Rauðhetta með riffil Birta Björnsdóttir skrifar 25. mars 2016 20:00 Hverju hefði það breytt um framvindu ævintýranna um Rauðhettu og Hans og Grétu ef sögupersónurnar hefðu borið vopn? Svarið við því fæst í nýútgefnum útgáfum ævintýranna. Það er Landsamband byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, sem stendur fyrir endurritun á ævintýrunum sígildu, að því er fram kemur í frétt Guardian. Í janúar síðastliðnum birtist á heimasíðu þeirra myndskreytt saga um Rauðhettu og í síðastliðinni viku var röðin komin að Hans og Grétu. Söguþráðurinn breytist talsvert þegar söguhetjurnar mæta vopnaðar til leiks. Þegar Rauðhetta valsar í gegnum skóginn og hittir í úlfinn segir í hinni nýju útgáfu: „Þegar Rauðhettu var farið að þykja nærvera úlfsins óþægileg greip hún um skeftið á rifflinum og var í viðbragðsstöðu. Þegar úlfurinn sá þetta varð hann hræddur og lagði á flótta.” Í tilfelli Hans og Grétu byrjar sagan á svipuðum nótum og áður þar sem sultur sverfur að fjölskyldunni. Þar segir hinsvegar: „Til allrar hamingju höfðu Hans og Gréta lært að fara með skotvopn og höfðu frá barnsaldri stundað veiðar með fjölskyldunni sinni.” Hans og Gréta fara því inn í skóginn til að freista þess að veiða í matinn en finna þar nornina ógurlegu. Nornin var þá með börn í gíslingu, líklegast börn sem höfðu gengið óvopnuð um skóginn. „Drengurinn í búrinu sagði Hans hvar lyklana væri að finna. Á meðan stóð Gréta í viðbragðsstöðu með riffilinn reiddan ef á þyrfti að halda,” segir á einum stað í sögunni nýju. Höfundurinn, Amelia Hamilton, segir tilgang skrifanna að fylla börn öryggiskennd. Ekki eru allir jafn ánægðir með tiltækið. Samtök gegn byssuofbeldi sögðu á Facebook síðu sinni að hin nýju ævintýri gætu hvatt börn til að taka stórhættulega áhættu með því að bera vopn. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Hverju hefði það breytt um framvindu ævintýranna um Rauðhettu og Hans og Grétu ef sögupersónurnar hefðu borið vopn? Svarið við því fæst í nýútgefnum útgáfum ævintýranna. Það er Landsamband byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, sem stendur fyrir endurritun á ævintýrunum sígildu, að því er fram kemur í frétt Guardian. Í janúar síðastliðnum birtist á heimasíðu þeirra myndskreytt saga um Rauðhettu og í síðastliðinni viku var röðin komin að Hans og Grétu. Söguþráðurinn breytist talsvert þegar söguhetjurnar mæta vopnaðar til leiks. Þegar Rauðhetta valsar í gegnum skóginn og hittir í úlfinn segir í hinni nýju útgáfu: „Þegar Rauðhettu var farið að þykja nærvera úlfsins óþægileg greip hún um skeftið á rifflinum og var í viðbragðsstöðu. Þegar úlfurinn sá þetta varð hann hræddur og lagði á flótta.” Í tilfelli Hans og Grétu byrjar sagan á svipuðum nótum og áður þar sem sultur sverfur að fjölskyldunni. Þar segir hinsvegar: „Til allrar hamingju höfðu Hans og Gréta lært að fara með skotvopn og höfðu frá barnsaldri stundað veiðar með fjölskyldunni sinni.” Hans og Gréta fara því inn í skóginn til að freista þess að veiða í matinn en finna þar nornina ógurlegu. Nornin var þá með börn í gíslingu, líklegast börn sem höfðu gengið óvopnuð um skóginn. „Drengurinn í búrinu sagði Hans hvar lyklana væri að finna. Á meðan stóð Gréta í viðbragðsstöðu með riffilinn reiddan ef á þyrfti að halda,” segir á einum stað í sögunni nýju. Höfundurinn, Amelia Hamilton, segir tilgang skrifanna að fylla börn öryggiskennd. Ekki eru allir jafn ánægðir með tiltækið. Samtök gegn byssuofbeldi sögðu á Facebook síðu sinni að hin nýju ævintýri gætu hvatt börn til að taka stórhættulega áhættu með því að bera vopn.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira