Fleiri fréttir

Mikil aukning á slysum vegna lyfjaaksturs

Á sjöunda tug hafa látist eða slasast í slysum sem má rekja til fíkniefnaaksturs fyrstu átta mánuði ársins. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir þetta knýjandi verkefni sem samfélagið þurfi að taka á.

Segir þingfund hefjast á óhefðbundinn hátt

Fyrsti þingfundur eftir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins var gert opinbert verður í dag. Kollegar þeirra leita nú leiða til að koma þingmönnunum í skilning um að þeir verði að víkja.

Segja þingmennina verða að víkja

Stjórn Framsóknarfélags Grindavíkur fordæmir harðlega ummæli þingmanna á veitingastaðnum Klaustur og segir þau óafsakanleg.

Freyja gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Sigmundar

Hún segist ekki vilja fleiri símtöl þar sem ófatlaður karlmaður í valdastöðu talar niður til hennar og reynir að útskýra fyrir henni hvað fötlunarfordómar eru. Vísar hún þar til símtals sem hún fékk frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins í dag.

Jón Þór mun taka sæti á þingi fyrir Miðflokkinn

Varaþingmaður Miðflokksins, Jón Þór Þorvaldsson, mun taka sæti Bergþórs Ólasonar á Alþingi. Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu rétt í þessu. Jón Þór sat fyrr í dag fund með Bergþóri og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins þar sem farið var yfir stöðu mála í kjölfar Klaustursupptakanna.

100 ára kvæðakona á Hvolsvelli

María Jónsdóttir á Hvolsvelli er 100 ára kvæðakona en hún og Sigurður Sigurðarson, dýralæknir sem er að verða 80 ára kveða oft saman stemmur.

Varaþingmaður íhugar að taka ekki þingsæti fyrir Miðflokkinn

Jón Þór Þorvaldsson, varaþingmaður Miðflokksins, er á fundi þessa stundina með forystu flokksins þar sem hann íhugar nú hvort hann muni taka sæti á Alþingi fyrir Bergþór Ólason sem tók sér ótímabundið leyfi frá þingstörfum vegna Klausturmálsins.

Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu.

Nýir og betri gluggar í Skálholti

Skipt hefur verið um alla glugga í Skálholtsdómkirkju en þeir voru orðnir meira og minna ónýtir. Fagmenn frá Þýskalandi voru fengnir í verkið.

Fullveldi Íslendinga var heimssögulegur viðburður

Það var heimssögulegur viðburður að svo fámennt og fátækt ríki hlyti fullveldi árið 1918 að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta Íslands. Á fyrstu áratugunum hafi fullveld þjóðarinnar oft hangið á bláþræði.

„Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“

Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin.

Jólatónleikar fyrir milljarð

Jólatónleikar og aðrir hátíðarviðburðir hafa aldrei verið fleiri á Íslandi en í ár. Áætlað heildarverðmæti miða nemur tæpum milljarði króna.

Minni hætta á snjóflóðum þökk sé stöðugum veðurskilyrðum

Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður snjóflóðaseturs Vestfjarða, segir að sökum veðurskilyrða sé snjórinn sem kyngt hefur niður á Vestfjörðum nokkuð stöðugur og því minni hætta á snjóflóðum en ella. Eins og Vísir greindi frá féll snjóflóð á Flateyrarvegi á Hvilftarströnd í gær. Tveir bílar með samtals fimm farþega lentu í flóðinu, en farþegarnir sluppu allir ómeiddir úr flóðinu.

Áslaug Arna: „Öllum leið illa“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var.

Margmenni á Austurvelli

Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli þar sem fram fara mótmæli vegna Klaustursupptökunnar svokölluðu.

Sjá næstu 50 fréttir