Verulega brugðið vegna íkveikjunnar í Breiðholti Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 26. mars 2016 19:15 Íbúi til tuttugu ára í fjölbýlishúsi í Breiðholti, þar sem kveikt var í í gær, segist óttaslegin og brugðið vegna íkveikjunnar. Málið er enn óupplýst og brennuvarganna leitað. Aðkoman að Iðufelli 4 og Gyðufelli 10 var ekki skemmtileg í dag. Í gær kviknaði þar í stigagöngum með stuttu millibili, en ljóst þykir að um íkveikju er að ræða. „Það virðist vera að það hafi verið labbað hérna á milli tveggja stigaganga og kveikt eld í póstkössum í andyri á báðum stöðum,“segir Oddur Hallgrímsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu í gær vísuðu vitni á tólf ára drengi sem mögulega voru gerendur, og ræddi lögregla við þá og foreldra þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í dag er málið óupplýst og brennuvarganna enn leitað. Fréttastofa ræddi í dag við íbúa í húsunum var þeim öllum nokkuð brugðið vegna íkveikjunnar, sérstaklega þar sem mikið af börnum eru á svæðinu. Þeirra á meðal er Jóhanna Thorarensen sem hefur búið í Gyðufelli í yfir tuttugu ár. „Ég var nú bara ein hér inni í íbúð og vissi ekki af þessu fyrr en ég opnaði hurðina og allt var fullt af reyk. Slökkviliðið benti mér á að fara út á svalir og ég gerði það bara. Þá var komið fólk hérna fyrir ofan að fylgjast með,“ segir hún og segist vera þakklát fyrir að ekki hafi verið kveikt í um nótt. „Mér líður illa með þetta. Sérstaklega ef að svona hefði skeð að nóttu til, þá spyr maður ekkert um afleiðingarnar. Hér er fullt af börnum og manni leið ekkert vel að vita af þeim lokuðum inni í íbúðum og allt fullt af reyk,“ segir Jóhanna Lögregla vildi ekki gefa um frekari upplýsingar um málið en að það væri enn í rannsókn. „Ég ætla bara að vona að þeir finnist og að það verði tekið á þessum málum. Ekki bara að það sé allt í lagi af því að það varð ekki slys á fólki, en hvenær verður það þegar svona er haft í frammi?,“ segir Jóhanna Thorarensen. Tengdar fréttir Slökkviliðið kallað út vegna tveggja bruna í Iðufelli Allt bendir til þess að um íkveikjur sé að ræða. 25. mars 2016 14:08 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Íbúi til tuttugu ára í fjölbýlishúsi í Breiðholti, þar sem kveikt var í í gær, segist óttaslegin og brugðið vegna íkveikjunnar. Málið er enn óupplýst og brennuvarganna leitað. Aðkoman að Iðufelli 4 og Gyðufelli 10 var ekki skemmtileg í dag. Í gær kviknaði þar í stigagöngum með stuttu millibili, en ljóst þykir að um íkveikju er að ræða. „Það virðist vera að það hafi verið labbað hérna á milli tveggja stigaganga og kveikt eld í póstkössum í andyri á báðum stöðum,“segir Oddur Hallgrímsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu í gær vísuðu vitni á tólf ára drengi sem mögulega voru gerendur, og ræddi lögregla við þá og foreldra þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í dag er málið óupplýst og brennuvarganna enn leitað. Fréttastofa ræddi í dag við íbúa í húsunum var þeim öllum nokkuð brugðið vegna íkveikjunnar, sérstaklega þar sem mikið af börnum eru á svæðinu. Þeirra á meðal er Jóhanna Thorarensen sem hefur búið í Gyðufelli í yfir tuttugu ár. „Ég var nú bara ein hér inni í íbúð og vissi ekki af þessu fyrr en ég opnaði hurðina og allt var fullt af reyk. Slökkviliðið benti mér á að fara út á svalir og ég gerði það bara. Þá var komið fólk hérna fyrir ofan að fylgjast með,“ segir hún og segist vera þakklát fyrir að ekki hafi verið kveikt í um nótt. „Mér líður illa með þetta. Sérstaklega ef að svona hefði skeð að nóttu til, þá spyr maður ekkert um afleiðingarnar. Hér er fullt af börnum og manni leið ekkert vel að vita af þeim lokuðum inni í íbúðum og allt fullt af reyk,“ segir Jóhanna Lögregla vildi ekki gefa um frekari upplýsingar um málið en að það væri enn í rannsókn. „Ég ætla bara að vona að þeir finnist og að það verði tekið á þessum málum. Ekki bara að það sé allt í lagi af því að það varð ekki slys á fólki, en hvenær verður það þegar svona er haft í frammi?,“ segir Jóhanna Thorarensen.
Tengdar fréttir Slökkviliðið kallað út vegna tveggja bruna í Iðufelli Allt bendir til þess að um íkveikjur sé að ræða. 25. mars 2016 14:08 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Slökkviliðið kallað út vegna tveggja bruna í Iðufelli Allt bendir til þess að um íkveikjur sé að ræða. 25. mars 2016 14:08