Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Hótel Adam komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar greint var frá því að það hefði komið upp myndum og tilkynningum til gesta þar sem varað var við kranavatninu á hótelinu. Þess í stað var gestum bent á að drekka vatn úr sérmerktum flöskum sem seldar voru á hótelinu á 400 krónur. Seinna kom í ljós eftir athugun Matvælastofnunar að vatnið í flöskunum var einmitt kranavatn.

Blaðamenn Vísis fóru og gistu á Hótel Adam og prófuðu meðal annars kranavatnið, sem var auðvitað bara eins og venjulegt íslenskt kranavatn.

Hótel Adam hefur líka verið í fréttum því fyrirtækið sem rekur hótelið hefur boðið starfsfólki kjör sem eru langt undir lágmarkslaunum.

Þá hefur lögreglan þurft að innsigla herbergi á hótelinu því það hefur selt gistingu fyrir 20 einstaklinga þegar það hefur aðeins heimilaða gistiaðstöðu fyrir 9.

Ítarlega verður fjallað um vinnumansalið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Við fjöllum líka um frumvarp um aflandskrónur sem Bjarni Benediktsson hefur sagt risaskref í átt að afnámi gjaldeyrishafta.

Í fréttatímanum verður jafnframt rætt við Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra sem er nýkomin af fundi utanríkisráðherra ríkja Atlanshafsbandalagsins. Þá verður fjallað um stærstu prófraun íslensks skákmeistara sem mætti Nigel Short í dag á móti Hróksins, svo eitthvað sé nefnt.

Ekki missa af fréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×