Fleiri fréttir

Þarf að endurheimta traust flokksins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins.

Innflytjendur þurfa meiri stuðning í skólanum

Skólasókn er minnst meðal innflytjenda í framhaldsskólum og mikið er um brottfall. Í kennaranámi er lítið um sértæka kennslu í móttöku innflytjenda. Námsráðgjafi segir menningarlæsi kennaranna afar mikilvægt.

Forstjóri LSH sammála gagnrýni landlæknis

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tekur undir gagnrýni Birgis Jakobssonar landlæknis á þróun heilbrigðisþjónustu á Íslandi – sérstaklega hvað varðar hlutastörf sérfræðilækna og skort á göngudeildarstarfsemi.

Drop-in brúðkaup og skírn án endurgjalds

Fólki er boðið að koma með skömmum fyrirvara og láta gefa sig saman með bæði söng og undirleik í Breiðholtskirkju 28. maí og 11. júní næstkomandi. Presturinn kveðst reiðubúinn að gefa saman fólk fram á kvöld ef með þarf.

„Þetta er bara hættulegt“

Skýrslu er tæpast að vænta fyrr en í haust frá rannsóknarnefnd sjóslysa vegna slyss þar sem tvær konur hryggbrotnuðu um borð í harðbotna slöngubát ferðaþjónustufyrirtækis í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Ingi Tryggvason, formaður rannsóknarnefndarinnar, segir svona slys hafa átt sér stað áður.

Aflandskrónufrumvarpið samþykkt á Alþingi

Aflandskrónufrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í kvöld með 47 greiddum atkvæðum. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Píratar sátu hjá.

Hryggbrotnuðu í bátsferð í Eyjum

Tvær ungar konur á þrítugsaldri hryggbrotnuðu í bátsferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis í Vestmannaeyjum í síðustu viku.

Tefldi sína stærstu skák í dag

Það voru spenntir skákáhugamenn sem fyldust hljóðir með þegar ungur íslenskur stórmeistari tefldi sína stærstu skák á ferlinum hingað til í Kópavogi í dag. Mótherjinn var Breti sem þykir goðsögn í skákheiminum.

Tíu skiluðu framboðum

Endanleg tilkynning um hverjir eru rétt fram bornir verður gefin út í næstu viku.

Ætlar að kæra framkvæmd kosninganna

Magnús I. Jónsson, einn forsetaframbjóðenda, segir misvísandi upplýsingar frá yfirkjörstjórnum hafa orðið til þess að hann náði ekki að skila öllum gögnum inn.

Níu keppa um lyklana að Bessastöðum

Allt útlit er fyrir að níu manns muni bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Frambjóðendur skiluðu endanlega gögnum til innanríkisráðuneytisins í gær.

Sjá næstu 50 fréttir