Fleiri fréttir

Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman

Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni.

„Við skrimtum á launum sem duga ekki og tilvera okkar er mjög erfið“

Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu skiluðu í dag fimmfalt fleiri undirskriftum meðmælenda en þau þurftu til að skila löglegu framboði. Sólveig segir breiðan hóp láglaunafólks að baki framboðinu sem finnst að núverandi stjórn Eflingar hafi brugðist.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu festast mánuðum saman inni á geðdeild vegna skorts á búsetuúrræðum.

Gylfi segist ekkert hafa að óttast

Sigri Sólveig Anna Jónsdóttir formannskjör í Eflingu þurfi Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, að íhuga stöðu sína segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Gylfi lítur ekki svo á og segir það óvanalegt að formenn aðildarfélaga ASÍ hlutist til um innri mál annarra aðildarfélaga.

Passinn seinkar heimför Sunnu

Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag.

Hálkan heldur áfram að hrella landann

Hálkan mun líklega halda áfram að hrella landann að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands í morgun.

Ógnaði konu með eggvopni

Karlmaður var handtekinn í Hafnarfirði um klukkan hálf átta í gærkvöldi eftir að hafa ógnað konu með eggvopni.

Á móti lækkun kosningaaldurs

"Við í Hveragerði teljum að líta verði á málið í heild sinni. Ef 16 ára börn eiga að mega kjósa, á þá lögræðisaldur ekki að vera 16 ár líka?“ segir Unnur Þormóðsdóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar.

Þeir pirruðu geta bara farið til Bolungarvíkur

Ísfirðingar eru ekki sammála um ágæti stóraukins fjölda ferðamanna með tíðari komum skemmtiferðaskipa. Skipafjöldinn tvöfaldaðist á þremur árum. Sumir segjast til sýnis eins og í Disneylandi.

Hlýnun ógnar Þingvallasilungi

Efstu lög Þingvallavatns hafa hlýnað vegna breytinga á veðurfari. Rannsóknir sýna að fordæmalausar breytingar urðu í vatninu 2016. Fæðuframboð murtunnar gæti hrunið með hnignun stofna kísilþörunga.

Telja að tannrannsóknir standist ekki vísindasiðareglur

Óvíst er hvort tanngreiningar á hælisleitendum standist siðareglur Háskóla Íslands. Þetta segir meistaranemi í mannfræði við skólann sem sent hefur sérstakt erindi til vísindasiðanefndar. Hún bendir á að slíkum rannsóknum hafi verið hafnað af vísindamönnum víða í nágrannalöndum.

Mega ekki líta til jákvæðra upplýsinga um skuldara

Þeir sem hafa einu sinni lent á vanskilaskrá geta átt erfitt með að fá lán og sanngjörn vaxtakjör, jafnvel þó staða þeirra hafi breyst til hins betra. Ástæðan er sú að þeim sem framkvæma sérstakt lánshæfismat er óheimilt að líta til jákvæðra upplýsinga um skuldara.

Sjá næstu 50 fréttir