Innlent

Tíu skiluðu framboðum

Frá fundi frambjóðenda í Innanríkisráðuneytinu í dag.
Frá fundi frambjóðenda í Innanríkisráðuneytinu í dag. Vísir/Sigurjón
Tíu framboð til kjörs forseta Íslands bárust Innanríkisráðuneytinu áður en skilafrestur rann út í gærkvöldi. Gerðar voru athugasemdir við eitt framboðið, en endanleg tilkynning um hverjir séu rétt fram bornir verður gefin út í næstu viku.

Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur hjá ráðuneytinu, segir að samkvæmt lögum hafi ráðuneytið viku til að fara yfir gögnin.

„Við skoðum hvort að þau uppfylli öll lagaskilyrði og annað í þeim dúr. Við erum ekki að skoða meðmælendalistana sjálfa, því að það eru yfirkjörstjórnirnar búnar að gera. Það eru ýmis formsatriði sem þarf að skoða,“ segir Stefanía í samtali við fréttastofu.

Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×