Fleiri fréttir

Olga Steinunn er látin

Olga Steinunn Weywadt Stefánsdóttir er látin eftir baráttu sem hún hefur háð við brjóstakrabbamein eftir greiningu árið 2013.

Búið að opna alla vegi á hálendinu

Allir vegir á hálendi Íslands teljast nú færir, samkvæmt nýjasta hálendiskorti Vegagerðarinnar, sem birt var í morgun. Dyngjufjallaleið og Gæsavatnaleið, norðan Vatnajökuls, voru síðastar til að opnast í ár.

Sérfræðingur stórfyrirtækja hafnar líkindum við Söknuð

Prófessor sem starfar fyrir lögmenn Warner Music og Universal Music í dómsmálinu sem Jóhann Helgason rekur gegn tónlistarfyrirtækjunum í Los Angeles segir í 110 síðna greinargerð að engin marktæk líkindi séu með laginu Söknuði og laginu You Raise Me Up. Bæði lögin eigi fyrirmyndir í eldri lögum.

Hjól þurfa að vera læst

Reiðhjól sem er stolið utandyra þarf að hafa verið læst til að bætur fáist frá tryggingafélögum.

Miklu stolið úr Bauhaus

Grunur leikur á að miklu af vörum hafi verið stolið úr byggingavöruversluninni Bauhaus í Grafarholti

Verja eigi fólk gagnvart heimilisofbeldi í vinnunni

Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi.

Fanney Eiríksdóttir látin

Fanney Eiríksdóttir lést í nótt á líknardeild Landspítalans eftir tæplega árs baráttu við leghálskrabbamein. Hún lætur eftir sig eiginmann og tvö börn.

Segir kærum ætlað að tefja framkvæmdir

Skiptar skoðanir eru um Hvalárvirkjun en landeigendur hafa meðal annars kært framkvæmdarleyfið. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdir en hún lítur á virkjunina mikla búbót fyrir byggð á Vestfjörðum.

Boða til friðsamlegra mótmæla til stuðnings við flóttabörn

Boðað hefur verið til friðsamlegra mótmæla í stuðningi við flóttabörn á Íslandi við brúna yfir Hringbraut í Reykjavík í dag klukkan tvö. Ein af skipuleggjendum segir of mörg börn á flótta send úr landi. Ísland hafi nóg pláss til að bjóða öll þau börn sem óska eftir veru hér á landi velkomin. Reglugerð ráðherra sé bara yfirklór.

Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl

Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur.

Sjáðu þegar ný þyrla gæslunnar lenti í Reykjavík

Landhelgisgæslan tekur brátt í notkun aðra Airbus H225 þyrlu en nýja þyrlan, sem hlotið hefur nafnið TF-GRO lenti í fyrsta skipti á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Hin þyrlan af sömu gerð er TF-EIR sem kom til landsins í mars og fór í sitt fyrsta útkall fyrir tæpum mánuði.

Súld fyrir norðan en þurrt sunnan heiða

Aftur verður fínasta veður á stærsta hluta landsins en líkt og í gær verður þurrt og bjart sunnan heiða með hita að 20 stigum þegar best lætur en jafnvel rétt rúmlega það.

Íbúar í Árborg verða 10 þúsund um áramótin

Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg fjölgar hratt og stefnir í að fjöldi íbúa verði komin upp í tíu þúsund manns um næstu áramót. Það sem af er ári hefur íbúum fjölgað að meðaltali um fimm prósent í hverjum mánuði.

Draga ekki stefnuna á hendur Eldum rétt til baka að svo stöddu

Forsvarsmenn og lögmenn Eflingar og Eldum rétt funduð í gær í leit að sáttum en framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafnað sáttartilboði samkvæmt yfirlýsingu frá Eflingu. Framkvæmdastjóri Eldum rétt segir yfirlýsinguna ekki í takt við raunveruleikann.

Landlæknir bað Evu Þóru afsökunar símleiðis

Hjúkrunarfræðineminn Eva Þóra Hartmannsdóttir, sem vakti á dögunum athygli á því að konur af afrískum uppruna væru flokkaðar sem negrítar í sjúkraskrám sínum, greinir frá því að Landlæknir hafi slegið á þráðinn til hennar og beðist afsökunar á málinu

Heimsmet í fjölda kvenna í lögreglunni

Á lögreglustöðinni á Vínlandsleið starfa fleiri konur en karlar og er það líklega eini staðurinn í heiminum þar sem hlutfall kvenna er hærra en karla í lögreglunni. Endurnýjun starfsfólks og aukin aðsókn kvenna sögð ástæðan.

Margir teknir í óleyfi í utanlandsferðum

Mjög algengt er að Vinnumálastofnun grípi fólk sem þiggur atvinnuleysisbætur í utanlandsferðum í leyfisleysi. Ýmis úrræði til eftirlits. Margir atvinnuleysisbótaþegar vita ekki að tilkynna þurfi utanlandsferð til stofnunarinnar.

Útlit fyrir sól og allt að 22 stiga hita

Hæð vestur af landinu mun ráða mestu um veðrið í dag, laugardag einnar stærstu ferðahelgar ársins. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Skógarbændur segja geitur vera skaðræðisskepnur

"Örfáir landeigendur á Héraði hafa verið að fá sér geitur og hafa undirritaðir átt í vök að verjast undan ágangi þeirra,“ segir í bréfi tveggja skógarbænda til Fljótsdalshrepps.

Sjá næstu 50 fréttir