„Hvítar sólir" á lofti klukkan níu í kvöld í tilefni af afmæli Slysavarnafélagsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 20:15 Slysavarnafélagið Landsbjörg varð til við samruna tveggja félaga árið 1999. Vísir 90 ár eru liðin frá stofnun Slysavarnafélags Íslands í dag. Stofnun þess markaði upphaf skipulagðs björgunar- og slysavarnastarfs á Íslandi en björgunar- og slysavarnadeildir halda upp á áfangann um allt land með táknrænum hætti nú í kvöld.Slysavarnafélag Íslands var stofnað á þessum degi árið 1928 og var ætlað það hlutverk að drag úr slysum á sjó og koma upp búnaði til björgunar. Á þeim tíma var ekki óalgengt að árlega létu tugir sjómanna lífið í sjóslysum. Í kjölfar strands Jóns forseta við Stafnes í febrúar 1928, þar sem 15 manns fórust, hófst stofnun slysavarnadeilda víðsvegar um landið. Fyrsta slysavarnadeildin var Sigurvon í Sandgerði en í dag eru björgunar- og slysavarnardeildir um landið á annað hundrað talsins. Félagið beitti sér einnig fyrir útbreiðslu svokallaðra fluglínutækja, en fyrsta björgun með fluglínutækjum var þegar Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík bjargaði áhöfn fransks síðutogara sem strandaði í slæmu veðri árið 1931. Fyrsti björgunarbátur félagsins kom til landsins í apríl 1929 og var nefndur Þorsteinn. Stofnuð var kvennadeild árið 1930 og þá kom fyrsta sérsmíðaða björgunarskip félagsins, Sæbjörg, til landsins árið 1938. Árið 1968 keyptu Slysavarnafélagið og íslenska ríkið saman fyrstu þyrluna, TF-EIR og sama ár fól ríkið Slysavarnafélaginu að koma á fót og reka tilkynningaskyldu íslenskra skipa. Árið 1985 stofnaði Slysavarnafélagið Slysavarnaskóla sjómanna en árið 1999 sameinuðust Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg - landssamband björgunarsveita, í ein slysavarna- og björgunarsamtök undir nafninu Slysavarnafélagið Landsbjörg.Fjölgar hratt í bakvarðasveitinni Gunnar Tómasson er fyrrverandi stjórnarmaður Slysavarnarfélags Íslands og var forseti þess í nokkur ár. Hann þekkir sögu félagsins því vel en er ekki síður bjartsýnn á framtíð þess. „Ég held að það verði bara áfram öflugt starf og ég tala nú ekki um það að núna eru að flykkjast alltaf fleiri og fleiri að sem svona sérstakir bakverðir hjá félaginu og það er að eflast mjög verulega og ég hvet alla landsmenn til að gerast bakverðir hjá Slysavarnarfélaginu og þá getum við treyst því að þetta verði öflugt starf í framtíðinni,“ segir Gunnar í samtali við Stöð 2. Klukkan níu í kvöld munu björgunar- og slysavarnadeildir um allt land skjóta á loft svokölluðum hvítum sólum í tilefni afmælisins. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
90 ár eru liðin frá stofnun Slysavarnafélags Íslands í dag. Stofnun þess markaði upphaf skipulagðs björgunar- og slysavarnastarfs á Íslandi en björgunar- og slysavarnadeildir halda upp á áfangann um allt land með táknrænum hætti nú í kvöld.Slysavarnafélag Íslands var stofnað á þessum degi árið 1928 og var ætlað það hlutverk að drag úr slysum á sjó og koma upp búnaði til björgunar. Á þeim tíma var ekki óalgengt að árlega létu tugir sjómanna lífið í sjóslysum. Í kjölfar strands Jóns forseta við Stafnes í febrúar 1928, þar sem 15 manns fórust, hófst stofnun slysavarnadeilda víðsvegar um landið. Fyrsta slysavarnadeildin var Sigurvon í Sandgerði en í dag eru björgunar- og slysavarnardeildir um landið á annað hundrað talsins. Félagið beitti sér einnig fyrir útbreiðslu svokallaðra fluglínutækja, en fyrsta björgun með fluglínutækjum var þegar Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík bjargaði áhöfn fransks síðutogara sem strandaði í slæmu veðri árið 1931. Fyrsti björgunarbátur félagsins kom til landsins í apríl 1929 og var nefndur Þorsteinn. Stofnuð var kvennadeild árið 1930 og þá kom fyrsta sérsmíðaða björgunarskip félagsins, Sæbjörg, til landsins árið 1938. Árið 1968 keyptu Slysavarnafélagið og íslenska ríkið saman fyrstu þyrluna, TF-EIR og sama ár fól ríkið Slysavarnafélaginu að koma á fót og reka tilkynningaskyldu íslenskra skipa. Árið 1985 stofnaði Slysavarnafélagið Slysavarnaskóla sjómanna en árið 1999 sameinuðust Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg - landssamband björgunarsveita, í ein slysavarna- og björgunarsamtök undir nafninu Slysavarnafélagið Landsbjörg.Fjölgar hratt í bakvarðasveitinni Gunnar Tómasson er fyrrverandi stjórnarmaður Slysavarnarfélags Íslands og var forseti þess í nokkur ár. Hann þekkir sögu félagsins því vel en er ekki síður bjartsýnn á framtíð þess. „Ég held að það verði bara áfram öflugt starf og ég tala nú ekki um það að núna eru að flykkjast alltaf fleiri og fleiri að sem svona sérstakir bakverðir hjá félaginu og það er að eflast mjög verulega og ég hvet alla landsmenn til að gerast bakverðir hjá Slysavarnarfélaginu og þá getum við treyst því að þetta verði öflugt starf í framtíðinni,“ segir Gunnar í samtali við Stöð 2. Klukkan níu í kvöld munu björgunar- og slysavarnadeildir um allt land skjóta á loft svokölluðum hvítum sólum í tilefni afmælisins.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira