Innlent

Grunaðir um að hafa kveikt í þremur bílum

Bjarki Ármannsson skrifar
Tveir menn voru handteknir vegna gruns um íkveikju í Breiðholti í nótt.
Tveir menn voru handteknir vegna gruns um íkveikju í Breiðholti í nótt. Vísir/GVA
Tveir menn voru í nótt handteknir og vistaðir í fangageymslu grunaðir um íkveikju.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Að því er þar segir var tilkynnt um eld í þremur bílum í Breiðholti um klukkan hálfsex í morgun. Málsatvik eru ekki rakin frekar.

Þá var maður handtekinn í heimahúsi stuttu fyrir klukkan eitt í nótt grunaður um heimilisofbeldi. Hann hefur verið vistaður í fangageymslu.

Í tilkynningunni segir að lögregla hafi þurft að hafa afskipti af nokkuð mörgum vegna ölvunar og óspekta í nótt. Þrír ökumenn hið minnsta voru stöðvaðir í umdæmi lögreglunnar í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×