Fleiri fréttir

Ólaunuð vinna skattskyld

Ríkiskattstjóri segir að ólaunuð vinna eða vinna þar sem laun eru eingöngu í formi hlunninda sé skattskyld.

Bragi Ásgeirsson látinn

Bragi Ásgeirsson, myndlistarmaður, kennari, listrýnir og greinahöfundur, lést á föstudaginn. Hann var 84 ára gamall.

Frelsi að hafa val

Haldið var upp á ársafmæli #Freethenipple hér á landi í Laugardalslaug í dag.

Hver verður næsti forseti Íslands?

Tveir áratugir eru síðan sitjandi forseti var ekki í kjöri. Kosningar til embættis forseta Íslands fara fram þann 25. júní næstkomandi. Munu Íslendingar ganga að kjörborðinu og velja sér sjötta forsetann eftir að sjálfstæði var náð árið 1944. Þrettán hafa opinberlega gefið kost á sér í embættið en framboðsfrestur rennur út eftir tæpa tvo mánuði.

Ekkert vesen á nýju vélinni

Rekstur fyrstu Bom­bardier Q400 flugvélar Flugfélags Íslands gengur vel, að sögn framkvæmdastjórans, Árna Gunnarssonar. Fyrr í mánuðinum þurfti að lenda vélinni á Keflavíkurflugvelli í stað Reykjavíkurflugvallar vegna bilunar í vængbörðum en að öðru leyti segir Árni hafa gengið ágætlega.

Dagsektarmálum fjölgað um 63 prósent

Á síðustu árum hafa deilur foreldra vegna umgengni við börn harðnað. Ein birtingarmynd er fleiri dagsektarmál vegna tálmana hjá sýslumönnum. Nú eru 27 mál til meðferðar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

Fermingum hefur fækkað um rúma tíund

Á sex árum hefur fermingum í þjóðkirkjunni fækkað um tólf prósent. Í aðeins sjö kirkjum af 47 í óformlegri könnun hafði fermingarbörnum fjölgað á milli ára. Prestur bendir á fjölgun innflytjenda.

Óþarfi að teygja vinnu yfir helgidaga

„Mér finnst þetta fyrst og fremst vera óþarfi. Þetta eru helgustu dagar ársins. Það er alveg óþarfi að vera að teygja þessa vinnuþrælkun á fólki yfir á þessa daga,“ segir Geir.

„Hefði getað verið hver sem er úr mínum hópi“

Íslensk kona, sem fór til Norður Kóreu með sömu ferðaskrifstofu,og dvaldi á sama hóteli og bandarískur námsmaður sem í síðustu viku var dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu þar í landi, segist vera slegin yfir fréttum af málinu. Hver sem er úr hennar hópi hefði getað hlotið sömu örlög.

Rauðhetta með riffil

Hverju hefði það breytt um framvindu ævintýranna um Rauðhettu og Hans og Grétu ef sögupersónurnar hefðu borið vopn?

Börn fanga líði ekki fyrir gjörðir foreldra sinna

Verkefnastjóri Barnaheilla- Save the Children á Íslandi, segir mikilvægt að börn fanga verði ekki fyrir fordómum eða líði fyrir hverjir foreldrar þeirra eru. Slíkt geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Fullorðnir verði að bera ábyrgð á hvernig þeir tala við börnin sín um önnur börn.

Dómurinn veldur vonbrigðum

Radovan Karadzic hyggst áfrýja dómi sem hann hlaut í gær fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð.

Sjá næstu 50 fréttir