Innlent

Tefldi sína stærstu skák í dag

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Það voru spenntir skákáhugamenn sem fyldust hljóðir með þegar ungur íslenskur stórmeistari tefldi sína stærstu skák á ferlinum hingað til í Kópavogi í dag. Mótherjinn var Bretinn Nigel Short sem þykir goðsögn í skákheiminum.

Hjörvar Steinn Grétarsson er 22 ára stórmeistari í skák. Um helgina fer fram MótX-einvígi hans og Bretans Nigel Short í Salnum í Kópavogi. Helgi hefur náð miklum árangri í skák þrátt fyrir ungan aldur en hann er fæddur 1993. Það ár tefldi Nigel Short um heimsmeistaratitilinn við Kasparov.

„Þetta er fyrsta stóra einvígið mitt við þetta góðan skákmann þannig að ég er vissulega pínu stressaður en ég ætla bara að hafa gaman af þessu,“ segir Hjörvar Steinn Grétarsson.

Tefldar voru þrjár skákir í dag og verða aðrar þrjár tefldar á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×