyldna var mótmælt. Greint verður nánar frá mótmælunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir og rætt við Salvöru Nordal, umboðsmann barna, en hún segir stjórnvöld eiga að tryggja að hvert mál sé skoðað með tilliti til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Ráðning Ragnheiðar staðfest

Ragnheiður Elín Árnadóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í Reykjavík 2020.

Rútan á eðlilegum hraða og bílstjórinn allsgáður

Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á rútuslysi sem varð á Suðurlandsvegi við Hofgarð í Öræfum þann 16. maí s.l. er nú á lokametrunum og sérfræðigögn að skila sér inn eftir því sem vikurnar líða.

Krikketstjörnu boðið til Íslands

Íslenska krikketsambandið bauð indversku stjörnunni Ambati Rayudu að koma til Íslands og sækja um dvalarleyfi. Rayudu var ekki valinn í indverska landsliðið fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Bretlandi.

Osborne vill taka við AGS

George Osborne, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur sýnt því áhuga á að taka við sem framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Sjá næstu 50 fréttir