Íslendingum bjóðast tækifæri á Indlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. júlí 2019 08:15 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Prasoon Dewan, formaður Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna, hér á landi í síðasta mánuði. Gríðarleg tækifæri bjóðast Íslendingum á indverskum markaði, þar sem um 800 milljónir eru í millistétt og mynda einn stærsta neytendamarkað heims. Þetta segir Prasoon Dewan, formaður Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna (IIBA), í samtali við Fréttablaðið. Samtökin stóðu fyrir fyrirtækjastefnumóti hér á landi í síðasta mánuði, ásamt Indversk-íslenska viðskiptaráðinu og indverska sendiráðinu í Reykjavík. Fulltrúar sjö indverskra fyrirtækja og tíu íslenskra sóttu fundinn. „Ísland og Indland deila mörgum einkennum menningar og sögu. Á meðan Ísland á elsta lýðræðið er Indland ein elsta siðmenningin, allt að átta þúsund ára. Rannsóknir á fornminjum hafa sýnt langa hefð fyrir viðskiptum Indverja við þjóðir annarra heimsálfa. Indland til forna var mikil miðstöð viðskipta. Tækifæri bíða beggja þjóða til þess að vinna að nánari tengslum,“ segir Dewan. Að sögn Dewan gætu Íslendingar einna helst sótt á indverskan markað með tæknivörur og sérfræðiþekkingu er varðar endurnýjanlega orku, heilbrigðisþjónustu, líftækni, sjávarútvegstækni, matvinnslu, kjöt og fisk. Þá gætu Íslendingar notið góðs af þekkingu Indverja á upplýsingatækni, ferðaþjónustu, innviðauppbyggingu, fjarskiptum og gervihnöttum. „Þegar við lítum til viðskipta gætu Íslendingar hagnast á kostnaði framleiðslu og þjónustu með samvinnu við indversk fyrirtæki. Þar sem Indland er stór markaður gæti jafnvel smár hluti gert mikið fyrir íslensk fyrirtæki,“ segir Dewan og bætir við: „Vegna vinnu Guðmundar Árna Stefánssonar sendiherra náðu íslensk fyrirtæki að fá leyfi frá Nýju-Delí til þess að flytja út lambakjöt til Indlands. Íslendingar eru heimsþekktir fyrir lambakjöt sitt. Hið sama gildir um íslenskan fisk.“ Þá segist Dewan sjá að tengsl séu að myndast á milli ríkjanna er kemur að flugsamgöngum, ferðaþjónustu, hönnun og menntun svo fátt eitt sé nefnt. „Ríkin tvö geta grætt mikið á því að deila þekkingu sinni og á því hversu stórt indverska hagkerfið er.“ Dewan segir endurkjör Narendra Modi forsætisráðherra þýða að indverskt viðskiptaumhverfi verði opnara fyrir alþjóðasamfélaginu. „Á síðustu fimm árum hafa stjórnvöld einfaldað ýmsar reglugerðir,“ segir formaðurinn og nefnir til dæmis skattamál, vernd fyrir fjárfestingar og breytingar á dómstólum. Dewan segir samtök sín, IIBA, leika mikilvægt hlutverk í að tengja menningu og viðskiptalíf ríkjanna tveggja. Samtökin aðstoði meðlimi á hvaða hátt sem þarf. Þá segir hann samtökin njóta fulls trausts og stuðnings sendiráðs Indlands á Íslandi og sendiráðs Íslands á Indlandi. „Persónulegt samband mitt við Ísland spannar rúm tuttugu ár og hefur hjálpað til við að styrkja þessi tengsl. Sem formaður IIBA er það skylda mín að tryggja samstarf og viðskipti á milli ríkjanna. Fyrsta opinbera sendinefndin sem Indverjar sendu til Íslands, sem IIBA skipulagði með stuðningi sendiráðanna, kom til Reykjavíkur í júní og náði góðum árangri.“ Dewan segir Indverja og Íslendinga þar hafa rætt um tækifæri á sviði kísilvinnslu, matvælaframleiðslu, textílframleiðslu, lyfja, tækni og ferðamennsku. „Hugmyndin um beint flug á milli Nýju-Delí og Reykjavíkur mun svo fjölga tækifærum enn frekar og styrkja ferðamennsku á milli ríkjanna,“ segir Prasoon Dewan. Birtist í Fréttablaðinu Indland Utanríkismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Gríðarleg tækifæri bjóðast Íslendingum á indverskum markaði, þar sem um 800 milljónir eru í millistétt og mynda einn stærsta neytendamarkað heims. Þetta segir Prasoon Dewan, formaður Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna (IIBA), í samtali við Fréttablaðið. Samtökin stóðu fyrir fyrirtækjastefnumóti hér á landi í síðasta mánuði, ásamt Indversk-íslenska viðskiptaráðinu og indverska sendiráðinu í Reykjavík. Fulltrúar sjö indverskra fyrirtækja og tíu íslenskra sóttu fundinn. „Ísland og Indland deila mörgum einkennum menningar og sögu. Á meðan Ísland á elsta lýðræðið er Indland ein elsta siðmenningin, allt að átta þúsund ára. Rannsóknir á fornminjum hafa sýnt langa hefð fyrir viðskiptum Indverja við þjóðir annarra heimsálfa. Indland til forna var mikil miðstöð viðskipta. Tækifæri bíða beggja þjóða til þess að vinna að nánari tengslum,“ segir Dewan. Að sögn Dewan gætu Íslendingar einna helst sótt á indverskan markað með tæknivörur og sérfræðiþekkingu er varðar endurnýjanlega orku, heilbrigðisþjónustu, líftækni, sjávarútvegstækni, matvinnslu, kjöt og fisk. Þá gætu Íslendingar notið góðs af þekkingu Indverja á upplýsingatækni, ferðaþjónustu, innviðauppbyggingu, fjarskiptum og gervihnöttum. „Þegar við lítum til viðskipta gætu Íslendingar hagnast á kostnaði framleiðslu og þjónustu með samvinnu við indversk fyrirtæki. Þar sem Indland er stór markaður gæti jafnvel smár hluti gert mikið fyrir íslensk fyrirtæki,“ segir Dewan og bætir við: „Vegna vinnu Guðmundar Árna Stefánssonar sendiherra náðu íslensk fyrirtæki að fá leyfi frá Nýju-Delí til þess að flytja út lambakjöt til Indlands. Íslendingar eru heimsþekktir fyrir lambakjöt sitt. Hið sama gildir um íslenskan fisk.“ Þá segist Dewan sjá að tengsl séu að myndast á milli ríkjanna er kemur að flugsamgöngum, ferðaþjónustu, hönnun og menntun svo fátt eitt sé nefnt. „Ríkin tvö geta grætt mikið á því að deila þekkingu sinni og á því hversu stórt indverska hagkerfið er.“ Dewan segir endurkjör Narendra Modi forsætisráðherra þýða að indverskt viðskiptaumhverfi verði opnara fyrir alþjóðasamfélaginu. „Á síðustu fimm árum hafa stjórnvöld einfaldað ýmsar reglugerðir,“ segir formaðurinn og nefnir til dæmis skattamál, vernd fyrir fjárfestingar og breytingar á dómstólum. Dewan segir samtök sín, IIBA, leika mikilvægt hlutverk í að tengja menningu og viðskiptalíf ríkjanna tveggja. Samtökin aðstoði meðlimi á hvaða hátt sem þarf. Þá segir hann samtökin njóta fulls trausts og stuðnings sendiráðs Indlands á Íslandi og sendiráðs Íslands á Indlandi. „Persónulegt samband mitt við Ísland spannar rúm tuttugu ár og hefur hjálpað til við að styrkja þessi tengsl. Sem formaður IIBA er það skylda mín að tryggja samstarf og viðskipti á milli ríkjanna. Fyrsta opinbera sendinefndin sem Indverjar sendu til Íslands, sem IIBA skipulagði með stuðningi sendiráðanna, kom til Reykjavíkur í júní og náði góðum árangri.“ Dewan segir Indverja og Íslendinga þar hafa rætt um tækifæri á sviði kísilvinnslu, matvælaframleiðslu, textílframleiðslu, lyfja, tækni og ferðamennsku. „Hugmyndin um beint flug á milli Nýju-Delí og Reykjavíkur mun svo fjölga tækifærum enn frekar og styrkja ferðamennsku á milli ríkjanna,“ segir Prasoon Dewan.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Utanríkismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira